Föstudagar eru æði

Það liggur við að mig langi að detta í það. En það bráir nú vísast af mér innan tíðar enda hef ég svo sem engan til þess að leyfa að njóta snilli minnar og fyndni – sem aftur er svo náttúrulega bara spreðsla á góðum húmor :-). Geymi það því um sinn.
Ég er hvort sem er of uppgefin. Púlsinn minn hefur verið svo hraður í dag að aumingja hjartað mitt hlýtur að taka bakföll – erfitt að vera suma daga að slá 40 slög meðan aðra þarf það að slá 90. Þarf eitthvað að athuga með þessi fyrirbyggjandi blóðþrýstingslyf sem ég er að taka! En það er nú önnur pæling sem ég kem síðar inn á.
Tók til í vinnunni í dag og fram eftir kvöldi í gær – mjög skemmtilegt. Sem svo aftur þýðir að Strympa er heldur að hressast. Illa við að viðurkenna það en ég held að sundið geri mér ekki sérlega gott – en kannski get ég farið 1 sinni í viku – Baldur leggur það amk til svona til að byrja með. Ég er farin að geta litið til hægri og vinstri án þess að finna stórkostlega til en er jafn þreytt og uppgefin og venjan er.
Fer ekki bara bráðum að vora? Hjól og ganga úti, sólbað í lauginni og svo videre! Nammi namm
Sem minnir mig á það – opinber nammidagur í dag (huhummm) best að njóta hans og borða heldur fyrr en seinna. Var að fatta að það sem maður borðar fyrir svefninn eða að kvöldi er óskapar fæði – maður brennir því bara alls ekki neitt og þá er ekkert betra að vera búin að svelta sig allan daginn!
Fór annars í Styrk í dag og var ógeðslega dugleg og sundleikfimi í morgun. Komnar þrjár æfingar þessa vikuna – þarf að fara á morgun og sunnudag þá verður Polli ánægður.
Ykkar Inga sem hugsar bara um púls og aftur púls!

1 athugasemd á “Föstudagar eru æði

  1. Blessuð og sæl.Lít alltaf hérna inn á þig, þó ég kvitti nú ekki alltaf fyrir. 🙂Alltaf jafn gaman að lesa eftir þig, þú ert svo mikið æði. 🙂Haltu áfram að massa þetta. u can do it. Kveðja Marý

    Líkar við

Færðu inn athugasemd