Damage control

Jamm…

Það er ekki hátt risið á minni núna! Ég er svo þreytt að ég er með appelsínugula bletti á milli tánna og græna sveppi í eyrunum! Ég get svona með góðu móti unnið til 11 en þyrfti þá að hætta og fá að leggja mig í um 10 tíma!

En þó ég hafi verið svo þreytt eftir daginn í dag að ég mundi ekki að ég væri að ná í úlpuna mína í fatahenginu þar sem ég stóð þar og horfði í kringum mig þá fór ég nú samt í sund! Og ég synti í 30 mínútur! Mjög afslappandi og dásamleg ferð. Var í tvo tíma að stússast í Sundhöll Selfoss og ég var eini gesturinn í búningsklefanum og í útilauginni – imagine that. Nammi namm.

Elska sund. Það er svo afstressandi þegar ekki eru margir.

Nú að öðru ekki eins afstressandi. Hann Palli minn er að verða mesti hrakfallabálkur ever! Nú hér í den þurfti að skipta um mjaðmalið í karlinum því hann er með einhvern erfðagalla sem veldur því að þeir spænast upp eins og hálendið. Nú það gekk bara vel en hann var lengi heima að jafna sig eftir einhvern steyptan lið. Nú hann var nú varla farinn að vinna aftur þegar hann klippti framan af fingri – það var einmitt sumarið sem við fluttum á Selfoss – eða þegar ég flutti á selfoss og þau hin fylgdu með ;-). Nú ekki liðu mörg ár – kannski bara eitt þegar hann fékk járnflís í gegnum augað og missti þar með sjónina á því – fyrir utan kvalirnir og helvítið sem við gengum í gegnum það sumarið – og ég segi við því sambúðin held ég að hafi aldrei verið erfiðari en þá – úff hvað hann fann til og hvað ég fann til að þurfa að vorkenna honum svona mikið og lengi! Það var álag skal ég segja ykkur!

Og nú hefur litla ljósið gengið fram af vinnupalli í 4 m hæð, steypst niður með hausinn á undan fjóra metra – hann bar fyrir sig hendurnar – braut aðra þeirra og skrambúleraði sig hægri vinstri á hinni og andlitinu – og vísast annars staðar þar sem hann fór kollhnísa niður klöppina þar sem hann lenti!

Jamm hann er sem sagt að koma heim í dag í sjúkraleyfi. Eitt á ári er nú lágmark…

Er að verða pínu þreytt á þessu en afskaplega glöð að hann sé ekki meiddari og næstum heill á húfi.

Og svo er bara að halda áfram að beita sig aga til hreyfingar – það er víst mín sáluhjálp sem annarra væntanlega!

2 athugasemdir á “Damage control

  1. Hæhæ
    Leiðinlegt að heyra með Palla en eins og þú sagðir er gott að hann er ekki meira meiddur en þetta. Hann er kannski óheppinn í þessu en þá er maður alltaf heppinn í einhverju örðu(ástum).
    Gangi þér vel um helgina.
    Sigurlín

    PS það er það besta sem ég veit um er þegar fáir eru í lauginni og maður getur slappað af 🙂

    Líkar við

  2. Heyrðu svei mér þá, ég held að það þurfi nú bara að koma Páli fyrir einhversstaðar á öruggum stað… Vefjann inn í bómull einhversstaðar…

    Líkar við

Færðu inn athugasemd