Af hálsi og letilífi – varúð væl pistill mikill

Ég átti alveg arfa slaka nótt eftir ágætan gærdag. Ég fór í Styrk og stóð mig bara vel og svo í nudd. En í fyrsta skipti á ferlinum datt mér það í hug í nótt að kannski ætti ég bara ekkert að vera að fara í nudd á meðan hálsinn er svona!
Ég var bókstaflega að drepast. Ég hafði nú etið vel af Norgesic í gær og fyrir svefninn – auðveldar mér til muna lífið verð ég að segja – hélt jafnvel að ég væri bara að verða góð! En ég hafði ekki undan í nótt að vorkenna mér. Ég fann svo ótrúlega til í hálsinum. Það var eins vinstri hliðin langt upp eftir haus væri opin kvika. Norgesic gerði sko ekkert gagn, og ég fór því fram í ísskáp og náði mér í kælipokann og lagði hann við. Þá fyrst fékk ég einhverja bót ég meina það. Svo hitnaði hann nú en ég tók hann aftur fram undir morgun. Ég er ekkert afleit í dag en ég get nú ekki snúið hausnum hratt til hægri eða vinstri og öll sveigja er óþægileg.
Bjartur er mjög óánægður með lífið og tilveruna. Ég fer ekki með hann út í dag – ég er algjörlega ákveðin í því að hvíla mig í dag enda fer ég í Styrk nú eða Toppsport á morgun og veitir bara ekkert af hvíldinni 😉 Ég nenni ekki einu sinni í sund og þó er veðrið eins og best verður kosið. Mest langar mig að skríða upp í rúm og gera ekki neitt nema sofa en ég hef ekki góða reynslu af viðureign minni við koddana eða ekki koddana.
Mataræðið er ekki að gera sig. Aðallega af því það er ekkert til. Ætla samt að reyna að gera eitthvað gáfulegan fisk núna svo ég fái eitthvað almennilegt. Þetta er eilíf barátta við halda matnum að sér á réttum tíma og í réttu magni. Ekki vil ég vera étandi fram eftir öllu. Rétt að venja sig ekki á þann fjanda á ný.
En jæja svo sem ekkert að frétta, nema bara hvíld og róleg heit og almennt væl. Voða sem ég er orðin vælin – en það er svo sem ágætt að fá útrás hér á blogginu – hef engan til að væla utaní annan 😉 Svo afsaka ég þetta með sjálfri mér með því að segja að það sé bara gott að koma þessu út úr myndinni með því að pústa – sneðugt ekki satt?
Maður er svona að taka pólinn upp á nýtt eftir skrítið tímabil í október. Hélt einhvern veginn ekki að október yrði erfiðasti mánuðirnn af þeim 6 sem liðnir voru. En svona getur þetta verið. Vandræðin gera ekki boð á undan sér og líklega þarf maður bara að ganga í gegnum ákveðnar sveiflur og líta svo á heildina.
Ég er mikið að hugsa um vigtina – ég er næstum viss um að ég stíg á hana á morgun – en vil það samt hálfpartinn ekki og eiginlega alls ekki. Mér finnst bara svo asnalegt að stíga á hana með Baldri með lokuð augun eitthvað- eins og maður sé ekki fær um að bera ábyrgð á því sjálf… En kannski er það bara sniðugt… (not) Er samt ekki alveg búin að kaupa það!

Færðu inn athugasemd