Sko stundum þarf maður að pakka í vörn og verjast árás s.s. eins og pínu þunglyndis og jóla – og þá ekki síður áramóta og janúars!
Nú það er skemmst frá því að segja að ég hef ekki þyngst frá því fyrir jól og þar til nú nema ef ég skyldi telja með 200 grömm eða svo sem ég ætla ekki að gera!
Ég er rosa ánægð með það. Ég er svo sem ekkert himinlifandi með árangurinn í haust – það hefur lítið farið af kílóum síðan í október en ég ætla samt að vera ánægð að hafa náð því markmiði mínu að hanga á fengnum hlut yfir hátíðirnar.
Í dag brenndi ég 550 kal í sundi! Persónulegt met skal ég segja þér! Enda fékk ég bikar frá Polar vini mínum!
Í dag hef ég borðað tvær skyrdollur, banana, epli, kjúklingasalt, 400 gr grænmeti og fisk með smjörklípu. Ég hef líka drukkið rúman lítra af vatni.
Í dag fór ég í langþráð nudd og fékk bylgjur á hælinn. Er að vísu algjörlega ógöngufær eftir þær en af fenginni reynslu þá veit ég að þær hjálpa.
Í dag fór ég í toppsport og sá ekki Helgu Dögg og ég áttaði mig ekki neitt á neinu! Þeir verða nú að vinna svolítið meira í þessu svo ég fái einhvern botn í þetta. Finnst þetta allt mjög þröngt og sérkennilegt verð ég að segja.
Á morgun ætla ég að drekka meira af vatni og fara í sund.
Á morgun ætla ég að borða 600 gr af grænmeti!
Á miðvikudag ætla ég að byrja í sundleikfimi hjá Betu. Ég er í eitthvað svo miklu sundstuði.
Hún byrjar korter fyrir sjö og er búin hálf átta – sem þýðir að ég kem út í skóla sprikluð og fín og fæ mér eitthvað að borða þar :-).
Vissi ekki að þú ætlaðir að byrja í sundleikfimi, hí hí. Sniðugt, já í alvöru, sniðugt. Þú ert nú svoldið ótrúleg sko. Alveg mögnuð. Annars gott plan, knús Björk
Líkar viðLíkar við
Sigh – svoldið spes er mér sagt :-). Fyrst ég er svoná óskaplega hrifin af vatninu þessa dagana er þá ekki rétt að nýta sér það :-). Æ ég er svo mikill álfur að það er óskaplegt. Hlakka til að sjá kaloríurnar mar!
Líkar viðLíkar við
Hæ dúllan mín og gleðilegt ár.
Það er ekki að undra að þú kunnir ekki alveg við þig þarna í Toppsport ennþá, ég er hálf lost líka, Erla er komin með alla skráningu fyrir sjúkraþjálfarana og ég er í símasvörun og skráningu korta.
En ég er farin að vinna frá 6-14 alla daga svo að þú verður að koma snemma ef þú ætlar að ná mér.
Er reyndar lasin núna, heima í rúmi að lesa Skipið, hún lofar góðu (er komin á bls 103).
Kveðja úr rúminu, hd
Líkar viðLíkar við
ÉG hringi þá bara svolítið 🙂 Helga Dögg. Fegin að þú ert þarna einhvers staðar 🙂
Líkar viðLíkar við