Úff segi ég nú bara Jólafrí

Guði sé laun og dýrð!

Nú er ég aftur að verða eins þreytt og í síðustu viku. Það er sama hvað ég geri lítið þá er ég búin að vera um 12 leytið – no matter what. Allt umfram þann tíma er hreinlega of stór skammtur fyrir þá stuttu.

Litlu jólin voru í dag og þau voru að mestu yndisleg. Mér tókst að vera í pæjuskónum mínum í 5 klst samfellt og það er nú vel af sér vikið þykir mér ;-).

Já og ég fór í klippingu í gær og viti’ði, sú hin sama enn stutta lítur bara vel út til hársins ;-).

En nú bara verð ég að afgreiða jólakortin. Svo þarf að kaupa jólagjafir en á morgun tek ég til, hvíli mig og fer svo í verslunarleiðangur á föstudag.

Um að gera að vera rólegur, blíður og góður þrátt fyrir höfuðverk dauðans og hálsverki í stíl sesm tóku sig upp eftir kollveltu miklu aftur á bak í gær – æ æ eins og ég mætti við því en ég lagast.

Færðu inn athugasemd