Í gær fór ég í tíma til sálfræðingsins. Það var nú svei mér merkilegur tími. Tók greindarpróf – mmig hefur alltaf langað til þess að taka svoleiðis og það útskýrir ýmislegt í mínu lífi – niðurstaðan sem sagt. O jamm.
Það sem að mér er svona helst, svo ég opinberi það nú bara á síðum veraldarvefsins, er þessi þunglyndistendence og orkuleysi. Orkuleysinu finn ég mæta vel fyrir og finnst það ekki henta mér sérlega vel – það er heldur ekki sérlega líkt mér, þunglyndið er lymskufyllra og ekki alltaf sem ég átta mig á því. En með því að fá það svart á hvítu og nokkrar skilgreiningar og ábendingar þar um hefur mér tekist að halda í halann á því og jafnvel tjónka svolítið við það enda er það ekki hyldýpis pyttur heldur meira léttur blues.
Það sem hefur hjálpað mér hve mest eru þau orð sála að maður megi ekki streitast á móti því þegar maður finnur að það rekur nefið inn – ekki henda því viðstöðulaust út aftur heldur taka á móti því, greina líðanina og bregast svo við. Þennan gest er ekki hægt að reka á dyr án þess að sinna honum. Mér finnst þetta hafa hjálpað – ég er betur áttuð á líðan minni og því færari um að breyta henni en loka ekki bara og læt sem ekkert sé. Fyrir vikið bregst ég við – eða reyni það að minnsta kosti.
En sem sagt í gær talaði ég við sála um eitt sem hann sagði í síðasta tíma um að orkuleysið og þreytan væri af því að ég væri feit og þegar ég sagði að ég þekkti nú fullt af fólki sem væri þreytt en ekki feitt hafði hann líka svör á reiðum höndum við því. Síðasti tími fór mikið í að tala um fíkn og matháka og ég sat og reyndi að innbyrgða þetta allt þó ég sæi ekki nema hæfilega mikið af mér í þessu öllu saman. Og ég er algjörlega óssammála því að ég sé orkulaus, þunglynd eða hvað þetta er allt saman af því ég sé feit. Ég bara kaupi það ekki – og ég var að segja honum það í gær. Ef mig langaði til að fá svona frasa frá honum – rétt eins og reykingafólk fær alltaf um sína líðan þá myndi ég bara fá mér sjálfshjálparbók og lesa hana.
Sigh það var nú svei mér gott að bregða þessu upp og láta hann vita af þessu! Hann tók þessu bara ágætlega og sagði að ég greinilega heyrði sumt og annað ekki því hann hefði nú sagt ýmislegt fleira en þessa frasa sína. Til að mynda að væri það mikilvægt að ég væri þunglynd og orkulaus og það væru þeir þættir sem þyrfti að taka á og þeir tengdust ekki fitunni á neinn hátt annan en þann að sú sem er svona er feit í þessu tilfelli. Annað sem væri mikilvægt er að ég geri mér grein fyrir því að ég lifi í öðrum hugarheimi – sé stundum fljótandi utan við stað og stund.
Og minni fannst það nú ekki alveg passa heldur! Þá setti hann mig í greindarprófið og notaði það til þess að útskýra fyrir mér þennan hugarheim sem ég leita í – hann sé ekki óraunsær eða science fiction heldur þvert á móti oft hinn raunverulegasti og mikilvæg verkefni fá úrlausn þar, en hann sé ekki endilega tengdur þeim aðstæðum sem ég er í – heldur flóttaleið. Jább ég kaupi það. Mér finnst þetta ótrúlega merkilegt sem hann sagði – og ég fer nú ekki að endurtaka hér 😉 og það útskýrir svo margt í mínum viðbrögðum og líðan. Nú ætla ég að fylgjast með mér og sjá hvenær ég bregst svona við í staðinn fyrir að taka á aðstæðum sem mér finnst á stundum ekki þess virði að breyta eða vekja hjá mér bjargarleysi. Ég hugsa nefnilega oft að það sé betra að þegja og láta sem ekkert sé, en að halda máli mínu til streitu – eyða í það tíma og orku og uppskera svo kannski eitthvað sáralítið. Amk miðað við orkuna sem ég legg í málið.
Ég fór ekki í sundleikfimi – ákvað að blogga í staðinn – brenni nú líklega ekki neinu svipuðu. Ég hef verið algjörlega ómöguleg síðustu daga í hálsinum – finnst ég ekki eiga mér viðreisnar von go skil ekki afhverju ég er í vinnu yfirleitt. Dagurinn dugar mér ekki til neins og orkuleysið er algjört.
Eftir nálarnar á mánudaginn lá ég fyrir og leið eins og ég væri fótbrotin. Ég missteig mig svo oft á vinstri fæti þegar ég var krakki og unglingur og nálarnar lögðust á liðböndin þannig að ég gat ekki gengið nema með staf svo ekki sé minnst á hælsporann sjálfan sem bókstaflega var eins og logandi hnífur í hælnum á mér. Ég var enn mjög aum í gær en er miklu skárri í dag og ég finn fyrir undarlegum léttleika í hælnum – kannski er bólgan að minnka – nálarnar að bera árangur. Þær virka amk alla jafna ákaflega vel á mig.
En nú ætla ég að fara að búa mig fyrir skólann kennsla til þrjú í dag – hrein klikkun náttúrulega. Vonandi kemst ég í gegnum þennan dag – og þann næsta líka.
Takk fyrir að deila lífi mínu með mér
Ings
Auðvitað er ekki hægt að meðtaka allt í einu Inga mín. En heilmikið er samt að komast í gegn hjá þér ekki satt. Gott hjá þér að meðtaka ekki allt hrátt sem sagt er við þig – hvort sem er frá fagaðilum eða ekki. Þá færðu betri útskýringar og umræðu um efnið.
Vá – hvað þú ert dugleg!!!!!!!!!
kv ET
Líkar viðLíkar við
Þú ert hetja! :o) Þarf að fara að heyra betur í þér sko… Knúúúús!
Líkar viðLíkar við
Þú ert frábær og algjör hetja. Til fyrirmyndar:)
knús Sædís
Líkar viðLíkar við