Það er náttúrulega eitt að drekka kaffi

…en svo er annað að drekka kaffi! Hversu mikið kaffi er t.d. hægt að drekka á einum degi án þess að verða vitlaus? Er búið að kanna áhrif kaffidrykkju í megrun? Miðað við allt og allt þá hlýtur það að hafa jákvæð áhrif ég segi nú ekki meir að sinni – það væri too much sko!

En þar sem mér almennt finnst ég vera svoldill auli – stundum mikill þá er gott að eiga leynivin sem heldur annað og pakkar því í box með ekki svo mjög óhollu nammi (ég hugsa að hann hafi ætlað mér að borða nammi yfir ákveðinn tíma sem þó væri meira en einn dagur! Enda er ég ekkert búin með það!) En sem sagt sjálfstyrking er jákvæð – egóflipp jafnvel nauðsynleg. En sem sagt í sæta boxinum mínu með kókosnum voru 14 miðar með svo fallegu um mig að ég hef tárast reglulega í dag yfir yndislegheitunum – í þeirri von og trú að enginn myndi setja svona á blað í box nema meina það!

Og þar sem ég ætla að fara að hugsa um styrk minn en ekki veikleika alltaf hreint deili ég þessum dásamlegum molum með ykkur og þá meina ég ekki kókosnum. Ég byrja á kennaranum:

Þú ert góður kennari!
Þú ert leiðtogi 🙂
Þú ert skemmtilegur samstarfsfélagi 🙂
Þú ert útsjónarsöm
Þú ert klár!
Þú ert dugleg!
Þú ert kraftmikil!
Þú ert umhyggjusöm 🙂
Þú ert góð!
Þú ert kát 🙂
Þú ert fyndin:-)
Þú ert skemmtileg 🙂
Þú ert frábær:-)
Þú ert æði:-)
Ég er algörlega bergnumin og tárvot um hvarmana enn einu sinni!
Á fyrsta degi var ég viss um hver leynivinurinn minn – þekkti mig svona hæfilega mikið – væri ekki búin að vera lengi í Sunnulæk.
Á þriðjudag var ég enn nokkuð viss – fékk stjörnur af ýmsum tegundum.
Þriðja daginn var ég svo sem ekki alveg viss- hugmyndaauðgin kannski aðeins meiri en ég átti von á í Fröken Stjörnu bókinni. Líklega læsi viðkomandi bloggið mitt og þar segir að mig langi til að verða fræg eins og fröken Stjörnu og það eru ekki svoooo margir í skólanum sem lesa bloggið. Ég var sem sagt farin að efast – fannst þessi manneskja þekkja mig betur en sú sem í upphafi ég ætlaði að væri leynivinurinn minn!
En í dag – þekkir sá mig sem skrifar svona fallegt um mig? Ef svarið er já – því tilhvers að skrifa þetta ef engin væri meiningin þá get ég ekki annað en lotið höfði í auðmýkt og þakkað fyrir mig.
Ég á eftir að geyma þetta og prenta út og geyma hjá kvótinu hans Baldurs. Það er svo mikil dásemd að ég les það í hvert eitt sinn sem mér finnst ég vera að tapa mér – sem er nokkrum sinnum í viku. Það á í mér hjartað auk þessara 14 dásamlegu miða sem ég fékk í dag!
,,Megrunarkúrar virka sjaldnast eins og þú veist enda ertu ekkert í MEGRUN, þú ert bara að breyta um lífstíl, þ.e. breyta mataræðinu og hreyfa þig meira, passa upp á svefn og hvíld og það vill svo til að þú ert búin að léttast um 20 kg við það. „
Og hvað er ég að kvarta? Þvílíkt vanþakklæti.
Markmið: Muna að þakka ykkur að kvöldi sérhvers dags!

3 athugasemdir á “Það er náttúrulega eitt að drekka kaffi

Færðu inn athugasemd