Góðan daginn!

Ég held það séu 7 dagar til jóla.

Það eru 3 dagar eftir í skólanum.

Og ég á eftir að gera mjög margt:

  • Kaupa allar jólagjafirnar og sýsla með þær – pakka inn og koma á sinn stað
  • Skrifa jólakortin – öll 70 eða hvað þau eru
  • Gera nokkrar jólagjafir sem mér finnst endilega að ég ætti að gera!
  • Kaupa allt inn til jólanna
  • Finna á mig einhver föt sem ég get verið í sem og fyrir Pál
  • Vorkenna Páli svolítið – það er heilmikil vinna skal ég segja ykkur
  • Athuga með jólatré – afhverju langar mig allt í einu í gervijólatré – nokkuð sem ég hef aldrei þolað?
  • Hætta að vera svona þreytt – afhverju er ég svona þreytt? ÉG meina hvers þreyttur getur maður verið.

Verst af öllu er að ég er á sælgætisfylleríi. Hef ekki guðmund um hvernig ég á að stöðva það. Og Styrkur er svo ógó staður að ég get ekki hugsað mér að stunda neina hreyfingu þar innan daga.

Áformin eru þó fögur og fín – sund og göngur næstu daga. Ég treysti á að Páll hjálpi mér við að koma mér af stað í þær – því mig svo sannarlega veitir ekki af hvatningunni og jafnvel toginu út fyrir hússins dyr.

En nú ætla ég að smyrja kremi á sörur, kíkja á pippmarengeið og jafnvel finna til handavinnuna og stilla henni upp á vel sýnilegan stað og ég geti gripið í hana á milli þreytuofsakastanna.

Lof jú Inga þreytta sem er búin að fatta allt mögulegt en er nú ekki farin að nýta sér það á nokkurn hátt – ja nema þá þannig að ég er ekki að drepast úr geðvonsku – bara þunglyndi 😉

1 athugasemd á “Góðan daginn!

Færðu inn athugasemd