Ja hérna hér ég hef komist að því að ég bara verð að lesa héraðsfréttablöðin, þetta er ekki að gera sig að sleppa því – fyrr en þá um helgar. Nú verð ég að hætta þessu molbúalífi sem ég hef lifað síðan ég flutti á Selfoss. Einu sinni var ég nú svolítið félagsmálatröll… Svona smá að minnsta kosti.
En sem sagt ég settist niður í morgun að lesa blöðin í fyrsta skipti í margar vikur – og hálsinn hefur ekki auðveldað mér þá iðju skal ég ykkur segja. Leiðinlegt að lesa blöð hallandi sér aftur í stól – ja nema það sé þá Lazy Boy.
Nú afþví ég las ekki hérðasfréttablöðin (og er ekki lengur félagsmálatröll nema þá í dvala) þá missti ég t.d. nú sem áður af bókamessunum hjá Bjarna Harðar, nú var Þórhallur Heimis hjá honum á fimmtudaginn gamall skólabróðir hans, ég er nú svo sem ekki sérlega hrifin af Þórhalli en það er svo sem gaman að heyra hvað hann er að pæla varðandi hjónabandið.
Enn verra var að ég missti af Magna í Ölfushöllinni – ekki að ég hefði nema kannski farið – nema þá á barnatónleikana – kannski getað boðið einhverjum með mér af yngri kynslóðinni – það hefði ekki litið eins illa út og mæta ein :-). En amk er ferlegt að hafa ekki hugsað um að fara – kannski ætti ég bara að fara á stóru tónleikana 30 nóv – langar nú ekki sérlega mikið – er ekki mikið fyrir hávaða satt að segja! En hver veit.
Nú svo var prófkjör um helgina. Ég stóð mig nú ekki nógu vel í því að styðja hana Ragnheiði mína en þó hringdi ég svolítið út og hugsaði fallega til hennar :-). Annars er merkilegt að nú á að sameina allt og allir vera vinir – kjördæmin orðin risastór og þá snýst allt um að Selfoss og Suðurland sameinist gegnu Eyjamönnum og Suðurnesjunum því lets face it – hagsmunirnir eru nú ekki alveg þeir sömu. Og vice versa. Þannig að kannski eykst bara hrepparígurinn til muna við allar þessar sameiningar og blessaðar jaðarbyggðirnar sitja alltaf á hakanum. Frambjóðendur sem búa einhver staðar í Skaftafellssýslu eiga ekki sömu möguleika á að komast og þing og Eyjamaður t.d. – ja nema þú sért Framsóknarmaður kannski.
Svo var ég að lesa í þessum hérðasfréttablöðum að Styrkur eigi að vera áfram í Gagnheiðinni en hótelið eigi að vera viðbót og vera svona ægilega glæsilegt! Meira snobbið í kringum þessa heilsurækt alltaf hreint- eitthvað má nú samt á milli vera – þetta hefði ég t.d. alls ekki vitað nema ég hefði lesið hérðasfréttablöðin. Það á að flikka eitthvað upp á Gagnheiðina og þar eiga heyrðist mér sjúkraþjálfararnir að vera áfram. Þetta verður nú svei mér spennandi – að sjá hvernig þetta fer allt saman. Það má svo sem alveg flikka upp á Styrk svo mikið er víst – stundum finnst mér líka hreinlega að það megi þrífa þar t.d. eins og tækin – dj sem þau eru óhrein núna t.d. En ég ætla ekki að láta þetta fara í taugarnar á mér, þetta er bara svona og þetta hefur gagnast mér hingað til.
Annað sem ég hef ekkert fjallað um hér á blogginu mínu er hin stórkostlega ákvörðun bæjarráðs að flytja ekki nemendur úr Vallaskóla yfir í Sunnulæk þegar sá síðarnefndi verður fullbyggður. Mér finnst það frábærlega ábyrg og skynsamlega ákvörðun og sýnir að þrátt fyrir allt þá er sveitarstjórnarmönnum ekki alls varnað – og það þó þeir séu sjálfstæðismenn og eða framsóknarmenn. Ég þakka kærlega fyrir það – hvar sem ég nú verð í framtíðinni.
En annars nóg í bili. Það eru ýmis verkefni sem bíða mín í dag – ég ætla samt bara að sjá til hvort ég nenni að sinna þeim. Ég þyrfti t.d. að fara í Bónus, mig langar líka í sund – en það er nú líklega of mikið rok til að maður njóti þess, ég þarf líka að taka hér aðeins til svo ekki sé nú minnst á þvottinn! Lærdómurinn bíður og svo er ég að fara í Styrk nú innan tíðar.
Ég stefni svo á skólann á morgun því mér líður miklu betur. Það verður fróðlegt að finna hvernig ég kem undan deginum og þeim verkefnum sem hann færir mér.
Kveðja frá Ingu héraðsblaðalesara

Ég á stundum við þetta vandamál að stríða, ég safna saman öllum héraðsblöðunum í einn bunka og þar eru þau oft fram á sunnudag eða svo, og þá er ég búin að missa af öllum skemmtilegu viðburðunum sem ég hefði hvort eð er ekki farið á. Hm, flókið?
Nei, maður má nú láta sig langa og stundum aulast maður út og tekur þátt. Ég var alltaf úti hér áður fyrr, það er ansi magnað að lesa dagbækurnar mínar frá því að ég bjó í Rvk og frá því að ég var í FSu. Endalaust stuð. Ætli maður hafi kannski klárað kvótann?
Líkar viðLíkar við