Brennslupúls


Þar sem ég er stoltur eigandi af Polar F11 púlsmæli þá á ég klárlega eftir að tala svolítið um brennslupúls á næstunni. Samkvæmt mínum útreikningum ætti hann að vera í kringum 110 – frá 100 – 120 segir Baldur. Polar vill að hann sé hærri þarf að athuga afhverju það er en það liggur áreiðanlega í einhverri svona vitleysu ala fljótfærni ;-). Polar vill líka meina að ég sé í voða góðu formi – barasta í elite flokki þegar kemur að einhverjum fínheitum sem ákvarða ástand hjartans – ég á nú eftir að prófa það á fleirum. Hef ekki trú á að sú sé raunin! Þó held ég reyndar að hjartað sé fínt og súrefnisupptakan hjá mér þegar læknirinn minn mælir hana er nánast eins og hjá langhlaupara sagði hann en samt… Það er einhver sérkennileg skekkja í þessu hjá mér.

En nú væri gaman að tala svolítið um morgunbrennslu þar sem ég fór út að hjóla í morgun áður en ég gerði nokkuð.

Púlsinn hjá mér var þá 30% af einhverju sem Polar vill (eða amk held ég að hann vilji það)að hann sé sem er nú eiginlega lygilegt en ok ég voða hvíld og svona (var nú samt búin að setja í eina vél og hengja upp og eitthvað heimilisdútl) en já svo fór mín að hjóla og það var sama hvað ég hjólaði hratt – var komin í hæsta gír og fannst ég fara óguðlega hrædd miðað við hræðslu mína við að detta. Það var sem sagt sama hvað ég djöflaðist ég komst ekki nema upp í 54% . Það var sama hvað ég breytti um takt, færði til beltið, bleytti nemana og allt – ekkert breyttist.

Ef þetta er rétt – þá skil ég þetta með að það sé mikilvægt að koma brennslunni af stað á morgnana – oh my god! Ef ég er bara á núlli og nixi þrátt fyrir 20 min djöfulgang á hjóli þá skil ég þetta ,,röfl“ hans Baldur míns um morgunbrennslu…

70 hitaeiningar fóru þó í þessu hjóleríi

Á nú samt eftir að sannreyna þessar tölur betur.

Og nú langar mig mest í heitan pott í lauginni…

Ummm það væri dásamlegt. Á nú eftir að sjá hvort ég nenni.

Þyrfti líka að læra svolítið betur á þennan ofurpúlsmæli… Svoldið flottur skoho… Svo gæti maður keypt sér skrefamæli – km mæli á hjólið já og lukt jafnvel ;-). Maður þarf eiginlega að vita hve langt maður fer finnst ykkur það ekki ;-). Það er svo margt sem maður þarf að vita að það er rosalegt!

Frænkurnar Ragnheiður og Ágústa í jólaskapi!

p.s – að kvöldi sama dags: Fór í sund með Polar vini mínum sem sagði mér að ég hefði brennt 270 hitaeiningum á þeim 22 mín sem ég var að svamla í lauginn en mestu brenndi ég þegar ég gekk fram og til baka í lauginni, því ég var ekki með blöðkurnar en þá eyði ég meiru. En sem sagt voða gott að fara og hreyfa sig þó maður sé með hálsbólgu. 350 hitaeiningar í dag í hreyfingu – þær eru þá ekki eftir!

Færðu inn athugasemd