Polli er búinn að vera með tóman skæting þessa viku. Hann vill þetta og hitt og mér gengur ekki nema hæfilega vel að fylgja honum eftir! Þórunn heldur jafnvel að Polli sé með það að að markmiði að drepa mig – en ég held hann sé nú ekki svo slæmur 😉
En ég sem sagt er með það markmið að brenna 3800 hitaeiningum og fara að æfa mig ekki sjaldnar en 5 sinnum í viku.
Og á mánudaginn þegar ég var að koma vitinu fyrir kvikindið þá hugsaði ég með mér að ég ætti aldrei eftir að ná því!
En viti men – ég skoho náði því! Að vísu bara með herkjum og ég er ekki alveg viss um að ég fái bikar frá Polla en ég er meira að segja orðin svo sjóuð að mér finnst næstum að maður eigi ekki að fá bikar í hverri viku. Betra að hafa þá takmarkaða umbun ;-).
Styrkur í dag sem sagt. Allt eftir áætlun.
Sófar só gúdd
