Nú dugir ekki annað en skipulag og afslappelsi hugans um leið:
Dagur 1 (í dag)
Þrífa húsið og koma því í jólabúning.
Þar með taldara skúffur í eldhúsi sem eru orðnar óleyfilega – já svona einhvern veginn öðruvísi en þær eiga að vera!
Klára Sörurnar sem döguðu uppi um síðustu helgi
Hringja og athuga með ísskáp
Koma jólatré inn
Fara í Blómaval og athuga hvort eitthvað fallegt skraut sé til á það (allt í einu á ég ekkert jólatrésskraut!)
Fara í sund og nudd – muna að frysta kortið mitt fram yfir áramót
Reyna að týna ekki sjálfri mér
Búa til merkilegan innkaupalista fyrir morgundaginn
Viðbót – gera ræðustúf
Vera tilbúin með Kiðjabergsdótið!
Dagur 2 (á morgun)
Fara til Reykjavíkur og versla ALLAR jólagjafir Þær eru allnokkrar!
Koma við hjá Ása
Koma við hjá Hlíf
Reyna að koma pökkum í Borgarfjörðinn
Fara í Hagkaup og athuga með matarinnkaup
Svo ekki sé minnst á BÓNUS!
Fara í fertugsafmæli um kvöldið – já sem þýðir að á degi 1 þarf ég að undirbúa hana
Vera komin ekki mjög seint heim
Dagur 3 – Þorláksmessa
Pakka inn gjöfum
Njóta lífsins
Fara í sund og SLAKA á
Sjóða hangikjöt ummmm nammi namm
Þorláksmessusnúningar
Þetta eru jólin!
Oh, það er frábært að lesa þetta blogg, þarna fæ ég „to do“-lista sem ég get nánast farið eftir, nema ég þarf að seinka öllu um einn dag og slappa svo vel af á aðfangadag.
Það er bara verst að ég þekki hvorki Ása né Hlíf en ég get ábyggilega fundið einhvern annan til að kíkja á 🙂
Og svo ætla ég að elda mér skötu á þorláksmessu ekki hangikjöt.
Jólakveðja,
Helga Dögg
Líkar viðLíkar við
Jóóólin koooma… jóóólin koooma… Alltaf sko! :o)
Líkar viðLíkar við