Jahá ekkert að gerast

Það hefur stækkað svolítið grenitréð í kirkjugarðinum síðan ég var og hét á Þingvöllum og eitthvað hefur þeim fækkað þar líka. Annars mega grenitré helst ekki sjálst þar lengur. Ægilega hætturlegar og ljótar plöntur víst! Æ ætli ég sakni ekki bara Þingvalla þó þeir séu nú alltaf hluti af mér. Tekið með svolítið mikilli aðdráttunarlinsu – amk er Skjaldbreiður heldur vígalegri en hann á sér alla jafna.

Ég er búin að fatta það að þegar ég kem heim á daginn þá geri ég ekki neitt. Barasta ekki neitt. Ég hef ekki einu sinni almennilegan áhuga á því að glápa á sjónvarp. Nenni alls ekki að taka til. Þarf eiginlega að bíða eftir að Páll komi heim – ég þarf að breyta svolítið hérna á heimilaðinu áður en ég fæ einhverja ánægju af því að taka til hérna 😀 Þarf að fara að gera þetta eitthvað heimilislegt hjá mér. Veit ekki alveg hvort Páll minn viti hvað hann á að stússast mikið í fríinu sínu hérna heima :-). Ég er ekki einu sinni viss um að ég láti hann nokkuð vita af því 😀 tíhíhí.

En ég er að fá nett kvíðakast yfir öllu því sem ég á eftir ógert:

Námsmat í mörgum liðum = vinna alla helgina

Gera drög að einstaklingsáherslum í stærðfræði

Lestrarprófa

Útbúa gátlista í stærðfræði

Undirbúa smiðjur með einstaklingsáherslur

Aðalverkefni í námskrárfræðum

Þvottur

Útbúa tvo stutt málfundarinnlegg sem ég held ég eigi að flytja í næstu viku!

Fara í bæinn á mánudag til sála og í dekur tíhíhí því ég er svona næstum því búin að missa 20 kg

Fara svo aftur í bæinn á þriðjudag að tala við kennara í Grandaskóla

Elda góðan og hollan mat

Hugsa um Aðalstein

Vera góð við Ragnheiði

Labba með Bjart en það hefur legið niðri

Stunda líkamsrækt – sem minnir mig á það að ef ég fer í bæinn á þriðjudag þá get ég ekki farið í styrk né í spinning þann dag – og það er foreldradagur á fimmtudaginn sem er u.þ.b. erfiðustu dagar ever í skólanum, er þá engin líkamsrækt eiginlega í næstu viku? ha hu hummmmm

Klárlega eitthvað fleira sem ég man ekki… eða kýs að gleyma

Oh my god!

Og lausnin? Láta bara eins og idjót fíflast hægri vinstri og láta eins og ég þurfi ekkert að gera nema bara vera skemmtileg og hæfilega huppuleg við samstarfsfólkið! Mjög góð leið til að minnka kvíða – að gera ekki neitt af því sem maður þarf að gera.

En iss ég geri þetta bara allt um helgina- fæ mér bara Magic eða kaffi – kemur út á eitt!

En amk má ég ekki gleyma því að fara í Styrk á sunnudaginn – annars er ég nú í deep shit sko! Ætli ég þurfi ekkert að fara að fara á vigtina – hef svolitlar áhyggjur af þessu satt að segja!

En ég fór í brennslu í morgun ó yeah – voru nú sirka lengstu 20 mín Íslandssögunnar en ég kláraði þær 🙂 Fór með bílinn í dekkjaskipti á meðan. Sá mér eiginlega ekki fært að bjóða samferðarmönnum mínum upp á það að keyra hér um á 10 km hraða og samt ekki getað stoppað! Fuss og svei! Allt annað líf og kemur vel út í rigningunni sem nú ræður ríkjum

Annars er ég að hafa svolitlar áhyggjur af veðrinu sem á að geysa í fyrramálið. Ég vona að börnin komist heil í skólann – þetta lítur ekki vel út.

Ætti ég að fara að sofa? Svaf nú mjög lítið í nótt – fékk eitt major kvíðakast sem entist mér lungað úr nóttinni eftir að hafa farið alltof seint að sofa. Og svo vaknaði ég eldsnemma þar að auki!

Sem minnir mig á það að ég þarf að þvo íþróttafötin. Nei vitið þið það – líf mitt er bara stundum meira en ég ræð við!

Mér er að verða búið að takast

….að vaka svo lengi að það sé nánast ómanneskjulegt að ætlast til þess að ég mæti í styrk í fyrramálið. Og hana nú!

En ég labbaði nú til Dísu í kvöld … og aftur til baka! Huhummm

Ég held ég sé að fara í hundana, veit ekkert hvað ég er að borða, nenni ekki að hreyfa mig og er til lítils gagns í vinnunni. Sterkar hliðar einhver….??

Já og hvernig er með comment orðið hér kæru lesendur?

Sem sagt þetta er ekki hægt!

Home sweet home – annar gluggi til vinstri þar var herbergið mitt!
Ég átti í yndislegum tölvupóstsskrifum í dag. Þar gengu á milli brandarar og sniðuglegheit Ingveldar sem var með alvitlausasta móti í dag. En ég fékk m.a. sendar ýmsar svona greinar og m.a. gullkorn úr offitufræðunum. Þær og þau áttu sko að vera til að stappa í mig stálinu og auka mér þolinmæði og þroska sem þau hafa áreiðanlega gert en lets face it – þetta er ekki vinnandi vegur! Það er frekar að breikka Suðurlandsveg en ég fékk líka marga marga pósta um það. Og svo fékk ég stjörnuspár og sendingarnar gengu á víxl í allar áttir. Afskaplega skemmtilegt leið til að eyða frímínútum og matarhléi 🙂 En víkjum að offitupistlunum. En þeir eru mér nokkuð tengdir.

Það er sko allt sem segir það – ekki veit ég hvernig hægt er að uppfræða fólk sem á að hjálpa manni við þetta – bottom line er alltaf að það kemur ekkert út úr þessu megrunardæmi öllu saman – og þó það heiti lífsstílsbreyting!

Hér tilvitnun í ægilega merkilegan prófessor við HÍ sem hefur skrifað ma. eina grein um þetta:

Afleiðingar
Há blóðfita Háþrýstingur Sykursýki Æðakölkun – kransæðasjúkdómur Slit á stoðkerfi (hné, mjaðmir, ökklar, hryggur) Aukin hætta á ýmsum gerðum krabbameina Félagsleg einangrun

Í Evrópu og N-Ameríku er offita svo mikið og vaxandi vandamál að því hefur verið líkt við farsótt (sjá nánar greinar eftir M.J.: Offita of megrun og Offita). Afleiðingar offitu eru skert heilsa og helmingi meiri líkur á að deyja fyrir aldur fram, samanborið við þá sem hafa eðlilegt holdafar:
Horfur
Ekki góðar, flestum sem tekst að megra sig
hafa aftur náð fyrri þyngd innan 5 ára.
Meðferð
Megrunarkúrar (alls kyns duft og dót; það eina sem léttist er buddan!?)

Hópmeðferð (mataræði, stuðningur, …)

Líkamsþjálfun (stíf þjálfun í 40-60 mín., 2-3 í viku gerir gagn(skjúkket maður!!!!! mitt innskot)

Lyf (lyf verða tæpast lausn á þessum vanda en geta hjálpað tímabundið)

Skurðaðgerðir (magaminnkun, tennur víraðar saman, …)

© Magnús Jóhannsson 30.01.2005

Sem sagt steindauð bráðum, og ef ekki dauð þá amk jafnþung innan skamms og fyrr og málið tapað samstundis og um leið.

Nú úr annarri grein eftir sama er þessi spurning borin upp og henni svarað um leið:

En eru þá til einhver ráð sem duga til að grennast? Því miður er það svo að árangur af megrun til langs tíma, sama hvaða aðferðum er beitt, er frekar bágborinn.

Christ! Er nema von að maður verði deprimeraður á stundum ha hu humm?!? Þessi lína á eftir að sitja í mér svoldið!

Og þetta var sko sent mér til að peppa mig upp! Það eru að vísu ýmsar aðrar setningar í þessari grein en þessi stendur einhvern veginn upp úr. Næsta málsgrein er þó þessi:

Það sem virðist þurfa til að árangur náist til langs tíma er viss hugarfarsbreyting og breytt hegðun gagnvart næringu og hreyfingu. Langtímaárangur er yfirleitt bestur af aðferðum sem grenna einstaklinginn hægt og rólega á löngum tíma þannig að breytingar á lífsháttum (breytt mataræði og aukin hreyfing) ná að festast í sessi. Því miður eru margir (flestir) of óþolinmóðir, þegar árangurinn kemur of hægt þá missa þeir móðinn og gefast upp.

En samt…. Lítur ekki vel út! En góður maður benti mér á að:

,,Megrunarkúrar virka sjaldnast eins og þú veist enda ertu ekkert í MEGRUN, þú ert bara að breyta um lífstíl, þ.e. breyta mataræðinu og hreyfa þig meira, passa upp á svefn og hvíld og það vill svo til að þú ert búin að léttast um 20 kg við það. „

Svoldið spes þetta bara þarna inn á milli – bara að breyta um 🙂 en hann vissi nú svo sem ekki að þetta comment yrði birt á netinu. En það er bara svo ágætt að það er eiginlega ekki hægt annað en að láta það fylgja með. Ég ætla líka að einblína á það. Já og svo þetta:

,,Komið hefur í ljós að öll megrun er betri en engin, jafnvel bara fáein kg, og þeir sem eru of feitir og léttast um 10 kg eða svo geta búist við verulegri heilsubót.“

,,Af þessu leiðir að til eru tvær leiðir til að grennast, að neyta minni orku og hreyfa sig meira. Hér vegur mun þyngra að borða minna og það sem skiptir mestu máli er að minnka fituneyslu. Aukin hreyfing er einnig oftast nauðsynleg, hún eykur orkunotkun líkamans dálítið, bætir almenna líðan og hjálpar til við að viðhalda því þyngdatapi sem næst með því að borða minna. „

© Magnús Jóhannsson

Argh ég hélt ég kæmist upp með að hafa ,,bara“ hreyfinguna í forgrunni. Nenni ekki að taka á þessu mataræði af neinu viti – sem sýnir sig best í því að ég hef ekki enn farið í Bónus og það er kominn 8. nóvember!

En það er líka svo erfitt að bera poka þegar maður er svona aumur í herðum og hálsi ha? Mjög erfitt!

Mig langar mest að segja að ég sé aumingi að geta ekki kippt þessu í liðinn en ég er eiginlega í of góðu skapi til þess og of montin af spinning tímanum til að nenna að rífa mig niður.

Meira að segja þessi bréfaskrifti (enda voru þau nú öll svo skemmtileg) og þessi Magnús þarna nær ekki að rífa mig niður.

Oh yeah

Fínn dagur í dag, ég glöð, hress og kát – svona næstum bara eins og ég á að mér að vera.

Svo er bara að fara í brennslu í fyrramálið ha – (nenni ekki sko) en ég fór ekki í morgun því ég svaf sama og ekki neitt – og það er satt! Svo hvarflaði að mér um sex leytið að ég hefði bara gott af að hvíla mig í dag!?!

Þetta er slagur krakkar – helv… voðalegur slagur upp á hvern dag. Stundum gengur vel í baráttunni – stundum ekki eins vel.

Fyrsti spinningtíminn að baki!

Þegar ég fór að nota skó-myndir á bloggið mitt var þetta fyrsti skórinn sem ég notaði. Óskiljanlegt satt að segja – mér finnst hann ekki flottur en pistillinn var samt jákvæður – var í ágætri uppsveiflu í maí. Var að ná áttum eftir að hafa verið meðvitundarlaus eftir hverja Styrksferð – var að byrja að synda og bara spræk. Svo átti náttúrulega eftir að syrta í álinn en það birtir alltaf til – vona ég 😉

En ástæðan fyrir því að ég set þennan skó er af því að hann var notaður þegar ég var kannski ekki í alveg eins góðu standi og ég er núna, og líðan mín núna minnir mig kannski svolítið á líðan mína eftir fyrstu viðureignirnar við salinn!

Ég fór sem sagt í spinning tímann – heltekin af stressi og kvíða og minnug allra þeirra sem gripu andann á lofti þegar ég sagðist ætla í spinning! Oh my god var eiginlega það eina sem ég hugsaði í allan heila dag ;-). En ég fór nú samt og Sigurlín var líka – það var nú ágætt að hafa einhvern með sér (ég er nefnilega í svona brennslu átaki í huganum amk, finnst ægilega mikilvægt að brenna um þessar mundir – ein manían til myndu sumir líklega segja!). Fegnust af öllu í heiminum er ég samt að Baldur skyldi hafa farið með mér upp í dag og kennt mér á hjólið… Ég held ég hefði nú ekki orðið eldri ef hann hefði ekki fundið það upp hjá sér – ekki hafði ég vit á að biðja um það (ægilegt að viðurkenna rauverulega veikleika) Þá líka minnkaði kvíðinn aðeins – ja hann kom svona meira í holskeflum:

Ég yrði mér til ævarandi skammar innan um einhver þvengmjó sportidjót – gæfist upp eftir 30 mín (já eða 10) og gæti ekki baun í bala. Reyndi svo að segja við mig að ég hefði nú verið að hjóla niðri og oft alveg án þess að stoppa og á einhverjum prógrömmum – ekki bara svona að gaufast. Ég meina það er enginn sem stillir hjólið fyrir mann eða lemur mann áfram með svipu þannig að varla væri þetta spurning um líf eða dauða- ég gæti þá bara hætt ef ég gæfist upp. Já og ég tæki nú stundum 50 mín í brennslu án þess að stoppa nema til að færa mig af skíðunum á hjólið…

Ég segi nú ekki að þetta hafi verið – ekkert mál, en þetta var ekkert stórmál. Verst var að ég fékk undir iljarnar – hef eitthvað stigið vitlaust í – þarf að laga það næst. Því ég ætla nú aftur nema ég sé því verri á morgun og hinn :-).

Sem sagt mín bara búin að sigrast á þessum hjallanum – svona þar til næst! Nú veit ég hvað hver tími er langur og að það er stoppað eða allt að því á milli laga og að ég kemst bara ágætlega í gegnum þetta. Er kannski ekki sérlega sleip í sprettunum en því því betri þegar þyngdin er meiri. Nú veit ég um hvað þetta snýst :-).

Það rifjast upp fyrir mér hvernig mér leið fyrst eftir að ég fór í Styrk – það eru svona þreytuverkir vítt og breitt um kroppinn – og mest langar mig bara að fara að sofa – og svo er mér skítkalt – er það ekki merki um brennslu 🙂 Það held ég að mér hafi einhvern tímann verið sagt. Ok þetta er ekki NY maraþon en samt áfangi 🙂 Enda margir broskallar í þessu bloggi!

Einu vandræðin við þetta eru að ég þarf að fara voða oft í sturtu á dag!

Hálsinn á mér er heldur betri held ég – nema nú lýsir þetta sér eins og vöðvabólga – bara nokkrir smellir og brestir en ekki þessi rosalega ofboðslega þreyta sem einkenndi síðustu 2 vikur. Get jafnvel á köflum hugsað skýrar!

Nú þarf ég ekki að gera neitt annað en komast niður úr verkefnalistanum sem er bara býsna impressive satt að segja.

En ég er bara ánægð – og svoldið undrandi á að Baldur og Dísa systir hafi verið alveg viss um að ég gæti þetta – ég er nú ekki frá því samt að Baldur hafi haft svoldlar áhyggjur af þessu hjá mér 🙂 enda kannski full ástæða til. Mín reynsla er nú annars sú að fyrsta skiptið sé ekki svo slæmt – oft sé annað skiptið erfiðara – en ég fer nú ekki aftur fyrr en í næstu viku og engin Styrkur fyrr en á föstudag – ja nema á morgnana náttúrulega. Svo er ég ekki alveg í standi til að leggja mat á þetta – er á egóflippi

Kannski fer ég nú líka að labba með Bjart ef ég næ því að verða góð í hálsinum – einhvern tímann.

Kveðja Inga monthæna

Spinning oh my god!

Já já er það ekki bara! Ég held ég sé orðin galin. Ég hef ákveðið að mæta í spinning tíma og þegar ég var að skrá mig þá fékk afgreiðslukonan áfall og ég gleymi ekki svipnum á henni!
Ég er verulega farin að sjá eftir þessari ákvörðun þó Baldur hafi fulla trú á mér því ég er náttúrulega í svo góðu formi sjáið þið til!
En come on ég geri ekki meira en ég get ha og allt er betra en ekki neitt – ég hef nú alveg getað verið í 50 mín í brennslu en kannski ekki alveg stannnnnnnnnnslaust!
Ég held þetta hafi verið dómgreindarleysi. Ég held ég þurfi að finna mér eitthvað róandi. Ekkert kaffi það sem eftir lifir dag – oh my god!

Tóm og hálf aumkunarverð ;-)

Kannski svoldið eins og að vera í þessum skóm í frostrigningu – þeir eru áreiðanlega ekki betri en Puma skór Sigurlín heldurðu það 😉

Ég er í sjálfstæðisbaráttu – tilvistarkreppu – sjálfstyrkingarátaki um leið, sem svo aftur veldur því að ég lendi í svolitlum vandræðum með sjálfa mig á köflum 😉 En það eru svo sem ekki slæm vandræði – meira svona huglægt stormviðri og eiginlega er það of fínt orð!

Nú ég fór á Mýrina í gær – svona líka þrusufín mynd maður! Fór ein því ég þekki engan nógu klikkaðan til að vilja frekar fara með mér en manninum sínum. Ég hef alltaf rekist svo illa í svona giftum vinahóp – ein alltaf með karlinn á sjó eða í Færeyjum og þá þegar hann er heima þá á ég ekki neitt sérlega erfitt með að skilja hann eftir heima. Enda fer hann nú sjálfur ófáa skreppitúrana sem geta tekið svoítinn tíma, já jafnvel daga ;-). Gullaldar tíminn var kannski þegar ég og Arnrún vorum saman á Bakkanum í gamla daga. Við vorum nú góðar saman. Ég sakna oft Arnrúnar – hún sendi mér tölvupóst um daginn en ég glopraði niður netfanginu svo ég get ekki svarað henni!

Þetta var mjög skemmtileg bíóferð. Ég nefnilega passa orðið í bíósætið með þó nokkrum ágætum. Ég vatt upp á mig til vinstri og svo vatt ég upp á mig til hægri og setti meira að segja fæturnar upp á stólinn fyrir framan mig og svo setti ég fæturna í kross og ég veit ekki hvað og hvað. Og svo var bara hálf leiðinlegt eftir hlé þegar einhverjir tveir karlar gátu fundið sig í því að setjast við hliðina á mér – þá einhvern veginn kunni ég ekki eins við að vera að fetta mig þetta og bretta! Tíhíhí. Voða gaman að passa amk næstum því í bíósæti!!!! Oh yeah

Nú svo er ég búin að hafa samband við hann Ingvar minn – hina karlhetjuna í mínu lífi. Það var nú afrek í sjálfu sér að hafa sig í að skrifa honum á ný – en hann tekur mér alltaf svo vel að það er bara nærandi fyrir sálina að heyra í honum. Hringi kannski í hann í kvöld til að ræða um skólamál við hann. Já og svo á ég að vera með litla tölu í Grandaskóla einhvern tímann á næstunni – 14. nóv held ég. Hélt það hefði dottið upp fyrir. En ég kem mér nú að því vonandi.

Nú svo er námsmat í skólanum og það er aftur verra með það því ég get alls ekki unnið niður í borðið eins og ég kalla það – þe að halla hausnum niður og fram. Ég get setið og horft á tölvuskjá og pikkað því ég þarf ekkert að horfa á lyklaborðið en um leið og ég þarf að rýna eitthvað niður þá er ég búin á því. Veit ekki alveg hvernig ég á að komast í gegnum verkefnabunkann en það reddast!

Fór í vinnuna í dag og var alveg til fimm en ég gerði ekki margt – nemarnir sáu um kennsluna nema í síðasta tíma og þá svona rembdist ég við að haga mér mannalega. Er sem sagt ekki orðin góð en miklu betri samt. Við skulum sjá hvernig gengur á morgun – annað hvort lagast það eða versnar hef ég grun um 😀

Ég fór ekki í brennslu í morgun og ég er ekki ánægð með mig varðandi það – ætlaði skoho en ég svaf svo ótrúlega illa og fór alltof seint að sofa þar að auki – Mýrin sjáiði til kl 22. Þannig að ég hef ekkert hreyft mig í dag – en ég hef heldur ekki látið mjög asnalega í matarmálum nema að ég hef eiginlega ekkert borðað – sem er náttúrulega svolítið asnalegt í sjálfu sér. Og ekki vænlegt til árangurs. Huhmmm en það er ekki á allt kosið – alltaf og ekki heldur stundum 😉

Á morgun skal ég fara í brennslu árla morguns og nálar í hádeginu og spinning kl 18 – ein. Ég hef ekki þrek til að plata neinn með mér í þetta. Er ekki heldur viss um að ég komist í gegnum þetta fullan tíma en þá bara hætti ég eða fer hægar eða eitthvað – amk er þetta áreiðanlega fín brennsla og ég ætla að einbeita mér að henni þessa dagana ekki satt?

Já það er svo sannarlega margt í mörgu.

Helsta markmið mitt þessa dagana er að standa á eigin fótum. Ég hef mestar áhyggjur af því að ég geri Baldur vitlausan á mér – ég sá Fatal attractions í gær og mér varð hugsað til mín, nema þar væri scenið :skjólstæðingurinn sem ofsækir sjúkraþjálfarann í vinnunni – hmmm þetta er nú kannski hæpin viðlíking – a.m.k. mætti misskilja hana! En það gerið þið náttúrulega ekki því þið vitið svo vel hvað ég meina! Ég held ég sé eins og heftiplástur. Fæ einhvers konar ofsaáhuga á einhverju og verð þá að deila því með einhverjum. Það hefur t.d. áreiðanlega enginn skrifað Ingvari fleiri pósta en ég á námskeiðinu, Vilborg fékk ekki að eiga sér neitt líf nema með mér þegar við byrjuðum í ræktinni – enda er hún búin að gefast upp á mér og þykist alltaf vera að læra! Björk situr uppi með endalausar umræður um sömu hlutina varðandi líkamsræktina og aumingja Palli verður gjöra svo vel að hafa áhuga á öllu því sem ég hef áhuga á – allt frá bútasaumi til Bridge – og honum er það misvel gefið satt að segja 🙂 Ásta Björk fékk að kenna á golfinu o.s.f.v. Eina sem ég get huggað mig við að þeir Ingvar og Baldur eru að sinna mér í vinnunni – og fá jafnvel greitt fyrir það líka :-).

En fyrir vikið – þar sem ég er að reyna að vera sjálfstæð og ábyrg kona en ekki molbúi sem þykist ekki eiga sér nein áhugamál og vera félagsfælin með einhverfan áhuga á sinni eigin líkamsrækt, þá verð ég svoldið óttaslegin og einmana. En þá er bara að dreifa álaginu af því að þekkja mig á fleiri og láta bloggið finna fyrir því.

Eina sem ég skelfist svolítið er að opinbera mig svona á netinu. Fólk getur komið hingað inn sem hefur annarlegar hvatir s.s. eins og sýndi sig í DV um helgina. Það er hægt að mæta í viðtal og segja hvað sem er og nota allt gegn manni – segja bara hálfan söguna og illa það. Hér á þessu bloggi er áreiðanlega margt sem slíta má úr samhengi, rangtúlka og snúa upp í fína fyrirsögn. Mér var amk brugðið að sjá að einhver af fréttablaðinu var hér að snusa vikuna áður en viðtalið birtist þar sem ýmsu var snúið á hvolf nú um helgina. Það er ekki auðvelt að vera kennari með munninn fyrir neðan nefið. Nú á tímum er best að segja sem minnst og láta hlutina bara hafa sinn gang því þegar upp er staðið er hver sjálfur sér næstur og hægt er að bera upp á mann hvað sem er því ekki fara kennararnir í blöðin og segja sína hlið á málinu. Enda er það ekki til neins.

Inga með dregið frá

Ja hérna hér ég hef komist að því að ég bara verð að lesa héraðsfréttablöðin, þetta er ekki að gera sig að sleppa því – fyrr en þá um helgar. Nú verð ég að hætta þessu molbúalífi sem ég hef lifað síðan ég flutti á Selfoss. Einu sinni var ég nú svolítið félagsmálatröll… Svona smá að minnsta kosti.
En sem sagt ég settist niður í morgun að lesa blöðin í fyrsta skipti í margar vikur – og hálsinn hefur ekki auðveldað mér þá iðju skal ég ykkur segja. Leiðinlegt að lesa blöð hallandi sér aftur í stól – ja nema það sé þá Lazy Boy.
Nú afþví ég las ekki hérðasfréttablöðin (og er ekki lengur félagsmálatröll nema þá í dvala) þá missti ég t.d. nú sem áður af bókamessunum hjá Bjarna Harðar, nú var Þórhallur Heimis hjá honum á fimmtudaginn gamall skólabróðir hans, ég er nú svo sem ekki sérlega hrifin af Þórhalli en það er svo sem gaman að heyra hvað hann er að pæla varðandi hjónabandið.
Enn verra var að ég missti af Magna í Ölfushöllinni – ekki að ég hefði nema kannski farið – nema þá á barnatónleikana – kannski getað boðið einhverjum með mér af yngri kynslóðinni – það hefði ekki litið eins illa út og mæta ein :-). En amk er ferlegt að hafa ekki hugsað um að fara – kannski ætti ég bara að fara á stóru tónleikana 30 nóv – langar nú ekki sérlega mikið – er ekki mikið fyrir hávaða satt að segja! En hver veit.
Nú svo var prófkjör um helgina. Ég stóð mig nú ekki nógu vel í því að styðja hana Ragnheiði mína en þó hringdi ég svolítið út og hugsaði fallega til hennar :-). Annars er merkilegt að nú á að sameina allt og allir vera vinir – kjördæmin orðin risastór og þá snýst allt um að Selfoss og Suðurland sameinist gegnu Eyjamönnum og Suðurnesjunum því lets face it – hagsmunirnir eru nú ekki alveg þeir sömu. Og vice versa. Þannig að kannski eykst bara hrepparígurinn til muna við allar þessar sameiningar og blessaðar jaðarbyggðirnar sitja alltaf á hakanum. Frambjóðendur sem búa einhver staðar í Skaftafellssýslu eiga ekki sömu möguleika á að komast og þing og Eyjamaður t.d. – ja nema þú sért Framsóknarmaður kannski.
Svo var ég að lesa í þessum hérðasfréttablöðum að Styrkur eigi að vera áfram í Gagnheiðinni en hótelið eigi að vera viðbót og vera svona ægilega glæsilegt! Meira snobbið í kringum þessa heilsurækt alltaf hreint- eitthvað má nú samt á milli vera – þetta hefði ég t.d. alls ekki vitað nema ég hefði lesið hérðasfréttablöðin. Það á að flikka eitthvað upp á Gagnheiðina og þar eiga heyrðist mér sjúkraþjálfararnir að vera áfram. Þetta verður nú svei mér spennandi – að sjá hvernig þetta fer allt saman. Það má svo sem alveg flikka upp á Styrk svo mikið er víst – stundum finnst mér líka hreinlega að það megi þrífa þar t.d. eins og tækin – dj sem þau eru óhrein núna t.d. En ég ætla ekki að láta þetta fara í taugarnar á mér, þetta er bara svona og þetta hefur gagnast mér hingað til.
Annað sem ég hef ekkert fjallað um hér á blogginu mínu er hin stórkostlega ákvörðun bæjarráðs að flytja ekki nemendur úr Vallaskóla yfir í Sunnulæk þegar sá síðarnefndi verður fullbyggður. Mér finnst það frábærlega ábyrg og skynsamlega ákvörðun og sýnir að þrátt fyrir allt þá er sveitarstjórnarmönnum ekki alls varnað – og það þó þeir séu sjálfstæðismenn og eða framsóknarmenn. Ég þakka kærlega fyrir það – hvar sem ég nú verð í framtíðinni.
En annars nóg í bili. Það eru ýmis verkefni sem bíða mín í dag – ég ætla samt bara að sjá til hvort ég nenni að sinna þeim. Ég þyrfti t.d. að fara í Bónus, mig langar líka í sund – en það er nú líklega of mikið rok til að maður njóti þess, ég þarf líka að taka hér aðeins til svo ekki sé nú minnst á þvottinn! Lærdómurinn bíður og svo er ég að fara í Styrk nú innan tíðar.
Ég stefni svo á skólann á morgun því mér líður miklu betur. Það verður fróðlegt að finna hvernig ég kem undan deginum og þeim verkefnum sem hann færir mér.
Kveðja frá Ingu héraðsblaðalesara

Það er nú meira

Jæja þá hefur toppnum verið náð í mínu lífi – komin í DV að vísu ónafngreind en samt – það hlýtur að vera ákveðinn áfangi í lífi hvers Íslendings að lenda þar. Eðli viðtala er sá að þar birtist álit og raunveruleiki þess sem rætt er við og þegar fleiri koma við sögu heldur hann einn þá geta skrítnir hlutir gerst. Einungis ein hlið málsins er sögð. Og það er allt í lagi nema þegar verið er að ata aðra sauri og gera þeim upp skoðanir og tilfinningar. Og meira að segja þá er það í lagi því DV segir bara frá því sem fólk þarf að vita – sannleikann. Og ég get alveg þolað að vera vondi enskukennarinn í Ljósafossskóla í lífi einhvers. Leiðinlegt vissulega en maður getur aldrei gert meira eða betur en innistæða er fyrir. Ég vona að stelpusílið öðlist hamingju og sálarró. Ég veit amk að það er heilmikil vinna að öðlast það og uppsprettuna að því er ekki að finna í gjörðum annarra heldur innra með manni sjálfum, þar býr fyrirgefningin. Það er vont að kenna öðrum um – og enn erfiðara að breyta þeim.
Það er að skella á mikið óveður hér – og vona að grillið komi ekki inn um stofuhurðina í nótt og þakið hangi á húsinu. Já og að nágrannarnir hafi gert eitthvað varðandi trampólínin sín – þau flugu víða í síðasta roki.
Ég held að þetta sé fyrsti dagurinn í tvær vikur sem ég er sæmileg. Og ég finn að ég á heldur auðveldara með að hugsa og sjá hlutina í einhvers konar samhengi. Ég hef samt ekkert getað lært í dag – það er svo erfitt að horfa niður – er fín ef ég hef hálsin beinan og heldur er ég að reyna að halla honum aftur á bak – langar ekki að hafa framstæðan haus og vaggandi göngulag. Held bara að það geti ekki verið flott að sjá! Christ!
Ég ætla að reyna að læra í fyrramálið. Lendi í vandræðum ef ég geri það ekki. Er alveg viss um það.
Hafið þið einhverjar góðar hugmyndir um starf fyrir mig? Ætli maður geti verið námsefnishöfundur? Eða rithöfundur? Eða bara símadama?
Markmið morgundagsins eru sem sagt:
Sofa út
Læra smá og svoldið
Fara í Styrk
Fara í heita pottinn í lauginni og gufuna
Hvíla sig vel og lengi svo ég geti mætt í vinnu á mánudaginn og verið hress.
Ein hvers staðar þarf ég að koma Bónus ferð að… mataræðið hefur bara ekki verið í nógu góðu standi síðustu daga. Afhverju fer það alltaf til fjandans við og við?
Afþví mig langar ekki nógu mikið til að breyta því?
Afþví ég þoli ekki að fara í búð?
Afþví ég nenni ekki að elda?
Afþví að ég er svo óskipulögð?
Ég þarf bara að eiga ráðskonu sem eldar fyrir mig – ég stend bara í of mörgu ein. Jább það er ástæðan.