Þingvallaferð í upphafi árs

Við Palli og Bjartur fórum á Þingvöll í dag í algjörlega yndislegu veðri. Mér fannst gott að hefja árið á þessum stað sem var mér svo kær og er það líklega enn. Þingvellir eru líklega eins og minn vinstri fótur. Órjúfanlegur hluti sem ég veit varla af.

Veðrið var algjörlega stórkostlegt og birtan – … já birtan, – hún var eins og hún getur hvergi verið nema á Þingvöllum held ég svei mér þá. Dásamlegur dagur sem sagt. Góð byrjun og góð ganga þó herra Bjartur hafi náttúrulega ekki verið alveg upp á sitt besta!

Hér má finna myndir!

Verst að ég var ekki með púlsmælinn :-/

Og svo fórum við til Bangsa og Steinunnar á Heiðarbæ í kaffi!

Posted by Picasa

Færðu inn athugasemd