Spinning oh my god!

Já já er það ekki bara! Ég held ég sé orðin galin. Ég hef ákveðið að mæta í spinning tíma og þegar ég var að skrá mig þá fékk afgreiðslukonan áfall og ég gleymi ekki svipnum á henni!
Ég er verulega farin að sjá eftir þessari ákvörðun þó Baldur hafi fulla trú á mér því ég er náttúrulega í svo góðu formi sjáið þið til!
En come on ég geri ekki meira en ég get ha og allt er betra en ekki neitt – ég hef nú alveg getað verið í 50 mín í brennslu en kannski ekki alveg stannnnnnnnnnslaust!
Ég held þetta hafi verið dómgreindarleysi. Ég held ég þurfi að finna mér eitthvað róandi. Ekkert kaffi það sem eftir lifir dag – oh my god!

2 athugasemdir á “Spinning oh my god!

  1. Spinning er FRÁBÆRT. Það tók mig marga mánuði að þora að prófa – en það var ekki aftur snúið eftir það. Það besta við spinning er að þú getur algerlega stjórnað þyngdinni eftir því í hvernig skapi maður er í – svo að þetta þarf ekki að vera svo erfitt – bara gaman (sérstaklega ef það eru spiluð skemmtileg lög)!!

    Góða skemmtun – Erla

    Líkar við

Færðu inn athugasemd