Jólin eru hugarástand

Börnin mín tvö sem eru unglingar eru að fóta sig í því að upplifa jólin og eru svoldið hissa á að þau séu ekki í dauðans spenning og offorsi í jólaskapi. Ég reyni að benda þeim á að jólaskap sé eitthvað sem maður þurfi að vinna fyrir og jafnvel hafa fyrir. Það eru svo ekkert allir sem hafa sérlega mikinn áhuga á því og það er þá bara þeirra mál.

Ég elska jólin, ég elska jóladótið mitt og jólaskrautið, elska að stússast í jólakortum og föndri og ýmsu svona sem maður leyfir sér að gera fyrir jólin en ekki í annan tíma.

Ég hef ekki bakað fyrir jólin síðustu ár en á Eyrarbakka og stundum á Ljósafossi bakaði ég 10 sortir plús og naut hverrar stundar. En það bara borðaði þetta enginn og með minni tíma þá setti ég þetta bara útafborðinu.
En þar sem ég er að vanda mig við að hvíla mig og njóta lífsins ætla ég að dúlla mér að gera tvær nammi sortir í dag – sörur og pippmyntumargengestoppa. Það á allt að vera einfalt og notalegt – og ég er meira að segja búin að taka til og viðhalda jólahúsinu frá því í jólaglögginu. Það er gott og gaman.
Hver veit nema við Páll förum út að labba á milli platna – það væri líka gott og gaman.

2 athugasemdir á “Jólin eru hugarástand

  1. LOL – einmitt það sem ég hugsaði svona eftir á :-). Og leið eiginlega svipað þegar ég fór að sofa í gærkveldi – hvar er einfaldleikinn í mínu lífi? Þarf eitthvað að æfa mig í honum held ég! En ég er sko að æfa mig í öllu sem ég hef fattað. Það er soldil vinna sko

    Líkar við

Færðu inn athugasemd