Höfuð herðar hné og tær (hæll) og svo svoldið meiri háls ;-)

Eitthvað er ég orðin slappari við að blogga. Sá slappleiki átti reyndar að vera vísbending um það að ég væri að slaka á klónni – svona eitt af fyrstu einkennunum. Ég er svo sem ekki viss um nema það sé – en ég er heldur að vona að þessi lífsstílsbreyting sé meira svona ferli frekar en ein allsherjar brunferð niður kílóaskalann eða upp vellíðunarstuðulinn! Svona er ég nú orðin sjóuð, þroskuð og vel hugsandi í þessu öllu saman :-). Yeah rigt!

Staðan er þessi hjá mér:

Mér finnst erfitt að stunda vinnuna mína eins vel og ég vildi- mér finnst hún erfið!
Það veldur mér leiða

Ég hef fengið nóg af hálsverkjum
Ég hef fengið nóg af svefntruflunum vegna þeirra

Ég er farin að skrá ítarlega matardagbók – allt upp á kalóríur og grömm. Niðurstaðan er nokkuð athyglisverð. Ég ætla þó ekki að grípa til neinna breytinga þessa viku heldur skrá hjá mér nákvæmlega allt það sem ég borða í um vikutíma og sjá mynstrið. Nánari fréttir af því síðar 😉

Polli vinur minn heldur utan um brennsluna. Ég hef lítið getað hreyft mig þessa viku vegna hálsins og einhvers fundarvesens hér og þar. Ég hef brennt 1100 kaloríum þessa viku og næ ekki nema um 1800 hitaeiningu þessa viku. Þannig er þetta bara stundum – það er bara að gera betur næst. Það er þá auðvelt að bæta sig en ég vil helst brenna um 2900 hitaeiningum. Ah já og svo fór ég í hælsporanálar á mánudaginn var og gat nú ekki hreyft mig meira þann daginn og á föstudaginn fór ég í nálar í hálsinn og teygjur og tog og ég gat skoho ekki farið í sund eftir það.

Mér líkar ekki sundleikfimin – en ætla að prófa einn eða tvo tíma í viðbót. Væri frábært ef hún gæti gengið amk í mesta skammdeginu- en svo kannski vil ég bara heldur labba í Hellisskógi með Bjart árla morguns um leið og birtir. Það gaf mér heilmikið svo ekki sé nú minnst á Bjart sjálfan.

Húsið er allt komið í skrall einhvern veginn. Palli er heima og mér finnst einhvern veginn að hann eigi að gera eitthvað varðandi heimilishaldið, en auðvitað er það ekki þannig – ég þarf bara að gera það sem ég vil gera sjálf en ekki ætlast til þess að aðrir geri hlutina eftir mínu höfði – það er víst ekki hægt að kenna gömlum hundum að sitja. Ef ég tek á mínu þá eiga víst aðrir að gera það líka í framhaldinu – við skulum nú sjá með það.

Ég fór í Kennó í dag og það var frábært! Fannst einhvern veginn eins og það væri þrátt fyrir allt eitthvað vit í því hvernig ég hugsa – ég hlakka til að vinna verkefnin í þessum áfanga og vinna svo verkefnið í honum – ég er næstum nú þegar búin að ákveða hvað það ætti að vera. En svo þráast nú hlutirnir í allavega áttir. Það er bara gaman af því.

En amk er að baki góður dagur – ég brenndi 770 hitaeiningar í sundi – það finnst mér frábært og er persónluegt met á 30 mín í sundi. Mataræðið ekki eins gott en ekki alveg slæmt heldur.

Á morgun er frídagur og ég gæti bæði farið í Styrk og eða sund. Það er nú ekk amalegt. Ég kemst ekki í Styrk á mánudag en ég gæti farið í sund seinni partinn ef nálarnar í hælinn verða ekki alveg eins hrykalegar og á mánudaginn var.

Færðu inn athugasemd