Aðeins að hugsa um eitthvað gott…

Veitir ekki af því akkúrat núna!

En finnst þó að ég þyrfti að fara að fara á þessa vigt! En ok get skilið að ég verð að ná tökunum en ekki láta vigtina hafa þau! En ef ég næ þeim ekki er þá ekki betra að stíga á vigtina og verða vitlaus og… nú eða bara neutral því ef ég hef lést þá er það eins og það á að vera. Ég er ekki viss um þessa tækni hjá Baldri! EKKI VISS og guð minn góður hvað geri ég ef ég hef þyngst – sem ég held ég hafi gert! Það yrði endir veraldarinnar held ég! spurning hvort það sé þá ekki rétt að ég fari ekki á hana?!? Hundalógík allt saman.

En ætlaði ég að hugsa um eitthvað gott?

Fór í Styrk í morgun og brenndi í 40 mín. Fór líka í Styrk í gær í brennslu – sem eru alls 3 skipti að morgni á fimm dögum – allt eftir áætlun.

Er að fara í partý í kvöld! Hlýt að geta komið mér í stuð!

Ég á frábæran leynivin!

Ég á yndisleg börn sem hætta að vera unglingar innan tíðar og þá verð ég glöð

Palli er líka góður við mig

Og þið þarna úti – þið eruð styrkur minn og hvatning.

Það er náttúrulega eitt að drekka kaffi

…en svo er annað að drekka kaffi! Hversu mikið kaffi er t.d. hægt að drekka á einum degi án þess að verða vitlaus? Er búið að kanna áhrif kaffidrykkju í megrun? Miðað við allt og allt þá hlýtur það að hafa jákvæð áhrif ég segi nú ekki meir að sinni – það væri too much sko!

En þar sem mér almennt finnst ég vera svoldill auli – stundum mikill þá er gott að eiga leynivin sem heldur annað og pakkar því í box með ekki svo mjög óhollu nammi (ég hugsa að hann hafi ætlað mér að borða nammi yfir ákveðinn tíma sem þó væri meira en einn dagur! Enda er ég ekkert búin með það!) En sem sagt sjálfstyrking er jákvæð – egóflipp jafnvel nauðsynleg. En sem sagt í sæta boxinum mínu með kókosnum voru 14 miðar með svo fallegu um mig að ég hef tárast reglulega í dag yfir yndislegheitunum – í þeirri von og trú að enginn myndi setja svona á blað í box nema meina það!

Og þar sem ég ætla að fara að hugsa um styrk minn en ekki veikleika alltaf hreint deili ég þessum dásamlegum molum með ykkur og þá meina ég ekki kókosnum. Ég byrja á kennaranum:

Þú ert góður kennari!
Þú ert leiðtogi 🙂
Þú ert skemmtilegur samstarfsfélagi 🙂
Þú ert útsjónarsöm
Þú ert klár!
Þú ert dugleg!
Þú ert kraftmikil!
Þú ert umhyggjusöm 🙂
Þú ert góð!
Þú ert kát 🙂
Þú ert fyndin:-)
Þú ert skemmtileg 🙂
Þú ert frábær:-)
Þú ert æði:-)
Ég er algörlega bergnumin og tárvot um hvarmana enn einu sinni!
Á fyrsta degi var ég viss um hver leynivinurinn minn – þekkti mig svona hæfilega mikið – væri ekki búin að vera lengi í Sunnulæk.
Á þriðjudag var ég enn nokkuð viss – fékk stjörnur af ýmsum tegundum.
Þriðja daginn var ég svo sem ekki alveg viss- hugmyndaauðgin kannski aðeins meiri en ég átti von á í Fröken Stjörnu bókinni. Líklega læsi viðkomandi bloggið mitt og þar segir að mig langi til að verða fræg eins og fröken Stjörnu og það eru ekki svoooo margir í skólanum sem lesa bloggið. Ég var sem sagt farin að efast – fannst þessi manneskja þekkja mig betur en sú sem í upphafi ég ætlaði að væri leynivinurinn minn!
En í dag – þekkir sá mig sem skrifar svona fallegt um mig? Ef svarið er já – því tilhvers að skrifa þetta ef engin væri meiningin þá get ég ekki annað en lotið höfði í auðmýkt og þakkað fyrir mig.
Ég á eftir að geyma þetta og prenta út og geyma hjá kvótinu hans Baldurs. Það er svo mikil dásemd að ég les það í hvert eitt sinn sem mér finnst ég vera að tapa mér – sem er nokkrum sinnum í viku. Það á í mér hjartað auk þessara 14 dásamlegu miða sem ég fékk í dag!
,,Megrunarkúrar virka sjaldnast eins og þú veist enda ertu ekkert í MEGRUN, þú ert bara að breyta um lífstíl, þ.e. breyta mataræðinu og hreyfa þig meira, passa upp á svefn og hvíld og það vill svo til að þú ert búin að léttast um 20 kg við það. „
Og hvað er ég að kvarta? Þvílíkt vanþakklæti.
Markmið: Muna að þakka ykkur að kvöldi sérhvers dags!

Ég átti pabba

…og mömmu líka. Mér þótti óskaplega vænt um pabba alla tíð. Hann var orðinn gamall þegar hann átti mig – 55 ára og ég var orðin vel yfir tvítugt þegar ég vissi að hann hefði t.d. starfað fyrir UMFÍ lengi – kannski of lengi eins og gerðist.

Það er verið að gefa út bók um sögu UMFÍ og þar gæti þessi texti birst um hann pápa minn. Líklega má ég nú ekkert birta þetta hér – en ég bara get eiginlega ekki annað. Þið látið það ekki fara lengra.

Séra Eiríkur J. EiríkssonEiríkur Júlíus Eiríksson (1911-1987) fæddist í Vestmannaeyjum utan hjónabands og ólst upp á Eyrarbakka hjá móður sinni, Hildi Guðmundsdóttur, og foreldrum hennar. Faðir hans, Eiríkur Magnússon, fór til Ameríku um það leyti sem Eiríkur fæddist og kom ekki aftur til Íslands. Eiríkur gekk menntabrautina og snemma komu afburða námsgáfur hans í ljós. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1932 og lauk kennaraprófi tveimur árum síðar. Samtímis kennaranáminu las hann guðfræði við Háskóla Íslands og lauk þar prófi 1935. Hann kynnti sér skólamál í Basel í Sviss og á Norðurlöndum árin 1936-1937.Þessi ungi fjölmenntaði maður hefur væntanlega getað valið úr störfum en ákvað að gerast kennari við héraðsskólann að Núpi í Dýrafirði. Þar kenndi hann til 1942 en gerðist þá skólastjóri þegar hinn aldni ungmennafélagsfrömuður Björn Guðmundsson lét af störfum. Jafnframt skólastjórn og íslenskukennslu var hann sóknarprestur á staðnum. Séra Eiríkur var þróttmikill skólastjóri og veitti hundruðum ungmenna áhrifamikla leiðsögn. Árið 1960 söðlaði hann um, fluttist til Þingvalla og gerðist þar prestur, síðar prófastur, og þjóðgarðsvörður. Þeim störfum gegndi hann til sjötugs en flutti þá á Selfoss og bjó þar til æviloka.Eiríki var létt um að koma orðum sínum og hugsunum á blað og var sískrifandi alla ævi. Allar hans predikanir og ræður í hundraðatali eru til uppskrifaðar og snyrtilega frágengnar af höfundinum. Hann var einlægur trúmaður og ritaði mikið um kirkjuleg og trúarleg málefni. Þá skrifaði hann einnig nokkuð um sögulegan fróðleik auk þess að þýða nokkrar bækur. Eiríkur var manna orðsnjallastur og gat undirbúningslaust flutt áheyrilegustu ræður af þekkingu og andagift. Hann stóð teinréttur með luktum augum þegar hann talaði blaðalaust en það var honum jafntamt og flytja skrifaðar ræður. Hann flutti mál sitt skörulega, snjöllum, djúpum rómi og átti athygli áheyrenda. Málsnilld hans var ekki aðeins fólgin í meitluðu orðavali heldur einnig framsetningu tilbrigðaríkra tónbrigða sem risu og hnigu á eftirminnilegan hátt.Hann var í senn alvörumaður og mikill húmoristi, hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Við fyrstu sýn gat hann virst fáskiptinn en það fór fljótt af og sá mikli fjöldi sem hann eignaðist að vinum og félögum um ævina lagði fram þann einróma dóm að séra Eiríkur væri einn sá hlýlegasti og skemmtilegasti maður sem þeir hefðu kynnst. Minni hans var næstum óbrigðult, hann kunni mörg tungumál og virtist vita nokkur skil á innihaldi flestra bóka í hinu risavaxna bókasafni sínu. Séra Eiríkur var mikill aðdáandi danska kennimannsins og skáldsins Grundtvigs, sem var andlegur faðir dönsku lýðháskólanna en þeir voru einmitt fyrirmynd héraðsskólanna á Íslandi eins og Núpsskóla.Eiríkur J., eins og hann var oftast kallaður gekk ungur í hið gróskumikla Ungmennafélag Eyrarbakka sem dafnaði vel í höndum leiðtoganna Aðalsteins Sigmundssonar og Ingimars Jóhannessonar. Ein athyglisverðasta nýbreytni þeirra félaga var stofnun yngri deildar félagsins sem var einskonar uppeldisstofnun ungra Eyrbekkinga. Snemma kom í ljós hvað í Eiríki bjó og 13 ára gamall var hann orðinn formaður yngri deildarinnar. Þegar eldri deild félagsins hafði verðlaunasamkeppni um ritgerðarefnið: ‘Hvað er unnið við það að vera Íslendingur?’ árið 1924 var það hinn kornungi Eiríkur sem hlaut verðlaunin fyrir ritgerð sína. Hún birtist nokkru síðar í Skinfaxa og vakti athygli fyrir íhugun og vandaðan stíl. Aðalsteinn Sigmundsson studdi Eirík til náms fyrir gagnfræðapróf sem hann tók utanskóla. Eiríkur mat þetta drengskaparbragð Aðalsteins mikils og og lét elsta son sinn bera nafn hans.Árið 1938 þegar Aðalsteinn Sigmundsson lét af formennsku UMFÍ var Eiríkur J. Eiríksson einróma kosinn í hans stað. Hann var síðan formaður UMFÍ allt til ársins 1969 eða í 31 ár, margfalt lengur en nokkur annar maður. Eiríkur lagði líka fram krafta sína til Skinfaxa og var ritstjóri hans oftar en einu sinni. Fyrst árin 1940-1946 og aftur árin 1961-1969. Þarna bættist heldur betur við annasaman starfsdag prestsins, skólastjórans og þjóðgarðsvarðarins en séra Eiríkur var starfsamur maður og hugsjónaríkur sem ekki spurði um daglaun í krónum að kvöldi heldur hvort hann gæti orðið að liði.Árið 1938 kvæntist Eiríkur Kristínu Jónsdóttur frá Gemlufalli. Hún var mannkostakona og við hennar hlið naut Eiríkur sín best þó hann væri mikið að heiman vegna ýmissa starfa. Kristín var gestrisin svo af bar og veitti ekki af því þau voru vinmörg og margir litu inn á Þingvöllum. Hún bar einnig hita og þunga af uppeldi barnanna. Þau Eiríkur eignuðust ellefu börn en einn sonur þeirra lést á unga aldri. Eiríkur var ástríðufullur bókasafnari og í hans eigu var stærsta og vandaðasta bókasafn í einkaeign á Íslandi, þrjátíu þúsund bindi. Þessar bækur hafði hann allar lesið og síðustu árum sínum varði hann til að skrásetja og flokka safnið. Þau Eiríkur og Kristín gáfu að lokum Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi hið mikla bókasafn sitt og hefur ekki önnur bókagjöf verið gefin stærri á Íslandi.Sigurður Greipsson og Eiríkur J. Eiríksson voru afar samrýmdir enda báðir miklir ungmennafélagar. Sigurður setti saman þessar fallegu hendingar um góðvin sinn á þeirra efri árum.

Sterk er röddin,

tungutakið töfrum bundið,

varla betra verður fundið.

Meistara þennan munum lengi,

máls og anda,

mikilla sæva,

mikilla sanda.

Úr óútkominni bók um UMFÍ e. Jón M. Ívarsson

Mikið sakna ég hans oft. Þeirra beggja mömmu og hans.

Markmið varðandi…

Hmmmmmmmmmmmm
Ég held ég þurfi að endurskoða þessi markmið eitthvað?
Ég held það komi hvergi fram að ég ætli ekki að borða nammi alla daga!Ég meina það væri fínt markmið!

(er það smuga að ef ég ætla að léttast að þar inni geti verið að ég ætti ekki að vera að éta nammi alla daga? Ég hugsa að ég láti ekki reyna á það fyrr en ég vigta mig og guð má vita hvenær það verður!)
Þessi leynivinavika hér í skólanum er murderous – sælgæti út um allt og slakandi olíur inn á milli. Ég hins vegar fæ bara nammi og ef ég fæ ekki nammi þá ét ég það frá öðrum! En ég fékk frábæra bók í dag. Fröken Stjarna og það var búið að líma mynd af mér alls staðar í stað þessarar bláu dömu! Fröken stjörnu langar nefnilega að verða fræg og það eigum við náttúrulega sameiginlegt! Ja nema ég sé náttúrulega bara hún!

Já og ég held það komi til greina að hætta að drekka kaffi. Er ekki viss um að það passi minni skaphöfn sérlega vel!

Hmmmmmmmmmmmmm

Spinning að baki

Engir verkir undir iljunum, ekki sérlega aum í kálfunum, svoldið aum í herðunum, hælspori sem aldrei fyrr og ég var 20 mín að ná reglulegum hjartslætti. Sigurlín komst í 178 í púls. Ok ég djöflast ekki eins og Sigurlín en eitt lagið þarna – ég hélt hún dræpi okkur!

En tímarnir styttast og þetta er bara fínt mar… Bara gaman sko. Fínt. (ef ég segi það nógu oft man ég þá ekki klárlega betur eftir því í næstu viku að ég get þetta VEL!)

Og Heiðrún segir bara að ég sé ógeðslega dugleg og standi mig vel! Fitubollan atarna hún Ingveldur er amk ekki að draga sérlega af sér – en kannski ekki að leggja sig alveg nóg fram ég veit það ekki.

Skil samt vel að Baldur hafi sig ekki í þetta! Hann er áreiðnlega með fullt af fínum afsökunum pottormurinn atarna! Tíhíhí

Ægilega fín markmiðin mín – eina sem ég man er að ég á frí á miðvikudegi! Og eitthvað með verslun….

Heyrið þið bara allt fínt að frétta – ekkert mega dramakast í dag, bara í vitleysisgír. Og það er bara svoldið gaman af því.

Já og Palli fór að versla þannig að það markmiðið bara púff leystist af sjálfu sér en þessi skammtíma markmið eiga að vara í 6 vikur og ég á að ná þeim á þeim tíma en ekki á fyrsta degi. En ég næ nú þessu með hreyfinguna ha! Kýli á morgnana…

Ég hlýt að geta það…….

ha hu hummm

Ein ég sit hér og bíð

Búin að drekka kaffi þannig að það bunar út um eyrun á mér, láta eins og fífl á kennarafundi, svíkja sjálfan mig á því að vinna það sem ég ætlaði að gera í vinnunni – mér miðar ekkert með það. Ég er bara orðin letihaugur og er samt enn í vinnunni en er nú formlega hætt að vinna enda farin að blogga!

Ég er að fara í spinning! Og ég held ég kvíði því svolítið þó ég segi mér að þessi tími verði betri en sá síðasti – ég meina þetta er ekkert svo erfitt – bara erfitt 🙂

Enda sjáið þið að þetta er tóm sæla og ekkert annað. Tóm sæla. Hélt nú annars að Baldur ætlaði einhvern tímann að koma með mér en hann hefur nú eiginlega alveg svikið mig um það! Þorir kannski ekki, tíhíhí!

Heyrið þið mig – ég er búin að búa mér til markmið og ég ætla að setja þau hér inn því ég svoldið eftir að gleyma þeim held ég – ekki alveg búin að tileinka mér þau – enda á maður víst að gera það smám saman! Þau eiga ekki að nást á fyrsta degi heldur með æfingunni. Maður er bara alltaf að læra skoho.

Og nú ætla ég líka að anda svolítið – því ég er svoooo stressuð út af þessu spinning dæmi – þessari sælu og því!

En Ingveldur hér eru markmiðin þín og hana nú!

Markmið:
Skammtímamarkmið sem yrðu nú fín lífstiðarmarkmið fyir kaos-istann Ingveldi

Rautt er erfiðastbleikt er svoldið erfitt

Ljósblátt er minnsta málið (kannski auðvelt en ekki ægilegt)dökkblátt aðeins erfiðara.

Matur
Versla reglulega inn
(það fer um mig hrollur)
Elda (er einfaldara ef maturinn er til – þá er ég ekki svo slæm í því sko)
Vera komin heim ekki seinna en 18 til að elda
Borða skyr – jukk
Útbúa nesti og eiga eitthvað gáfulegt í skólanum
Endurskoða nammidagana – eitthvað annað en nammi!

Hreyfing
Fara í Styrk alla sunnudaga
Fara í morgunbrennslu/göngu með Bjart á mánudögum
Spinning á þriðjudögum
Hvíld á miðvikudegi
Morgunbrennsla á fimmtudegi (og mig langar gasalega prófa að fara tvisvar í viku í spinning við og við en það verður nú svoldið í það – miðtímamarkmið kannski ;-))
Föstudagur er uppáhaldið í Styrk.
Og svo er kominn sunnudagur enn á ný.
Ganga með Bjart á laugardegi og helst á sunnudegi líka. Þarf ekki endilega að vera mjög langt en amk 20 – 40 mín.

There you are!

Þrjár stjörnur

Fór í morgun í Styrk í brennslu og ég set bara allt heila klabbið hér inn – þrjár stjörnur hvað?
Stærðarhlutföll reikistjarnanna
Á þessari mynd sjást reikistjörnunar í réttum stærðarhlutföllum. Frá sólu talið eru reikistjörnurnar Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Hnötturinn Plútó er einnig með á myndinni. Þvermál Júpíters er 11 sinnum meira en þvermál jarðar og þvermál sólar er 103 sinnum meira en þvermál jarðar.
Mynd: Lunar and Planetary Laboratory

Helgin að baki

Jahá! Það er bara aldeilis klukkan að verða 23 og ég er ekki farin að sofa enn! Allt útlit fyrir að ég fari ekki í morgungöngu í fyrramálið enda náttúrulega óskaplega kalt og það allt saman!

Ég fór nú samt í Styrk í dag og var bara dugleg skal ég segja ykkur. Var loksins að paufast við svipaða þyngd og hér í eina tíð fyrir efri hlutann en hálsinn og eitthvað almennt væl hefur komið í veg fyrir það en nían er bara skítlétt á ógeðsvélinni orðið 😉 á 20 mínútunum (aftur). Voða gaman – og Palli kom með og stóð sig bara eins og hetja – keypti sér meira að segja 10 skipta kort karlinn! Batnandi fólki er best að lifa og það allt saman er það ekki?

En hvað svo sem um allt annað held ég að best sé að segja sem minnst. Get ég ekki bara sett það þannig upp að ég hangi á hreyfingunni og það sé betra en að gera ekki neitt og hitt sem ég þarf að huga að verður bara að gerast smám saman ha hu hummm….

Góðir hlutir gerast hægt og það allt saman.

En ég er uppgefin á mörgu og finnst allt mögulegt ótrúlega erfitt, flókið og snúið og ég get svo sem ekki einu sinni neinu lofað hvað varðar hreyfinguna.

En ég fór í dag og ég fór í gær og … ég myndi vilja óska að ég færi í fyrramálið…

Ætti ég að setja mér það sem markmið? Ef það tekst þá fær ég þrjár stjörnur af þremur mögulegum þann daginn I swear.