…glötuð og gölluð. Forpokuð og þreytt, uppgefin og fúl. En það er samt ekki alveg svo slæmt sko. En þið vitið kannski hvað ég meina. Sumir dagar eru einhvern veginn bara svo brúnir og þreyttir eitthvað – eins og þessi annars dásamlega gamaldags skór!
Það er sko fullt sem veldur mér fúllyndi:
Palli er tepptur í Færeyjum m.a. vegna flugslyss í Noregi – þannig getur það nú verið. Ekki til að auka á gleði Páls að fljúga svo mikið er víst. En þeir í Færeyjum eru allir eins og stór fjölskylda og því hefur slys í þeirra ranni víðtækar afleiðingar. Og ég er svo leið yfir því að hann komi ekki fyrr en á morgun í fyrsta lagi.
Nú og svo er það vinnan. Stundum er hún bara ekki sérlega skemmtileg – og þá meina ég nú svona skipulagsatriði henni tengd. En fyrst þarf mér að finnast þau leiðinleg og erfið og svo finn ég lausnina í samstarfi við aðra náttúrulega. Það er kosturinn við að hugsa í lausnum ;-).
Nú svo er það ég sjálf og vigtin í Styrk. Ég er sko bara þyngri en ég var fyrir viku – skyldi það vera því að kenna að ég hef ekki aðhaldið af því að vigta mig annan hvern dag? Neibb það er ekki ástæðan. Ástæðan er að …. Hmmm ég gæti sagt ég er auli og ét eins og asni. Víst var síðasta helgi ekki megrunarhelgi og vikan þar á undan ekki sprikl vika mikil. En fjandinn sjálfur – þessi vika er búin að vera mega góð – hjóla eins og vitlaus manneskja, fór í Styrk á mánudag og þriðjudag og í dag og hjólaði svo þess á milli svolítið – fyrir nú utan allar morgungöngurnar! En ég þarf kannski bara að gera meira (í matarmálum jafnvel líka!).
Og svo rifja ég upp spurninguna um hvort mig langi að léttast og ég er ekki viss um svarið. Ég gæti sagt já en segi ég já við því sem þarf að koma til? Ég meina allt þetta fár og ekkert lést að ráði lengi. En við skulum sjá til – sveiflur eru algengar hjá mér og tölurnar eru fljótar að hlaupa á alls konar númerum 🙂 En samt svoldið leiðinlegt. Fúlt. En ég ætla að reyna að hugsa um allt sem vinnst og verða ekki pirruð þegar fólk talar um að það sjái svo mikinn mun núna akkúrat og tralalalalalalalala og ekkert gerist á vigtinni. ég held það sé bara afþví ég er í alltof þröngum fötum. Ég held ég hafi bara ekki verið með réttu ráði þegar ég keypti bolina. Sigh… Ég mæli mig um helgina og þá fæ ég sentimetra – kannski gleðja þær tölur mig meira :-). Sigh…
Æ það er svolítil ferð eftir enn! En það er kannski bara allt í lagi. Ég kann svo sem ekki illa við þetta líf að hreyfa sig. Margt verra sem ég hef gert í gegnum tíðina. O já.
Það lítur út fyrir að sveitarstjórn Árborgar sé til í að sleppa því að senda nemendur úr Vallaskóla yfir í Sunnulæk – það er nú meiri guðs blessunin ef svo fer. Ég gæti haldið langa ræðu um það. Ég veit svo sem ekki hver verði mín lending í framhaldinu. Einhver þarf hún að verða.
En það er eitt gott við að Palli kemur ekki fyrr en seinni partinn á morgun – þá get ég farið út í skóla í fyrramálið og unnið. Og það ætla ég að gera – á hjólinu meira að segja. Þá get ég unnið mér í haginn og undið ofan af ýmsu vona ég.
Sem sagt Inga í fýlu – enn einn ganginn. En veðrið leikur við hvurn sinn fingur. Ég verð samt að fara að fá þurrk svo ég geti þvegið af einhverju viti. Þessi ofna þurrkun og upp á pínulitla snúru þvottur er bara ekki alveg að gera sig til langframa. Sem í sjálfu sér er fín ástæða til að vera svolítið fúl.
Og mér finnst haustið dásamlegt. Ég skil svo fullkomlega að ég hafi gift mig um haust – I just love it. Já og skafti til hamingju með afmælið.
…vá hvað er erfitt að pikka með svona langar og fína neglur! Úff púff
