Tæknileg mistök

Það er gaman að vera kennari þó það sé stundum svolítið erfitt. Maður þarf að rífast svolítið og vera samkvæmur sjálfum sér og svona. Í gær var ég að rekast í nemanda sem vildi ekki gera ákveðinn hlut og sagði að ég væri bara að búa til ákveðna vinnureglu þar og þá og hann hefði nú ekki séð aðra nemendur þurfa að gera þetta sem ég vildi að hann gerði.

Ég sagði að það gæti svo sem vel verið – ég vissi ekki hvað aðrir þyrftu að gera en þessi regla væri til og eftir henni ætti viðkomandi að fara, ef það væri ekki alltaf svo þá væru það slæmt. Ekki þótti nemandanum það gott nema þá sagði annar nemandi: ,,Það eru þá bara tæknileg mistök ef það hafa ekki allir þurft að gera þetta!“ Og þar með var málið útrætt. Nemandi hlýddi mér orðalaust og öllum var ljóst að tæknileg mistök gætu allir gert og þau væru af því tagi að ekki þyrfti neitt að amast við þeim heldur bara eðlilegur hlutur sem ekkert væri heldur hægt að gera við.

Já það er dásamlegt hvað sjálfstæðismenn hér á Suðurlandi hafa kosið yfir okkur hin – og bragð er þá barnið finnur.

Ég á sem betur fer plaggið sem Árni sendi með nöfnum stuðningsmanna sinna – það er bara ágætt að hafa það við höndina svo maður geti varað sig á því fólki því í alvöru þá held ég bara að það geti ekki verið í lagi að láta dæmdan þjóf – og það engan Robin Hood heldur stal hann frá almúganum, vera þingmann okkar – já og kannski bara í ríkisstjórn sem ráðherra.

Það er nú annað en þeir sem þurfa að vinna hjá KÓK eða á leikskóla eða hvar sem er bara – þar þarf nánast að afhenda dna, sakavottorð og hvur veit hvað áður en umsóknin er svo mikið sem móttekin en á þing getur hver sem er komist og farið þar um eins og honum sýnist því Íslendingum finnst það bara fyndið!

og svo syngur maðurinn ekki einu sinni vel!

Frægir í form hvað –

hrmpf

Færðu inn athugasemd