Ein ég sit hér og bíð

Búin að drekka kaffi þannig að það bunar út um eyrun á mér, láta eins og fífl á kennarafundi, svíkja sjálfan mig á því að vinna það sem ég ætlaði að gera í vinnunni – mér miðar ekkert með það. Ég er bara orðin letihaugur og er samt enn í vinnunni en er nú formlega hætt að vinna enda farin að blogga!

Ég er að fara í spinning! Og ég held ég kvíði því svolítið þó ég segi mér að þessi tími verði betri en sá síðasti – ég meina þetta er ekkert svo erfitt – bara erfitt 🙂

Enda sjáið þið að þetta er tóm sæla og ekkert annað. Tóm sæla. Hélt nú annars að Baldur ætlaði einhvern tímann að koma með mér en hann hefur nú eiginlega alveg svikið mig um það! Þorir kannski ekki, tíhíhí!

Heyrið þið mig – ég er búin að búa mér til markmið og ég ætla að setja þau hér inn því ég svoldið eftir að gleyma þeim held ég – ekki alveg búin að tileinka mér þau – enda á maður víst að gera það smám saman! Þau eiga ekki að nást á fyrsta degi heldur með æfingunni. Maður er bara alltaf að læra skoho.

Og nú ætla ég líka að anda svolítið – því ég er svoooo stressuð út af þessu spinning dæmi – þessari sælu og því!

En Ingveldur hér eru markmiðin þín og hana nú!

Markmið:
Skammtímamarkmið sem yrðu nú fín lífstiðarmarkmið fyir kaos-istann Ingveldi

Rautt er erfiðastbleikt er svoldið erfitt

Ljósblátt er minnsta málið (kannski auðvelt en ekki ægilegt)dökkblátt aðeins erfiðara.

Matur
Versla reglulega inn
(það fer um mig hrollur)
Elda (er einfaldara ef maturinn er til – þá er ég ekki svo slæm í því sko)
Vera komin heim ekki seinna en 18 til að elda
Borða skyr – jukk
Útbúa nesti og eiga eitthvað gáfulegt í skólanum
Endurskoða nammidagana – eitthvað annað en nammi!

Hreyfing
Fara í Styrk alla sunnudaga
Fara í morgunbrennslu/göngu með Bjart á mánudögum
Spinning á þriðjudögum
Hvíld á miðvikudegi
Morgunbrennsla á fimmtudegi (og mig langar gasalega prófa að fara tvisvar í viku í spinning við og við en það verður nú svoldið í það – miðtímamarkmið kannski ;-))
Föstudagur er uppáhaldið í Styrk.
Og svo er kominn sunnudagur enn á ný.
Ganga með Bjart á laugardegi og helst á sunnudegi líka. Þarf ekki endilega að vera mjög langt en amk 20 – 40 mín.

There you are!

Færðu inn athugasemd