Aðeins meira um Árna Johnsen

Stjörnuspáin mín í dag – ferlega fín 🙂

Embrace the jovial feeling of the day, and relax as the masculine and feminine parts of your personality come together on the same page, Inga. You will find that relationships with others go especially well today, as long as you don’t get too reactive towards the situation. This is a day to have fun. Enjoy the company around you and don’t worry about yesterday or tomorrow. Your job is to live.

–00–
En ég þarf aðeins að tala um hann Árna og okkur hin.
Ég er nú reyndar farin að hallast að því að vandamálið sé ekki Árni Jónsen heldur við hin. Ég er svo mikið að hugsa um þetta – og var að því áður en ummælin umtæknilegu mistökin hans komu til.
Sko:
Fólk vill borga öðru fólki 400 – endalausar kr. fyrir að passa peninga og sýsla með þá.
Kennarar og leikskólakennarar eru með um 200 þús kr.. Það vill enginn hafa dæmdan perra í vinnu á leikskóla eða í skóla. Eðlilega. Það er hreinlega ekki forsvaranlegt að láta nokkurn þann vinna þar sem ekki hefur óflekkað mannorð í þeim efnum – og svo sem í fleiru líka, því börnin skipta svo miklu máli. Þau eru það dýrmætasta sem við eigum. það þarf sem allra best fólk til að hugsa um þau. Rétt.
Ef laun segja eitthvað til um ábyrg’ í starfi þá eru peningar okkur þó mikilvægari en börnin. Þeir sem sýsla með þá, útdeila og verna þá og hjálpa þeim að vaxa fá betur greitt en þeir sem hugsa um börnin. En þar mega vera þjófar þó vera að störfum. Þar mega menn vinna sem hafa fengið dóm um að vera ekki traustsins verðir.
Eftir að afplánun lýkur vegna þjófnaðarins er syndaregistrið horfið – hviss búmm. Dæmdur barnaníðingur á og ætti aldrei að vinna með börnum en það er víst annað með peningaþjófinn – hann er hvítþveginn eftir steinaútskruð á Kvíabryggju. Nú má treysta honum fyrir fjárhag íslenska ríkisins – og stundum heyrir maður meira að segja að hann sé ekki verri en aðrir og megi því alveg hreint fara á þing, í ráðherrastól og gott ef ekki forsætisráðherra á góðum degi (í Eyjum).
Hvað er í gangi hér? Er fólk algjörlega búið að tapa sér? Er engin skynsemisglæta orðin eftir í kollinum á okkur?
Hver er forgangsröðunin? Hvar er siðfræðin? Hvar er það að vera samkvæmur sjálfum sér? Er þetta þjóðfélagið sem við viljum, er þetta það birtingaform sem við viljum sjá af lýðræðinu? Er þetta lýðræði -er það lýðræði að múgsefjun Eyjamanna og misundarlega áttaðra Sunnlendinga skuli færa okkur þjóf sem vörð í fjárhirslum okkar?
Svari hver fyrir sig
Ég þekki Árna ekki neitt, hann hefur ekki gert mér neinn greiða, mér finnst hann ekki einu sinni sérlega skemmtilegur í Frægir í formm, finnst Berglind mín þar vera miklu frambærilegri – og meira að segja ég heyri að hann getur ekki sungið fyrir fimm aura. Þess vegna valdi ég hann ekki í prófkjöri og þess vegna kem ég aldrei til með að skjósa Sjálfstæðismenn til valda hvorki nú né síðar – þó fleira spili nú þar inn í.

Færðu inn athugasemd