Er hálf leið eitthvað… enn og aftur?

Best að setja bara afmælisskóinn minn með þessum pistli. Það er nú meira hvað sá skór er innilega óIngulegur. Það er hreinlega gríðarlegt!

Ég er búin að væflast í allan morgun. Bjartur vælir og vælir og vill fara út og ég rífst og skammast við hann og reyni að benda honum á að ég ætli ekki að labba með hann þessa helgina. Það er bara eins og hann skilji það ekki. Ragnheiður er búin að vera svo slöpp að hún þvertekur að fara með hann svo það er kannski ekki nema von að hann væli greyið. Ég ætla að fara í Styrk núna á eftir – og ég get spænt mig upp í ægilegan kvíða vegna þess. Aldrei farið á sunnudegi sjáið þið til og það gæti verið svo margt fólk og líklega allt mjög hættulegt fyrst ég læt svona. Það er ekki eins og ég hafi ekki verið í Styrk þegar það er margt. Ég er klikkuð. En nú ætla ég að greina allt það sem ég get fundið mér til að vera leið yfir. Fyrst þetta tvennt sem ég er búin að nefna:

  • Bjartur fær enga hreyfingu
  • Ég fer í Styrk á sunnudegi (kvíðinn veldur mér leiða sjáið þið til)
  • þvotturinn minn var allur út í hundahárum og ég var búin með límfataburstablöðin (!)
  • Ég á ekki þurrkara og hér engin þurrkaðstaða
  • ég er með hausverk
  • mér er illt í hálsinum
  • ég held að baðgólfið sé að pompa niður úr húsinu
  • ég sakna hússins á Írafossi
  • ég er löt og nenni ekki að gera neitt af því sem ég vildi að ég nennti að gera
  • ég fór ekki til Sigurlínar á föstudagskvöldið
  • ég fór ekki til Ásdísar í gærkveldi
  • ergo ég er orðin mannafæla!
  • ég er alltaf skítblönk, kann ekki með peninga að fara held ég
  • ég er ekki búin að líta á verkefnið hjá Ingvari síðan í sumar og ég er hrædd um að hann sé óánægður með mig – og það væri ferlegt!
  • ég er ekki sem ánægðust í vinnunni – sem er nú eiginlega alveg nýtt fyrir mig!
  • ég át 6 ískex í gær og svo 3 franskbrauðssneiðar fyrir svefninn ergo hef enga sjálfstjórn þegar matur er annars vegar!
  • ég hef ekkert lést í október og til hvers er þetta allt þá?
  • ég er ómöguleg í skrokknum og næstum óvinnufær svo ekki er það til að verða svo gasalega ofboðslega líkamlega hress!!!!!
  • vetrarfríið fór í að vera heima og vorkenna sér!

En það eru nú bjartar hliðar á öllu – sjáum til hvort ég sé of down til að finna þær?

  • Bjartur fær enga hreyfingu
  • Bjartur hefur aldrei verið hreyfður eins mikið og nú í sumar og haust. Hann fer út að labba seinni partinn með Ragnheiði og Jobba.
  • Ég fer í Styrk á sunnudegi (kvíðinn veldur mér leiða sjáið þið til)
  • Frábært að ég fari á sunnudegi í Styrk því þá get ég slappað vel á, á eftir og þarf ekki að fara á mánudegi og get í staðinn unnið alveg eins og mig lystir fram eftir kvöldi ;-).
  • þvotturinn minn var allur út í hundahárum og ég var búin með límfataburstablöðin (!)
  • Ég er búin að vera dugleg að þvo um helgina og það er meira að segja búið að brjóta allan þvottinn saman!
  • Ég á ekki þurrkara og hér engin þurrkaðstaða
  • hmmm – þetta er bara hreinlega hræðilegt – verð að fá mér þurrkara er lausnin!
  • ég er með hausverk
  • Hausverkurinn er ekki eins slæmur og í sumar og ég er alveg rólfær.
  • mér er illt aftan í hálsinum
  • hmmm – alveg ómögulegt, því borða ég Norgesic og fer í nudd og í Styrk. Verið að vinna í málinu sem sagt!
  • ég held að baðgólfið sé að pompa niður úr húsinu
  • Þetta er í sannleika sagt óskaplegt. Vona að það haldi þar til lausafjárstaðan batnar!
  • ég sakna hússins á Írafossi
  • Ég hef búið í frábærasta húsi ever! Þvílík forréttindi!
  • ég er löt og nenni ekki að gera neitt af því sem ég vildi að ég nennti að gera
  • Stundum verður maður bara að gefa sér tíma í að slaka á,hugsa og skipuleggja líf sitt og það hefur gengið ágætlega síðustu daga. Maður þarf ekki alltaf að vera að gera eitthvað þó verkefnalistinn sé langur.
  • ég fór ekki til Sigurlínar á föstudagskvöldið
  • bömmer – var of illt í maganum!
  • ég fór ekki til Ásdísar í gærkveldi
  • Bömmer – var of illt í hausnum, treysti mér ekki í skarkalann!
  • ergo ég er orðin mannafæla!
  • Nah – maður er manns gaman. Ég þarf bara að vera dugleg að detta í heimsóknir en það er nú kannski ekki gaman að fara af bæ þegar maður getur illa haldið haus! Ég á eftir að hendast um allar koppagrundir innan tíðar.
  • ég er alltaf skítblönk, kann ekki með peninga að fara held ég
  • Ég er nú öll að lagast í peningamálunum! Þetta er allt að koma!
  • ég er ekki búin að líta á verkefnið hjá Ingvari síðan í sumar og ég er hrædd um að hann sé óánægður með mig – og það væri ferlegt!
  • Ég er búin að ákveða að vinna í verkefninu mínum um næstu helgi og einnig aðra helgi og skila því um 10. nóv. Og ég ætti bara að senda Ingvari póst um það. Hann er nú búin að hjálpa mér og styðja annað eins að ég held það sé útilokað að hann sé búin að gefast upp á mér – enda fékk ég leyfi til að skila þessu í haust – og það er enn haust right?
  • ég er ekki sem ánægðust í vinnunni – sem er nú eiginlega alveg nýtt fyrir mig!
  • Það er svolítið leiðinlegt að vera ekki glaður í vinnunni sinni. En hugsið ykkur bara hvað það er heppilegt að það er ekki að gerast fyrr en núna eftir 11 ár í kennslu! Um leið og ég finn tíma til að sinna því sem ég vil sinna á þann hátt sem ég vil, þá verð ég ánægð. Sem sagt finna tíma!
  • ég át 6 ískex í gær og svo 3 franskbrauðssneiðar fyrir svefninn ergo hef enga sjálfstjórn þegar matur er annars vegar!
  • Ég fékk mér ekki hádegismat í gær og því varð ég svo brjáluð í skjótfengna orku en það er ekki rétt að ég hafi ekki sjálfstjórn í mat. Ég hef þvílíkt bætt mig síðasta hálfa árið eða svo. En það má alltaf gera betur.
  • ég hef ekkert lést í október og til hvers er þetta allt þá?
  • Kannski hef ég aðeins lést – hef ekki vigtað mig síðustu vikuna. Og svo er það vel þekkt að líkaminn þarf að aðlagast þyngdartapi áður en hann tekur næstu lotu í léttingi. Víst er leiðinlegt að hafa lagt allt þetta á sig og ekkert lést ef það verður raunin en það eru svo sem ekki endalokin (ég trúi eiginlega engu af þessu fjólubláa krappi sem ég hef skrifað undir þessum lið!!!)
  • ég er ómöguleg í skrokknum og næstum óvinnufær svo ekki er það til að verða svo gasalega ofboðslega líkamlega hress!!!!!
  • Þetta er einfaldlega ekki rétt. Það koma upp tímabundin vandamál sem er eðlilegt þegar farið er af stað með svo þungan skrokk sem minn. Auðvitað lætur eitthvað undan en ég er miklu hressari en ég var. Ég gengi miklu hraðar, ég verð varla þreytt í fótunum, er miklu sterkar, úthaldsbetri, er hressari á kvöldin. Er 100 sinnum geðbetri (skil nú ekki alveg þessa geðvonsku sem skín hér í gegn á blogginu þá! Kannski er hún bara búin að finna sér þann farveg og ég er betri í annan tíma!) Auðvitað er ég stundum þreytt en það sýnir bara að það er tekið á og þess þarf stundum. Rétt eins og að stundum þarf að hvíla sig ha hu hummm!
  • vetrarfríið fór í að vera heima og vorkenna sér!
  • Ég hef hvílt mig, stundað ræktina, reynt að ná bata í hálsinum og stússast svolítið í heimilinu í fríinu og á morgun ætla ég að vinna mig aðeins niður úr verkefnalistanum sem ég hef úti í skóla fara svo í nudd klukkan 4 og verða bara orðin góð á þriðjudagsmorgun ok?
  • Ég er óendanlega heppin að Gylfi skydi senda mig til Baldurs. Ég er líka svolítið ánægð með heilbrigðiskerfið sem gerir mér það kleift að vera undir handleiðslu sjúkraþjálfara vonandi eins lengi og ég þarf.

Spurt er: Stígur Ingveldur á vigtina á eftir?

Færðu inn athugasemd