Það er nú eitt og annað búð að gerast hér í þessu húsi í dag skal ég segja ykkur. Seríur komnar í alla glugga nema tvo. Búin að taka til í eldhúsinu og losa mig við ýmislegt torkennilegt dót þaðan sem hefur safnast þar upp í gegnum tíðina.
Fór í pottinn í lauginni því ég er aum í fótunum eftir skóna og labbið, dansinn og fjörið í gær (þó ég hafi nú lítið dansað) og svo er ég bara svona almennt aum í fótunum. Mikið álag á þeim greyjunum :-). Þeir standa sig nú vel stólparnir atarna þó þeir verði ekki næstu árin notaðir í sokkabuxna-auglýsingar :-).
Svoldið snemmt að hafa kveikt á seríunum en ég ákvað nú bara að gera það samt. Æ það er eitthvað svo dimmt og svo finnst manni þær alltaf hana of stutt þegar maður tekur þær niður eftir jólin. Gaman að sjá líka glampandi gluggana – þeir eru bara svolítið óhreinir að utan – þyrfti að koma hlýindi svo ég gæti gert eitthvað í því. 
Já og svo er ég ekki með neinn óhreinan þvott í vaskahúsinu!
ÉG þarf að fá mér svona, það er bara ekki hægt að þvo hér og þurrka í þessu húsi. Onei. Þetta er efst á óskalistanum. þegar ég verð búin að grafa mig niður úr skuldafeninu þá fæ ég mér svona :-).
Það er eiginlega sáluhjálparatriði. Kannski kemur einhvern tímann eitthvað út úr augnslysinu hjá Páli – hver veit.
Afhverju ætli maður verði aumur í fingurgómunum og svo sár ofan á fingrunum að hárið á manni sker í mann sár? Já og svo þurr á kálfunum að það nálgast klikkun? Hef nú bara ekki lent í svonalöguðu fyrr ég verð að segja það og kalla ég nú ekki allt ömmu mína í þurrk á kálfunum málum!
En nóg um þetta og nú að erindinu – meta hvernig gengur með markmiðin mín sem ég man eiginlega aldrei alveg hver eru!
Markmið:
Skammtímamarkmið sem yrðu nú fín lífstiðarmarkmið fyir kaos-istann Ingveldi
Rautt gekk vel
Blátt gekk verr
Matur
Versla reglulega inn (það fer um mig hrollur)
Palli hefur séð um það – allt í góðu!
Elda (er einfaldara ef maturinn er til – þá er ég ekki svo slæm í því sko)
Fæ fínan mat hjá Palla nema einu sinni einhvern skyndimat, feitan og ógeðslegan!
Vera komin heim ekki seinna en 18 til að elda
Var nú annasöm vika og þar að auki Páll heima en ég var oftast komin heim um sex 🙂 eða aðeins seinna!
Borða skyr – jukk
Heyrðu eitthvað borðaði ég af skyri en ekki nóg
Útbúa nesti og eiga eitthvað gáfulegt í skólanum
Ekki einu sinni vísir að því – borðaði nammi og drakk kaffi í staðinn
Endurskoða nammidagana – eitthvað annað en nammi!
Sbr hér að ofan þá náttúrulega var þetta ekki alveg að gera sig en… það var nú leynivinivika og ég fékk mér enga sæta köku í erfinu í gær og ekki heldur í asíska kennarapartíinu í gærkveldi! Á ég þá ekki eiginlega inni nammidag?
Hreyfing
Fara í Styrk alla sunnudaga
Fór síðast og fer á morgun!
Fara í morgunbrennslu/göngu með Bjart á mánudögum
Done – brennsla
Spinning á þriðjudögum
Done
Hvíld á miðvikudegi
zzzzzzzz
Morgunbrennsla á fimmtudegi (og mig langar gasalega prófa að fara tvisvar í viku í spinning við og við en það verður nú svoldið í það – miðtímamarkmið kannski ;-))
Done
Föstudagur er uppáhaldið í Styrk.
Jarðaför þannig að ég tók 40 samfellda brennslu áður en kennsla hófst – æði!
Og svo er kominn sunnudagur enn á ný.
Jebb!
Ganga með Bjart á laugardegi og helst á sunnudegi líka.
Ekkert labbað með Bjart í dag en ég labbaði í nótt 😉 telst það ekki með? en við förum aðeins í skóginn á morgun
Þarf ekki endilega að vera mjög langt en amk 20 – 40 mín.
Það er meira blátt matarmegin – ha hu humm – skrítið
Hreyfingin er alveg að gera sig samkvæmt markmiðum. Best að halda sama tempói næstu viku. Kannski má lengja morgunbrennsluna þegar því er við komið og maður er í stuði!
Þarf að halda matardagbók – þá kannski held ég betur utanum þetta og segi ekki bara að þetta sé í lagi. Hef þá ákveðna sönnun 😉