Margt í mörgu

Eru þetta ekki svona Pollýönnuskór?

Jebb það er það sem ég held. Mér veitti ekki af svolítilli Pollýönnu í líf mitt núna.

Það eru nokkur atriði sem eru að bögglast fyrir mér og mörg snúa þau að einhvers konar sjálfsóánægju.

Afhverju finnst mér gott aldrei vera nógu gott – afhverju vil ég bara afbragð eða eitthvað þaðan af betra?

Afhverju er ekki nógu gott að léttast um 2,4 kg á mánuði síðan um mánaðarmótin apríl maí?
Svo ekki sé nú minnst á að maður er allur að hressast og orðin önnur en ég var. Svoldið pirrandi að vera ekki ánægð með neitt nema þá bara í smá stund. Fullt af efasemdum og veseni alltaf hreint?

En skítt með þetta allt. Ætti ég að fara til Gústu á morgun þrátt fyrir þessa veðurspá?

Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ laugardag: Norðaustan 8-15. Rigning með köflum norðan- og austanlands, en slydda til fjalla. Annars þurrt að kalla. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast suðvestantil. Á sunnudag: Allhvöss norðaustanátt. Rigning um austanvert landið en snjókoma til fjalla. Úrkomulítið vestanlands. Hiti 2 til 7 stig, svalast á Norðausturlandi

Christ

Þreytt, þreyttari, þreyttust en brúðkaupsafmæli :-)

Mynd fyrir Ingu í tilefni dagsins
Oh my god frost í morgun. Ekki að ég hefi ætlað að hjóla eða labba með Bjart – öðru nær. En ég vil samt hafa gott veður áfram – alltaf.

Ég er sko enn að hvíla mig og ég held mér sé ekki vanþörf á því svei mér þá. Því meira sem ég hvíli mig því þreyttari verð ég svo ég hef ekkert sérstaklega góða reynslu af því ennþá. En það hlýtur að koma ;-).

Gústa var að bjóða mér til sín á morgun – og ég er game sko – en veðrið er nú ekki fýsilegt og hælsporinn minn espast allur við það að hvíla í bílstjórastellingunni og allt…

Eins og mig langar hræðilega. Athuga þetta betur á morgun. Verst hvað er dýrt að setja vetrardekkin undir til þess eins að taka þau svo aftur undan þegar heim er komið- en ekki það – það fer nú að verða allra veðra von hvað úr hverju.

En sem sagt – þreytt Inga kveðjur

Ojá – ég á brúðkaupasafmæli í dag – konan hefur verið gift í 15 ár – hmm er það ekki eitthvað svona fínt afmæli? Það þýðir að við Páll höfum verið saman í 21 ár – meira en helming ævi minnar. Svona fer að halla á hina hliðina!

Júbb kristallsafmæli í dag. Ja hérna. Það er geggjað bara.

Einu sinni gerði ég vefsíðu – þetta skrifaði ég þar í den tid…
Árið 1985 sá ég mann með miklar herðar, breiðan kassa og þau bláustu augu sem ég hafði séð og varð alveg bálskotin. Seinna varð ég síðan ástfangin því sjómaðurinn minn hafði líka góðan mann að geyma. Þessi maður er Páll Skaftason, fæddur og uppalinn á Selfossi. Foreldrar Palla eru Skafti Einarsson og Sigrún Guðveigsdóttir. Þann 5. október 1991 á afmælisdegi mömmu giftum við okkur í yndislegu veðri á Þingvöllum. Haustlitirnir skörtuðu sínu fegursta rétt eins og þeir gerðu nú í haust. .Saman höfum við eignastRagnheiði,litla kraftaverkið okkar f. 03.01.89. Hún hefur kennt okkur að erfiðleikarnir eru til þess að sigrast á þeim og ef við getum ekki lagt þá, þá verðum við að aðlagast þeim. Ragnheiður er hetja og hefur kennt okkur að það góða í lífinu er langt frá því að vera sjálfsagt.
Tæpum tveimur árum seinna, eða þann 13.12.90 kom lítill ljóshærður drengur í heiminn. Á næst síðasta degi þess árs var pilturinn sá skírður og gefið nafnið Aðalsteinn. Pilturinn sá er í raun ekki síðra kraftaverk en systir hans og foreldrarnir undruðust það lengi og undrast það raunar enn hve fæðing hvers heilbrigðs barns er stórfengleg.

Inga uppgefna á sjálfri sér

Sko þetta gæti verið skór dagsins.

Ég er nú bara í nokkuð góðum gír nefnilega. Ég er nokkuð vel áttuð í skólanum – búin að senda 100 tölvupósta til ýmissa foreldra um hitt og þetta – bara gaman að því :-).

Ég svaf vel í nótt – það er nú ekki alveg á hverjum degi sem ég geri það. Er í nýjum fötum sem passa þokkalega.

Er bara betri af hælsporanum mínum og veit hvað ég á að hafa í kvöldmatinn og ALLT. Var á þrælskemmtilegum fundi um skólamál þar sem maður ræddi sín hjartansmál – líka gaman að því.Gaman ef maður fær að tala – það vantar nú ekki.

En svo er ég einhvern veginn svo glötuð líka – eins og þessi skór – sko hann gæti verið fín á öðrum en ekki MÉR. Þetta er svo erfitt líf á köflum að ég get dáið. Ekki dáið dáið en vorkennt mér dáið.
Það eru bara ákveðnir hlutir sem eru ekki að gera sig og mér finnst ég eiga óþarflega stóra sneið í þeim hlutum. Jukkiti jukk…
En það verður bara að bretta upp ermarnar og snúa helv… vesenið niður :-).
Ég hef ekkert hreyft mig í dag – fór ekki með Bjart heldur lá í bælinu eins lengi og ég gat því ég var svo þreytt og uppgefin. Ætla svo ekkert að gera í dag – kannski bara í heita pottinn en ég meira að segja efast um það. Ég geri heldur ekkert á morgun þó ég ætli nú að labba í fyrramálið.
Ég er bara svo uppgefin og þreytt. Ég var það nú líka í gær og það var eins og ég væri með heilt fjall í stærri kantinum á herðunum. Ég minnist þess bara ekki að það hafi verið svona erfitt að hjóla eins og í gær, úff. Fór nú samt í Styrk því annars hefði ég bara farið á föstudaginn næsta. Það er bara ekki nóg. Onei… Held samt að það hafi ekki verið sérlega gáfulegt ráðslag satt að segja. En ég beið svo sem engan skaða af því. Fór bara í hádegishléinu mínu eftir að hafa mætt út í skóla rúmlega sex.
Það er kannski hluti af þessu öllu, búin að mæta í vinnuna á milli sex og sjö síðustu tvo daga og vinna til að verða níu og er enn að vinna í dag. Kannski er það hluti þess að ég sé þreytt. En ég er líka ánægð með það því ég hef getað gert svo mikið og verið fókuseruð á það sem ég er að gera. Maður bara verður stundum að vinna. En maður verður náttúrulega líka að vera duglegur að hvíla sig og ég hef nú svo sem ekki verið fræg fyrir annað í gegnum tíðina.
Á morgun er fimmtudagur. Þá er stutt í föstudag og helgina! Ég þarf að vinna svolítið um helgina held ég – skila einhverju af mér og svo bara verð ég að fara að læra smá. Er ekki að gera sig að sleppa því lengur.
Ekki var nú vigtin skemmtileg við mig í gær. Stundum afber ég þetta ekki. Það eru margir sem segja við mig að þeir skilji ekki að ég léttist ekki meira miðað við hvað ég hreyfi mig mikið! Og ég sekk stundum í það að skilja það ekki heldur – þó ég viti að jafnaðar þyngdartap upp á 700 gr eða svo á viku sé ekki slæmt á hálfs árs basis. Það skilar fínu á ársgrundvelli. En ég sekk stundum alveg niður í þetta að vorkenna mér þessi ósköp og fæ nagandi sektarkennd því ég er náttúrulega viss um að ég sé í raun og veru ekki nógu dugleg og mataræðið sé allt í volli og ég þá þar með orðin aumingi. Stundum finnst mér eins og ég geti aldrei verið ánægð – þurfi alltaf að finna skuggahlið á allri gleði.
Sko – ég er í aumingja ég stuði – en samt er ég frekar hress bara – en það er einhver hóll sem skyggir á útsýnið!
En ég færist vonandi úr stað- nú eða hóllinn verði grafinn í burtu – sem væri náttúrulega best líka.

Ég massaði Bónusferð

..

Ég hef reyndar ekki sagt ykkur frá því að ég vaknaði eiginlega ný og ,,betri“ kona í gærmorgun. Dagurinn þar á undan var sko frekar heavy í vitleysunni varðandi bæði hugsanagang og framkvæmd matarhliðarinnar í lífi mínu. Ég held reyndar að ég hafi svolítið gengið fram af mér…
Þetta var sem sagt dagur horrendus
Nú breytingin á laugardagsmorgni var nefnilega sú að ég áttaði mig á því að líklega þarf ég ekki að hafa miklar áhyggjur af æfingunum mínum þessa dagana því fyrst ég mæti í Styrk, hjóla, syndi og labba ALLA morgna með stingandi hælspora þá er ég líklega nokkuð einbeitt í þeim málum. Þó auðvitað þurfi maður að halda vöku sinni og það allt saman þegar átt er við atvinnusvindlara eins og mig sjálfa.
Nú jæja sem sagt breytingin… Ég sá að ég get ekki alltaf ýtt því að versla í matinn og elda aftur fyrir allt. Ég get t.d. ekki gert eins og dagsprógrammið hljóðaði hjá mér í upphafi fyrir daginn í dag: Horfa á F1, labba með Bjart í Þrastarskógi, vinna vel og lengi og fara svo í sund.
Ef ég hefði haft þennan háttinn á hefði ég ekki farið í Bónus – ekki átt neinn mat fyrir kvöldið, ekki neitt nesti fyrir næstu viku í skólann og ekki nenni ég að fara í Bónus í miðri viku – svo langt er ég nú ekki komin í dásemdunum.
Ég fór því – þvert á allt það sem mér er í blóð borið – því það að fara í Bónus er ekki bara leiðinlegt það er óyfirstígilega óbærilega hroðalega leiðinlegt! Ég bara er ekki fær um það! Afber það ekki. En mín fór nú bara og verslaði og verslaði – fór svo heim í staðinn fyrir að láta allt góssið vera í bílnum og skemmast á meðan ég vann, gekk frá öllu og ég veit ekki hvað og hvað.
Nú á ég svolítið nesti – fullt af mat og Aðalsteinn þarf ekki að svelta heilu hungri. Flott hjá mér ekki satt?
Ég hef sem sagt uppgötvað og því miður var það heilmikil uppgötvun, að ég get ekki bara ýtt öllu til hliðar fyrir æfingarnar – ég verð líka að hafa mataræðið í forgrunni. Það verður að vra skipulag á því eins og öðru.
Kannski er ég bara tilbúin til að taka næsta skref varðandi þetta. Vonandi. En amk er til matur – nú þarf bara að hafa rænu á að taka út úr frysti – elda og borða og útbúa svo nesti.
Og ég er strax orðin uppgefin við tilhugsunina eina saman.
En ég MASSAÐI Bónus og er nú farin í sund. Það er líka of gott veður til að láta þetta fram hjá sér fara.
Lof jú Inga bónusgella

Kimi minn í vanda og ég með kælipoka á hælnum!

Það er hægt að treysta Kimi Räikkönen að vera á eina bílnum sem bilar í F1 móti. Það er engin spurning um það. Það er líka hægt að treysta því nokkurn veginn að ef ég kaupi ökumann eða bíl +í liðsstjóraleiknum þá bili bílinn og ökumaðurinn klessi á. Ojá það er næsta víst!
En ég elska hann samt. Hann er awesome í rigningu – I tell you.
Búin að fara að labba í morgun og fá mér ótrúlega góðan morgunverð við Sogið- dásemdin ein. Búin að hengja út þvott og setja svolítið í vélina líka. Bara dugleg kerlingin. Þyrfti svo að fara út í skóla – ef ég nennti því. En ef ég nenni því ekki þá bara geri ég það ekki. Það er að vísu enska á morgun og myndi gjarnan vilja vera búin að gera ákveðið áður en að hennir kemur – enda finnst mér nú frekar líklegt ég fari. Aðeins að ná sambandi við sjálfa mig og fara svo kannski í sund á eftir. Er samt ekki alveg viss um að ég nenni að hjóla. Ég er eitthvað svo þreytt akkúrat núna. Já nei það gengur ekki að hjóla. Þarf að fara með svoldið mikið dót út í skóla.
Meira af stjörnuspám. Þær eru bara stundum svo fyndnar:

Dear Inga,Here is your horoscopefor Sunday, October 1:Hmmm — your psychic slip is showing. Tuck away that ‘me first!’ attitude and concentrate on the long term. The work you do now could have great payoff for the future, so really dig in and give it your all, okay?

Ég á sem sagt bara að gjörbreyta mínum karakter í dag. Ekki veit ég hver ég yrði ef ég væri ekki alltaf að skoða naflann á sjálfri mér. Sjálflægari manneskja er varla til held ég svei mér þá.