Heill dagur farinn í ekki neitt

… og geri aðrir betur! Ég hef samt farið tvisvar sinnum í Styrk. 22 mín í brennslu í morgun og svo í brennslu og æfingar fyrir efri hluta líkamans steinláu – eða þannig. Var með litla þyngd og fann fyrir hverri lyftu. Æ æ aumingja ég.

Fór svo til Baldurs spyrils sem var eitthvað stressaður að komast í helgarfrí því tíminn minn var alltaf að færast framar og framar á daginn – þannig að á endanum var ég komin með snilldar afsökun fyrir því að vera bara í 35 mín í brennslu í stað 50 eins í upphafi var lagt upp með. Er nú ekki alveg viss um hvort ég hefði komist í þær allar 50 hvort sem var, því lærvöðvarnir mínir eru uppgefnir! Þeim finnst þyngdarstig á ógeðstækinu sem ég tók ekki eftir áður ægilega erfitt þannig að ég þarf að vera á léttari stillingu svo þeir bara springi ekki. Ætli þetta sé ekki hjólið sem er farið að segja til sín. Ég finn rosa mun á lærvöðvunum eftir að ég fór að hjóla svona mikið. Dísuss að heyra í mér! Er þetta Ingveldur sem talar?

Annars er þetta svoldið sniðugt með mig og náttúrulega svolítið ógeðslegt um leið. Ég er búin til úr tvennu – vöðvum og fitu (og svona einhverju smotterí öðru eins og beinum) en þetta tvennt sem var saman í companýi hér í eina tíð – algjörlega ómögulegt að segja til um hvort var hvort og reyndar held ég nú að vöðvarnir hafi verið óttalega lítilfjörlegir en hvað um það, en sem sagt þetta tvennt er að slíta samvistum um þessar mundir. Fitan liggur t.d. algjörlega utan á lærvöðvunum og ég get… VIÐKVÆMIR HÆTTIÐ AÐ LESA NÚNA

… fært hana til og það er eins og hún sé í eðli sínu öðruvísi, hún er öðruvísi samansett en áður. Þar sem hún er lausust í sér, þar veit ég að hún er á undanhaldi. Ég veit t.d. alltaf hvar flestir sentimetrarnir fara á hverju tímabili vegna þesas. Nú eru það lærin sem eru á undanhaldi og svo eru handleggirnir alltaf í smá minnkun. Mjög merkilegt. Þessi efnahvörf eða hvað á að kalla þetta eru sérlega viðbjóðsleg og áberandi þegar ég er í heitu pottunum – þá hreinlega líður mér eins og spikfeitum hrossakjötsbita. Jukkiti jukk! Upp fyrir mér rífjast þáttur með Ópru þar sem sýnt var inn í feita manneskju. Jukk – gleymi því aldrei og ég þverneita að fara í aðgerð af nokkru tagi fyrr en ég er orðin þvengmjó. Manneskjan var stútfull af gulu ógeði – svona hrossafitu, ööööhhhh. Sem sagt enga skurðlækna fyrir mig næstu 2 árin eða svo minn kæri Guð!

VIÐKVÆMIR MEGA AFTUR BYRJA AÐ LESA!

Að öðru leyti en Styrkferðum hef ég ekkert aðhafst og átt í fullu fangi með það! Baldur setti mig í eitthvað hengingarstrekkingartæki sem var mjög spennandi og skemmtilegt. Vonandi gerir það gagn. Svo vill hann bara helst ekkert vita af mér fyrr en á föstudag í næstu viku, þ.e. í nudd eða svoleiðis. Kannski er bara gott að hvíla það líka. Það er kannski bara auka-álag (ég meina nú fyrir mig en stundum held ég að ég sé líka auka álag fyrir hann!), ég veit ekki svei mér þá. Hann talar svolítið í hálfkveðnum vísum – já eða bara í ókveðnum vísum. Ég er svo nokkra daga að fatta að ég náði ekki því sem hann meinti og þarf þá að spyrja hann útí málið – en gleymi því oftast! Svoldið merkileg samskipti verð ég að segja ;-).

Um helgina ætlaði ég að byrja á því að ljúka verkefninu mínu í mínu námi- en ég get ekki með nokkru móti horft niður í borð – get ekki einu sinni dútlað mér í neinu föndri eða sett í uppþvottavél eða neitt. Stórmál að beygja sig og setja dvd disk í tækið. Ég meina er þetta bara í lagi? Og ekki hef ég heyrt neitt af myndunum af mínum fína hálsi. Held reyndar að það sé ekkert að mér nema vöðvabólga.

Lítur sem sagt ekki vel út með neitt verklegt hér á bæ. ÉG er að bilast á þessu – ég er eiginlega svo mikið að bilast að ég nenni ekki að æsa mig yfir þessu einu sinni.

Jæja nú er ég farin að snæða!

Fullnaðar

…ósigur. Nammidagur hefur opinberlega verið færður til fimmtudagsins 2. nóvember í stað þess þriðja…

Súkkulaði, kókosbolla, karamellur, möndlur….

Sigh…

Verð líklega að vera mjög dugleg í brennslu í fyrramálið og eftir hádegið í salnum….

Face the music og það allt saman…

En það er líka allt í lagi – þar til það verður aftur nammidagur á morgun sem náttúrulega gerist EKKI.

Kveðja frá gjörsigriðum nammista…

Mér er áskapað að rannsaka súkkulaði – sjáið þið bara

Stjörnuspáin mín í dag:

AriesDate of Birth: April 9

Það er hreint ofboðslegt hvað stjörnuspár eiga vel við hjá mér alltaf hreint – hér er enn ein sönnunun þess að ef einhvern langar í súkkulaði gæti hann hugsanlega vel látið það eftir sér:

Today is likely to reflect a strong desire within you to obtain certain knowledge.Hvernig bragðast nú súkkulaði aftur í ákveðnu magni eftir mjög langt hlé?!?

There is something you need to know, Inga, something that might empower you to do something you’ve always wanted to do. Það að fá sykur í formi súkkulaðis er engu líkt. Heilinn þarf sykur og gott ef það er ekki gott fyrir hálsinn líka!

Therefore you might want to spend as much of your day as possible doing research in order to obtain this piece of information. Já er ekki einmitt Sírus rjómasúkkulaði hér einhvers staðar sem hún Ragnheiður ætlaði (úps ætlar meina ég) að nota í eftirrétt í kvöld?

You might also think of travel, perhaps traveling to spiritually oriented places such as Egypt, Israel, India, or the British Isles. Það er nú ekki útaf neinu sem menn segja að það sé ekkert að marka stjörnuspár. Yes right ég á leið í ferðalag. Glætan að það sé takandi mark á svona stjörnuspám…

Sjálfsvorkunn og súkkulaði eða ekki…

Tíhíhí erða nú skór :D. Ég myndi vorkenna mér mjög mikið ef ég ætti hann. Tíhíhí.

Gerir einhver athugasemd við að fá sér rjómasúkkulaði í morgunamat – eftir að hafa fengið sér svoldið fyrir svefninn líka? Já og svolítið – eða heilmikið af Camembert með?

Ekki ég. Ef einhver fær sér svoleiðis morgun og náttverð er ÁREIÐANLEGA mjög góð ástæða fyrir því.

Til dæmis:

  • Ekkert annað til (sem viðkomandi langar í)
  • Ægilegt sykurfall sem verður að laga hið snarasta
  • Rosalegt tilboð á þessum vörum sem ekki er hægt að láta fram hjá sér fara en þær eru á síðasta söludegi og þurfa því að vera borðaðar strax.
  • Hálsverkir skerða blóðstreymi til heilans og því er ómögulegt fyrir viðkomandi að taka ábyrga og skynsamlega ákvörðun
  • Viðkomandi hefur bara unnið sér inn þann rétt
  • Viðkomandi er ekki sjálfrátt af sjálfsvorkunn

Já þetta er nú svona nokkur atriði sem mér dettur í hug ekki að þetta mál snerti mig annars á nokkurn annan hátt heldur bara svona ímyndaðan. Enda veit sjúkraþjálfarinn minn vel að ímyndunaraflið mitt er afar fjörugt. Kannski er það bara hörmungahyggjan sem kom þessari súkkulaðihugsun af stað ha?

En ég er heima í dag. Ég fór í skólann í gær -VOND HUGMYND. Allir sögðu nú samt að ég liti betur út en í síðustu viku og það allt saman en ég leit ekki sérlega vel út seinni partinn. Gafst upp á að reyna að halda uppi vitrænum samræðum við nokkurn mann og fór í rúmið kl 18 og hvíldi minn þreytta haus á kælipoka, koddum og eða engu. Borðaði svo bara alls konar verkjapillur. Svaf svo ágætlega í nótt – líklega vegna góðra efni :-).

Fór svo út í Styrk í morgun á ógeðstækið og hjólið en bara í rúmar 20 mín. Það hins vegar dugði til að ég svitanði þvílíkt – það lak af mér svitinn – geggjað. Ég tek nú ekki svona á í labbinu úti þannig vonandi skilar þetta fínu. Mér leiddist ekkert voða mikið – fínt að skipta þessu svona í tvennt þegar andlegt úthald er ekki meira en raun ber vitni! Finnst enn asnalegt að mæta í Styrk en ekki vinnu en það rjátlast nú af mér t.d. bara núna þegar ég er búin að vera á stjákli í 40 mín – nú verð ég bara að fara að leggja höfuðuð á mér upp við eittthvað.

Ekkert er komið frá læknunum um myndirnar – það hlýtur að skila sér bráðum. Gylfi hringir í dag áreiðanlega.

Ég fór í nálar í morgun. Og vitið þið það nálar eru undur! En það hef ég líklega sagt ykkur áður.

Ég veit nú ekkert hvort ég fékk fínu fínu nálarnar eins og síðast – þessar sem lögðust á sálina mína ásamt vinstri hliðinni en sniðugt var þetta nú samt. Fyrst fann ég nú ekki fyrir neinu nema ég er farin að finna meira fyrir því þegar hann stingur sem er gott þá er líkaminn ekki dofinn eins og Doðinn sjálfur. Nú ekkert gerðist til að byrja með nema klassískir kippir og herpingur í höndunum. Svo fór ég nú að finna svoldið til í þeirri vinstri og eitthvað fann ég fyrir hausverk líka og ég reyndi bara að anda og vera róleg. Og eftir dágóða stund var eins og það væru 100 000 000 0000 x miljón triljón maurar að hlaupa upp hálsinn á mér og upp í höfuðuð og sumir þeirra voru á diskóteki á herðunum á mér. Fyndið. Er nema vona að ég íhugi það alltaf að fríka svolítið út? En ég gerði það nú ekki neitt núna. Vona bara að þetta verði eins yndislegt í kjölfarið og oftast áður.

Ég er ótrúlega heppin að fá svona góða aðstoð, fá að vera heima og hvíla mig, hafa ..engar“ áhyggjur af skólanum (aðrar en þær að mér finnst ég vera að níðast á Ástu og Valgerði í þeirra götum og með auknu álagi en meira að segja ég veit að það er ekkert gagn að mér og því bara gef ég eftir, ), geta hreyft mig og reyna að bæta ástandið, fengið nudd og nálar, röntgenmyndatöku og allt :-). Jább ég er bara heppin kona skal ég segja ykkur.

Að lokum þetta ef þið eruð leið, eða viljið eiga góða stund horfið þá á Shrek myndirnar – vitiði þær eru snilld.