Ofbeldi

Ég veit bara ekki hvað er að gerast:

Innlent mbl.is 7.1.2007 12:38
Börðu unglingsstúlku í höfuðið með hafnaboltakylfu

Stúlka á 16. ári kom á lögreglustöðina í Keflavík skömmu fyrir 22 í gærkvöldi og tilkynnti að á sig hafi verið ráðist á leikvellinum við Ásabraut skömmu áður. Að sögn lögreglu hafði stúlkan leitað til læknis en hún hafði verið lamin í andlitið og slegin í hnakkann með hafnaboltakylfu. Hún hlaut skurð á hnakkanum.
Árásaraðilar voru tvær aðrar stúlkur, á 15. aldursári og 14. aldursári. Lögregla hafði upp á stúlkunum. Þær viðurkenndu verknaðinn. Málið er í rannsókn.

Og hvað er með drengina sem voru uppáklæddir með slaufu og alles á nýársnótt sem gátu fundið sig í því að hálfdrepa og fullkomlega örkumla mann sem að því er þeir sögðu hafði unnið sér það til saka að rekast utan í þá?! Kannski skekktist slaufan við það!

Er bara ekki í lagi?

Færðu inn athugasemd