Mynd frá Rúnavík í Færeyjum þar sem ég held að Pallinn minn sé að smíða eitthvað – brú eða eitthvað…. Hmmmm ætti nú kannski að spyrja að því hvað hann sé að sýsla þar. Ég held reyndar að það hljóti að hafa verið teknar margar myndir þennan dag í Rúnavík – ég held satt að segja að það sé aldrei snjór í Færeyjum nema í algjörum undantekningartilfellum. Palli myndi amk vilja frekar hafa snjó en rigningu alltaf hreint. Hann er að verða smá oggu þreyttur á henni. Anganóran mín. En svona lítur nú Rúna vík út núna:Og hér má finna fullt af vefmyndavélum í Færeyjum sem er náttúrulega krúttlegasti staður í heimi.
En þar sem hann Páll verður í allnokkru stoppi núna eða 10 daga þá stendur nú mikið til og ekki gengur að liggja í þunglyndi, vonleysi, volæði og aumingjaskap þannig að það var sett á hold þar til á mánudag amk! Vona að sunnudagurinn sleppi… Það er svo fín og merkileg tiltektaráætlun hjá okkur hjónunum þá að minnsta kosti.
Nú er verið að færa til og breyta og voða gaman og gaman. Langþráð stund runninum upp. Erfiðast hefur verið að koma Páli út úr bílnum en ég virðist á köflum vera orðin mun hraðskreiðari en hann og vippa mér af meiri fimi út úr bílnum stend svo og dáist að sjálfri mér fyrir flýtinni og lipurðina á meðan hann paufast þetta út úr bílnum blessaður!
Jamm, við fórum í göngutúr í 13°C frosti í morgun í Þrastarskógi með Bjart – förum aftur á morgun og þá er líka Styrk dagur – vonandi kemur Palli með, hann vill þó meina að hann eigi ekki viðeigandi klæðnað. Það eru svo fáir á sunnudögum að hann gæti alveg verið á sundskýlunni bara tíhíhi. Það myndi honum nú finnast svei mér skemmtilegt! Og ég fékk mér hafragraut í morgun eftir langt hlé. Þetta hlýtur að vera á uppleið. Ég er amk búin að fatta smá afhverju ég hef verið svona ómöguleg og þá er bara að taka á því. Það tengist líkamsrækt ekki neitt, mataræði svolítið mikið og öðru enn meira.
En þið sjáið hvað gerist – ég hressist og blogga þá aðeins meira… enda svo sem ekkert gaman að lesa endalaust væl og sögur af aumingjaskap mínum. Ég verð eiginlega líka að hætta að enda allar hugsanir á því að ég sá aumingi… og svo þarf ég að setja mér markmið, ég held ég þurfi meira að segja að setja mér þrjú ólík markmið stutt, lang og milli eitthvað… Það segja allir að það sé ægilega mikilvægt. Og svo þyrfti ég að finna mér ástæðu líka – það væri gott.
Alltaf nóg að sýsla.
Lof jú Ingos

