Jæja þá hefur toppnum verið náð í mínu lífi – komin í DV að vísu ónafngreind en samt – það hlýtur að vera ákveðinn áfangi í lífi hvers Íslendings að lenda þar. Eðli viðtala er sá að þar birtist álit og raunveruleiki þess sem rætt er við og þegar fleiri koma við sögu heldur hann einn þá geta skrítnir hlutir gerst. Einungis ein hlið málsins er sögð. Og það er allt í lagi nema þegar verið er að ata aðra sauri og gera þeim upp skoðanir og tilfinningar. Og meira að segja þá er það í lagi því DV segir bara frá því sem fólk þarf að vita – sannleikann. Og ég get alveg þolað að vera vondi enskukennarinn í Ljósafossskóla í lífi einhvers. Leiðinlegt vissulega en maður getur aldrei gert meira eða betur en innistæða er fyrir. Ég vona að stelpusílið öðlist hamingju og sálarró. Ég veit amk að það er heilmikil vinna að öðlast það og uppsprettuna að því er ekki að finna í gjörðum annarra heldur innra með manni sjálfum, þar býr fyrirgefningin. Það er vont að kenna öðrum um – og enn erfiðara að breyta þeim.
Það er að skella á mikið óveður hér – og vona að grillið komi ekki inn um stofuhurðina í nótt og þakið hangi á húsinu. Já og að nágrannarnir hafi gert eitthvað varðandi trampólínin sín – þau flugu víða í síðasta roki.
Ég held að þetta sé fyrsti dagurinn í tvær vikur sem ég er sæmileg. Og ég finn að ég á heldur auðveldara með að hugsa og sjá hlutina í einhvers konar samhengi. Ég hef samt ekkert getað lært í dag – það er svo erfitt að horfa niður – er fín ef ég hef hálsin beinan og heldur er ég að reyna að halla honum aftur á bak – langar ekki að hafa framstæðan haus og vaggandi göngulag. Held bara að það geti ekki verið flott að sjá! Christ!
Ég ætla að reyna að læra í fyrramálið. Lendi í vandræðum ef ég geri það ekki. Er alveg viss um það.
Hafið þið einhverjar góðar hugmyndir um starf fyrir mig? Ætli maður geti verið námsefnishöfundur? Eða rithöfundur? Eða bara símadama?
Markmið morgundagsins eru sem sagt:
Sofa út
Læra smá og svoldið
Fara í Styrk
Fara í heita pottinn í lauginni og gufuna
Hvíla sig vel og lengi svo ég geti mætt í vinnu á mánudaginn og verið hress.
Ein hvers staðar þarf ég að koma Bónus ferð að… mataræðið hefur bara ekki verið í nógu góðu standi síðustu daga. Afhverju fer það alltaf til fjandans við og við?
Afþví mig langar ekki nógu mikið til að breyta því?
Afþví ég þoli ekki að fara í búð?
Afþví ég nenni ekki að elda?
Afþví að ég er svo óskipulögð?
Ég þarf bara að eiga ráðskonu sem eldar fyrir mig – ég stend bara í of mörgu ein. Jább það er ástæðan.
