Stefnt er að því að léttast ekki minna en 250 gr. á viku á komandi ári. Það þýðir að ég léttist um 1 kíló á mánuði að jafnaði – 12 kg alls. Ef ég léttist um 750 gr á viku þá verð ég 39 kg léttari í desember. Það er hins vegar ekki raunhæft og stefnt er að því að léttast um 20 – 22 kg á nýju ári. Það eru um 400 gr á viku.
Ég hef gert ótrúlega magnað línurit yfir léttinginn og inn á það verður merkt einu sinni í mánuði – nú eða tvisvar eftir því hve góð ég verð á geði en það hefur ekki sérlega góð áhrif á mig að stíga á hana er mér sagt ;-).
Sem sagt ég vonast til þess að hafa misst alls 40 kg í lok árs. Það er nú allnokkuð er mér sagt!
Leiðir til þess að léttast? Þær sömu og hingað til.
Hreyfa mig af fullri alvöru og á sem fjölbreytilegastan hátt.
Búa til rými innan hversdagsleikans fyrir hreyfinguna – gera hana að sjálfsögðum hluta hvers dags.
Morgunbrennsla
Göngur
Hjólreiðar
Sund
Sundleikfimi
Spinning
Lyftingar og ræktin
Mataræði áfram í sífelldri endurskoðun!
Bæta svefninn
Annað:
Kaupa þurrkara
Nýtt rúm!
Vera mikið í útilegum
Vera dugleg í náminu mínu
Endurskoða vinnuna mína
Mála húsið
Setja króka fyrir jólaseríu á húsið í sumar en ekki í 20 stiga frosti um næstu jól!
Safna fyrir almennilegum jólaseríum á húsið!
Fara til Færeyja
Fá bætur fyrir augað hans Palla og athuga með nýtt bað og klósett!
Koma sér út úr þessum eilífu blankheitum!
Halda áfram að búa um rúmið mitt 😉
Bætist við eftir þörfum