- Ekkert annað til (sem viðkomandi langar í)

- Ægilegt sykurfall sem verður að laga hið snarasta
- Rosalegt tilboð á þessum vörum sem ekki er hægt að láta fram hjá sér fara en þær eru á síðasta söludegi og þurfa því að vera borðaðar strax.
- Hálsverkir skerða blóðstreymi til heilans og því er ómögulegt fyrir viðkomandi að taka ábyrga og skynsamlega ákvörðun
- Viðkomandi hefur bara unnið sér inn þann rétt
- Viðkomandi er ekki sjálfrátt af sjálfsvorkunn
Já þetta er nú svona nokkur atriði sem mér dettur í hug ekki að þetta mál snerti mig annars á nokkurn annan hátt heldur bara svona ímyndaðan. Enda veit sjúkraþjálfarinn minn vel að ímyndunaraflið mitt er afar fjörugt. Kannski er það bara hörmungahyggjan sem kom þessari súkkulaðihugsun af stað ha?
En ég er heima í dag. Ég fór í skólann í gær -VOND HUGMYND. Allir sögðu nú samt að ég liti betur út en í síðustu viku og það allt saman en ég leit ekki sérlega vel út seinni partinn. Gafst upp á að reyna að halda uppi vitrænum samræðum við nokkurn mann og fór í rúmið kl 18 og hvíldi minn þreytta haus á kælipoka, koddum og eða engu. Borðaði svo bara alls konar verkjapillur. Svaf svo ágætlega í nótt – líklega vegna góðra efni :-).
Fór svo út í Styrk í morgun á ógeðstækið og hjólið en bara í rúmar 20 mín. Það hins vegar dugði til að ég svitanði þvílíkt – það lak af mér svitinn – geggjað. Ég tek nú ekki svona á í labbinu úti þannig vonandi skilar þetta fínu. Mér leiddist ekkert voða mikið – fínt að skipta þessu svona í tvennt þegar andlegt úthald er ekki meira en raun ber vitni! Finnst enn asnalegt að mæta í Styrk en ekki vinnu en það rjátlast nú af mér t.d. bara núna þegar ég er búin að vera á stjákli í 40 mín – nú verð ég bara að fara að leggja höfuðuð á mér upp við eittthvað.
Ekkert er komið frá læknunum um myndirnar – það hlýtur að skila sér bráðum. Gylfi hringir í dag áreiðanlega.
Ég fór í nálar í morgun. Og vitið þið það nálar eru undur! En það hef ég líklega sagt ykkur áður.
Ég veit nú ekkert hvort ég fékk fínu fínu nálarnar eins og síðast – þessar sem lögðust á sálina mína ásamt vinstri hliðinni en sniðugt var þetta nú samt. Fyrst fann ég nú ekki fyrir neinu nema ég er farin að finna meira fyrir því þegar hann stingur sem er gott þá er líkaminn ekki dofinn eins og Doðinn sjálfur. Nú ekkert gerðist til að byrja með nema klassískir kippir og herpingur í höndunum. Svo fór ég nú að finna svoldið til í þeirri vinstri og eitthvað fann ég fyrir hausverk líka og ég reyndi bara að anda og vera róleg. Og eftir dágóða stund var eins og það væru 100 000 000 0000 x miljón triljón maurar að hlaupa upp hálsinn á mér og upp í höfuðuð og sumir þeirra voru á diskóteki á herðunum á mér. Fyndið. Er nema vona að ég íhugi það alltaf að fríka svolítið út? En ég gerði það nú ekki neitt núna. Vona bara að þetta verði eins yndislegt í kjölfarið og oftast áður.
Ég er ótrúlega heppin að fá svona góða aðstoð, fá að vera heima og hvíla mig, hafa ..engar“ áhyggjur af skólanum (aðrar en þær að mér finnst ég vera að níðast á Ástu og Valgerði í þeirra götum og með auknu álagi en meira að segja ég veit að það er ekkert gagn að mér og því bara gef ég eftir, ), geta hreyft mig og reyna að bæta ástandið, fengið nudd og nálar, röntgenmyndatöku og allt :-). Jább ég er bara heppin kona skal ég segja ykkur.
Að lokum þetta ef þið eruð leið, eða viljið eiga góða stund horfið þá á Shrek myndirnar – vitiði þær eru snilld.
