Enn af mér og mínu – nema hvað?

Jólin

Jæja þá eru jólin á enda runnin þar til næst. Afsakanir fyrir áti og sælgætiseigu foknar fyrir lítið! Hér stendur þó jólatré fullksreytt við hliðina á mér, jólaskraut lúrir í hverju horni og hvert sem auga lítur og ekki eru uppi neinar sérstakar áætlanir um að breyta þar um. Ég fer þó að tína það á borðið hér í stofunni svona eftir því sem andinn blæs mér í brjóst og jólaseríurnar í gluggunum fá e.t.v. að hvíla bráðlega. Annars elska ég þessi ljós og í augnablikinu mega þau loga um sinn að mínu mati hvað sem verður svo í næstu skoðanaumskiptum :-).

Jólatréð heldur að það sé enn úti í skógi. Það hefur ekki sveigt greinar sínar niður og er eins ilmandi og grænt og þegar það kom hingað inn. Ég held það sé afþví við tókum neðan af því og settum á það sjóðandi vatn og létum standa í smá stund áður en við settum kalda vatnið útí. Hver svo sem ástæðan er þá er tréð billiant – það alfallegasta sem ég hef átt á 20 ára jólatrésferli mínum :-). Rautt og gyllt með hvítum perum var þemað í ár. Í alfyrsta skipti sem ég hef haft jólatré í einhverjum setteringum og ég kann því bara vel! Perurnar mættu þó vera skærari – þarf eitthvað að hugsa það betur.

Þetta hafa verið góð jól. Ég gat hvílt mig, borðað góðan mat og hamið mig í mataræðinu. Ég hreyfði mig vel og þó ég fengi kvef var það ekki svo slæmt. Börnin mín fullorðnu voru yndisleg og Páll líka þó það sé alltaf svolítið álag að hugsa um hann meiddan ;-). Við erum ekki alltaf alveg sammála um skilgreiningar á því hvað sé hægt að gera einhentur ;-). En það gekk nú allt stóráfallalaust enda fer ég að verða þjónustuhlutverkinu vön. – Þó ég verði náttúrulega aldrei sérlega góð í því.

Hreyfing síðustu vikur

Í jólafríinu fór ég heilmikið í sund. Ég synti líka svolítið síðustu dagana fyrir fríið.

Þorláksmessa – sund 800 metrar

Jóladagur – Ganga í Þrastarskógi í 65 mín
27. des – 31.des – Einn hjólatúr, Sund 600 – 800 m auk göngu eða hlaups í lauginni 2 – 600 metra
Nýársdagur 90 mín ganga um Þingvelli
2. jan 20 mín hálkuganga í Hellisskógi og sund í Hveragerði 600 metrar eða svo
3. jan sund 800 m
4. jan Sund 600 – 800 m
5. jan Sund 800 m og ganga í lauginni
6. jan ekkert

Mataræði

Þannig að það má segja að ég hafi verið dugleg að hreyfa mig í jólafríinu. Ég var líka passasöm í mataræðinu miðað við allt og allt. Ég borðaði ekki mikið nammi né feitmeti. Hins vegar er trendið það að verða lélegri í þessu öllu frá og með Gamlársegi og janúar hefur verið rosalegur át og narta í mánuður. Þá hef ég gjarnan náð að rífa niður alla múra skynseminnar.

Það gerðist líka nú. Ég hef etið nánast allt það sem ég át af rjóma og sælgæti þann 31. og 1. jan sem ég át öll jólin og ég er enn að. Ég hef á undanförnum dögum étið margfalt það sem ég borðaði um jólin sjálf.

…og það sem verra er ég get vel hugsað mér að halda því áfram.

Ég verð svo pirruð á mér yfir því að langa ekki í morgunmat heldur sætindi eða einhverja vitleysu þá.

Ég ,,gleymi“ að borða eins mikið af grænmeti og ég þarf – man svona þægilega eftir því í annað hvert mál!

Vont en það gæti verið verra!

Mig langar ekkert í morgunhreyfingu! Bara að lúra í rúminu og lesa eða horfa á sjónvarp. Og mig langar sko ekkert í Styrk í æfingar þar – auj sen fauj sen!

Einhver sagði mér að búa mig undir að hafa þyngst um 3 kg um jólin og ég bara oh my god ég dey ef ég hef svikið mig þvílikt að ég hafi þyngst um 6 smjörlíkisstykki! En það væri samt ekkert skrítið eins og ég ét núna!

Ég er ótrúlega slæm í fótunum. Ég er með verki framan á hnjánum og sköflungnum, strengi og eða þreytuverki í lærunum.

Ég er svakalega slæm í hálsinum og þreytist fljótt – get mig varla hreyft á köflum og er með viðeigandi höfuðverk á stundum.

Hælsporinn er að drepa mig í hvert sinn sem ég sest og stend upp aftur – næstum sama hve stutt ég sit – þið ættuð að sjá mig fyrst á morgnana og bara í hvert sinn sem ég stend upp eftir smá setu.

Stundum finnst mér hreinlega að ég ætti ekki að vera í vinnu!

Þunglyndið – það er með betra móti og hugsunin sæmilega skýr en minnið arfalélegt.

En það eru ljósir punktar við skulum fókusera á þá og líta upp og halda áfram.

Ég dey ekki þó ég hafi þyngst – kannski virkar það bara hvetjandi 😉 sem spark í rassinn!

Ég fór og fékk mér grænmetisbar í hádeginu í gær í staðinn fyrir pizzu eða mcDonalds með tilheyrandi frönskum.

Ég borðaði fullt af grænmeti í kvöldmatnum líka. Ég borðaði ekkert nammi í gær!

Framundan eru 257 dagar til þess að taka á málunum. Ég gat lést um 20 kg í fyrra og ég get því gert það aftur – já og geri það.

Ég er farin að sofa miklu betur.

Ég á heilsukodda sem virðist virka vel!

Ég fékk buxur og peysu í gær og skokk og leggings! Ógó flott

Vinnan já vinnan – það kemur í ljós.

Í dag get ég vel farið að synda þó ég nenni ekki að labba!

1 athugasemd á “Enn af mér og mínu – nema hvað?

Færðu inn athugasemd