Það var nú svei mér skemmtilegt!
Ég var að finna geisladisk með myndum þaðan! Ég hef farið á tvö F1 mót og í bæði skiptin biluðu bílarnir undan Finnunum mínum. Sérstaklega ánægjulegt. Fyrri keppnin sem ég fór á var í Frakklandi á Magny Cours – frábært fjölskylduferðalag sem ég á held ég aldrei eftir að gleyma.
Á keppnisdag var 42 stiga hiti og dekkin nánast bráðnuðu undan bílunum. Eftir æðisgengna upphitun og góðan gír brotnaði gírkassinn hjá Mika á ráslínunni og hann komst ekki lengra þann daginn! Mika minn. Vitlaust saman settur kassi og ég kallaði Ron Dennis til ábyrgðar að hafa dröslað mér yfir Atlantshafið til þess að berja þetta helv… augum. Jæja allt gott um það að segja. Man ekkert hver vann – hlýtur að hafa verið Schumi. Amk vel hægt að veðja á það. Nú. Hitt mótið sem ég hef farið á er Silverstone sem sagt en það var á vegum formula.is en á þeim tíma skrifaði ég fréttir og pistla þar við annan mann, hana Freyju mína. Í húsbíl á tjaldstæði við brautina eyddum við einni viku. Ferlega skemmtilegt nema hvað ég var alltaf inni í bílnum meðan hinir voru úti að reykja og drekka brennivín! 

Það var eiginlega í þessari keppni sem Arrows liðið lagði upp laupana sem var mjög sorglegt, sprækt lið með flottan lit á bílunum sínum 🙂
Og gott ef Schumi vann ekki bara! Nema að hann sé að skipta um peru þarna uppi!
Ég inni að skrifa pistil heim. Hvað er þessi Beilísflaska að gera þarna – já og allir þessir nammi poka
Freyja????!!!!!!????
Kimi minn átti þvílíkan stjörnuleik – eftir afskaplega sérkennileg talstöðvasamskipti þar sem helikopterrás kom við sögu og enn undarlegri þjónustuhlé. Hann tók t.d. 7 sinnum fram úr Ralf Schumacher og ók eins andsk… í rigningunni. Hann er awesome í rigningu þessu drengur. Hræðist ekkert. Ætli Ferrarivélarnar verði nógu sterkar fyrir hann?

Á þessari brú fékk ég mitt eina taugaáfall um ævina. Ja svona fram að líkamsrækt amk – lofthræðsla er ekkert grín
Öflugasta F1 fréttagengi Íslandssögunnar – fer ekki ofan af því.


