Markmið:
Skammtímamarkmið sem yrðu nú fín lífstiðarmarkmið fyir kaos-istann Ingveldi
Öll orðin rauð – engin markmið sem eru að gera sig
Matur
Versla reglulega inn (það fer um mig hrollur)
Elda (er einfaldara ef maturinn er til – þá er ég ekki svo slæm í því sko)
Vera komin heim ekki seinna en 18 til að elda
Borða skyr – jukk (ef ég færi og verslaði þá kannski gengi það betur…)
Útbúa nesti og eiga eitthvað gáfulegt í skólanum
Endurskoða nammidagana – eitthvað annað en nammi! Hvað voru þeir aftur margir?
Hreyfing
Fara í Styrk alla sunnudaga
Fara í morgunbrennslu/göngu með Bjart á mánudögum
Spinning á þriðjudögum
Hvíld á miðvikudegi
Morgunbrennsla á fimmtudegi (og mig langar gasalega prófa að fara tvisvar í viku í spinning við og við en það verður nú svoldið í það – miðtímamarkmið kannski ;-))
Föstudagur er uppáhaldið í Styrk. – Allt í einu bara ekki farið í Styrk á föstudegi – jarðarför síðast og föndurdagur í dag – en sund í dag – smá sárabót
Og svo er kominn sunnudagur enn á ný.Ganga með Bjart á laugardegi og helst á sunnudegi líka. Þarf ekki endilega að vera mjög langt en amk 20 – 40 mín.
Ef það væri til blikkandi letur á Blogger þá væri það hér um allt.
Eftir að ég setti mér markmiðin hefur nú heldur hallað undan fæti. Markmið ganga ekki vel í Ingu – ég geri bara það sem mér sýnist og fer ekki eftir neinum leiðbeiningum eða reglum.
Á maður sér einhverrar viðreisnar von.
Heyrðu þá er nú gott að hugsa um: Þolinmæði, umburðarlyndi, sátt við sjálfan sig, gera betur á morgun og allt þetta ég leyfi mér að segja kjaftæði ( þegar ég á í hlut) fyrirgefið en það bara passar mér ekki! I shit you not.
Ef ég fer að verða með eitthvað umburðarlyndi, geri það á morgun hugsun þá held ég að ég geti pakkað saman og laggst í sama farið aftur – sem var að mörgu leyti bara svoldið notalegt far þó það stefndi í óefni líkamlega.
Ég meina hvernig yrði ég þolinmóð, umburðarlynd og íhugul? Hundleiðinleg Inga held ég – svona eins og geltur hundur held ég.
Fuss og svei – en ég get fallist á að markmiðin gætu gengið betur. ER bara of busy til að lenda á algjörum bömmer vegna þeirra.
Geri það kannski á morgun.
Veistu Inga mín… Ég held bara að fyrir svona markmiðafælinn kaos-ista sé kannski betra að byrja bara á einu markmiði. Það er allavega það sem ég gerði… Og gengur bara ágætlega. Stundum… ;o)
Líkar viðLíkar við