Þannig líður mér núna. Ótrúlega trúverðug lýsing þó fáránleg sé.
Ég veit ekki alveg hvort ég er í þessum skó eða undir honum!
Tíhíhí…. Í sumar fékk ég ótrúlega mikið í höfuðið og hálsinn. Og í vor gat ég nátturulega ekki haldið haus því hálsinn á mér var svo lélegur. Og svo bara batnaði mér. Hausverkurinn fór með nuddi og nálum á ótrúlega skömmum tíma.
Svo fór ég í nudd á mánudaginn og fékk svo frábært tog eitthvað að ég fann alveg hvernig það virkaði frá a til ö en eftirstöðvarnar urðu nokkuð svæsnar – nema að það sé bara streita og vitleysa sem veldur þessu öllu saman. Hún er nú alveg næg. Það var sovlítil brekka í þessu öllu saman hjá mér á mánudaginn var en mér var nú komið inn á brautina með góðra manna hjálp.
E.t.v. er hluti af því hvað mér finnst lífði stundum erfitt um þessar mundir er að vinnan er farin að safnast upp. Það er svo ofboðslega mikið sem er að safnast upp hjá mér og ég bara verð að sinna því – en ég kem því ekki við. Ég náttúrulega elska að vinna og vil gera allt sem áður en ræð ekki við það tímalega séð. Þetta er ekki alveg einfalt alltaf. Nú verð ég að vera fókuseruð í vinnunni og taka æfingarnar það létt að ég geti það. Ég er því að hugsa um að setja upp nýtt æfingap
rógramm.
Fara í toppsport (styrkur heitir sko ekki lengur styrkur) á sunnudögum, þriðjudögum og föstudögum. Þá er allt annað yfirbragð á þessu hjá mér. Kannski fer ég líka í spinning og reyni að vera eins og manneskja. ´
Ég heit mér því að láta ekki deigan síga þó ég sé að drepast í höfðinu og hálsinum. Fór í neyðarnudd í morgun og svo tók hann mig í nálar seinni partinn. Og ég er eins og steiktur fiskur í raspi – á uppleið 🙂
Ekkert farið á vigtina og guð má vita hvernig það gengur. Úff…
En nú er bara verið að ná heilsu á ný og passsa mataræðið sem best ég get.
Æ Inga mín… Ég get nú alveg ímyndað mér hvað þú átt við með steiktur fiskur í raspi sko… Það getur verið erfitt að halda dampi! En kemst þó hægt fari…
Líkar viðLíkar við
Gangi þér vel um helgina!!! Vonandi nærðu þessu úr þér, með góðri hjálp 🙂
Baráttukveðja Sigurlín
Líkar viðLíkar við