Það hefur stækkað svolítið grenitréð í kirkjugarðinum síðan ég var og hét á Þingvöllum og eitthvað hefur þeim fækkað þar líka. Annars mega grenitré helst ekki sjálst þar lengur. Ægilega hætturlegar og ljótar plöntur víst! Æ ætli ég sakni ekki bara Þingvalla þó þeir séu nú alltaf hluti af mér. Tekið með svolítið mikilli aðdráttunarlinsu – amk er Skjaldbreiður heldur vígalegri en hann á sér alla jafna.Ég er búin að fatta það að þegar ég kem heim á daginn þá geri ég ekki neitt. Barasta ekki neitt. Ég hef ekki einu sinni almennilegan áhuga á því að glápa á sjónvarp. Nenni alls ekki að taka til. Þarf eiginlega að bíða eftir að Páll komi heim – ég þarf að breyta svolítið hérna á heimilaðinu áður en ég fæ einhverja ánægju af því að taka til hérna 😀 Þarf að fara að gera þetta eitthvað heimilislegt hjá mér. Veit ekki alveg hvort Páll minn viti hvað hann á að stússast mikið í fríinu sínu hérna heima :-). Ég er ekki einu sinni viss um að ég láti hann nokkuð vita af því 😀 tíhíhí.
En ég er að fá nett kvíðakast yfir öllu því sem ég á eftir ógert:
Námsmat í mörgum liðum = vinna alla helgina
Gera drög að einstaklingsáherslum í stærðfræði
Lestrarprófa
Útbúa gátlista í stærðfræði
Undirbúa smiðjur með einstaklingsáherslur
Aðalverkefni í námskrárfræðum
Þvottur
Útbúa tvo stutt málfundarinnlegg sem ég held ég eigi að flytja í næstu viku!
Fara í bæinn á mánudag til sála og í dekur tíhíhí því ég er svona næstum því búin að missa 20 kg
Fara svo aftur í bæinn á þriðjudag að tala við kennara í Grandaskóla
Elda góðan og hollan mat
Hugsa um Aðalstein
Vera góð við Ragnheiði
Labba með Bjart en það hefur legið niðri
Stunda líkamsrækt – sem minnir mig á það að ef ég fer í bæinn á þriðjudag þá get ég ekki farið í styrk né í spinning þann dag – og það er foreldradagur á fimmtudaginn sem er u.þ.b. erfiðustu dagar ever í skólanum, er þá engin líkamsrækt eiginlega í næstu viku? ha hu hummmmm
Klárlega eitthvað fleira sem ég man ekki… eða kýs að gleyma
Oh my god!
Og lausnin? Láta bara eins og idjót fíflast hægri vinstri og láta eins og ég þurfi ekkert að gera nema bara vera skemmtileg og hæfilega huppuleg við samstarfsfólkið! Mjög góð leið til að minnka kvíða – að gera ekki neitt af því sem maður þarf að gera.
En iss ég geri þetta bara allt um helgina- fæ mér bara Magic eða kaffi – kemur út á eitt!
En amk má ég ekki gleyma því að fara í Styrk á sunnudaginn – annars er ég nú í deep shit sko! Ætli ég þurfi ekkert að fara að fara á vigtina – hef svolitlar áhyggjur af þessu satt að segja!
En ég fór í brennslu í morgun ó yeah – voru nú sirka lengstu 20 mín Íslandssögunnar en ég kláraði þær 🙂 Fór með bílinn í dekkjaskipti á meðan. Sá mér eiginlega ekki fært að bjóða samferðarmönnum mínum upp á það að keyra hér um á 10 km hraða og samt ekki getað stoppað! Fuss og svei! Allt annað líf og kemur vel út í rigningunni sem nú ræður ríkjum
Annars er ég að hafa svolitlar áhyggjur af veðrinu sem á að geysa í fyrramálið. Ég vona að börnin komist heil í skólann – þetta lítur ekki vel út.
Ætti ég að fara að sofa? Svaf nú mjög lítið í nótt – fékk eitt major kvíðakast sem entist mér lungað úr nóttinni eftir að hafa farið alltof seint að sofa. Og svo vaknaði ég eldsnemma þar að auki!
Sem minnir mig á það að ég þarf að þvo íþróttafötin. Nei vitið þið það – líf mitt er bara stundum meira en ég ræð við!







