Helgin að baki

Jahá! Það er bara aldeilis klukkan að verða 23 og ég er ekki farin að sofa enn! Allt útlit fyrir að ég fari ekki í morgungöngu í fyrramálið enda náttúrulega óskaplega kalt og það allt saman!

Ég fór nú samt í Styrk í dag og var bara dugleg skal ég segja ykkur. Var loksins að paufast við svipaða þyngd og hér í eina tíð fyrir efri hlutann en hálsinn og eitthvað almennt væl hefur komið í veg fyrir það en nían er bara skítlétt á ógeðsvélinni orðið 😉 á 20 mínútunum (aftur). Voða gaman – og Palli kom með og stóð sig bara eins og hetja – keypti sér meira að segja 10 skipta kort karlinn! Batnandi fólki er best að lifa og það allt saman er það ekki?

En hvað svo sem um allt annað held ég að best sé að segja sem minnst. Get ég ekki bara sett það þannig upp að ég hangi á hreyfingunni og það sé betra en að gera ekki neitt og hitt sem ég þarf að huga að verður bara að gerast smám saman ha hu hummm….

Góðir hlutir gerast hægt og það allt saman.

En ég er uppgefin á mörgu og finnst allt mögulegt ótrúlega erfitt, flókið og snúið og ég get svo sem ekki einu sinni neinu lofað hvað varðar hreyfinguna.

En ég fór í dag og ég fór í gær og … ég myndi vilja óska að ég færi í fyrramálið…

Ætti ég að setja mér það sem markmið? Ef það tekst þá fær ég þrjár stjörnur af þremur mögulegum þann daginn I swear.

Færðu inn athugasemd