Ég hef sko eignast nýjan förunaut sem kunnugt er. Við Polli (www.polar.fi) eigum vel saman en við erum þó einungis að kynnast.
Í gær fórum við saman í Toppsportið sundursagaða og hávaðasama (jukk jukk). Þar sagði Polli vinur minn að ég hafi brennt 1200 hitaeiningum og við það urðum við jafnvel enn betri vinir.
Áður er Polli búinn að segja mér að hvíldarpúslinn minn sé svona á bilinu 40 – 50 oftar nær 40 en hinu og það er nú svei mér lár púls. Þar til læknirinn minn segir að ég sé eitthvað veik kýs ég bara að líta svo á að ég sé komin í svo gott form enda bætt mig frá því að vera í um 90 svo 65 og þá þetta neðarlega.
Björk segir að ef ég kæmi inn á sjúkrahús þá myndu allir æpa upp yfir sig að ég væri með lágan púls og fengi lyf í hvelli til að auka hann. Þá myndi ég stynja upp: nei þetta er allt í lagi ég er nefnilega í svo fínni þjálfun ;-)“ Nú eða: Nei þetta er minn púls ég er nefnilega íþróttamaður 🙂 ha ha ha ha ha
En amk glöð með að hafa komist í gegnum Toppsportið jafn lítið aðlaðandi og það nú er þessa dagana – svo ekki sé minnst á andnauðina sem maður kemst í við að anda að sér þessu sagi öllu saman.
Ég verð að huga að mataræðinu enn frekar.
Hefði vilja sjá meiri lýsingu á vatnsleikfiminni. Ertu að fíla hana? Annars fer ég aftur að hlægja þegar ég hugsa um þig á gjörgæslun með púls í 40, og þú stynur upp, já en ég er íþróttakona og er komin í svo svakalega gott form!!! Ekki svo að skilja að það sé ekki nefnilega alveg satt heldur er tilhugsunin bara svo fyndin. Ég hugsa nefnilega að þú sért komin í svo gott form að ef þú værir komin í mína þyngd gætir þú hlaupið með mér 20km eins og að drekka vatn!!!
Kv. Björk
Líkar viðLíkar við
Ég var í afmæli í gær Björk og sagði þessa sögu einmitt af gjörgæslunni og þér og ég héld að bæði ég og hlustendur myndu gefa upp öndina af hlátri! Svei mér þá ef þetta er ekki allt að koma hjá mér varðandi þrekið.
Líkar viðLíkar við