Þreytt, þreyttari, þreyttust en brúðkaupsafmæli :-)

Mynd fyrir Ingu í tilefni dagsins
Oh my god frost í morgun. Ekki að ég hefi ætlað að hjóla eða labba með Bjart – öðru nær. En ég vil samt hafa gott veður áfram – alltaf.

Ég er sko enn að hvíla mig og ég held mér sé ekki vanþörf á því svei mér þá. Því meira sem ég hvíli mig því þreyttari verð ég svo ég hef ekkert sérstaklega góða reynslu af því ennþá. En það hlýtur að koma ;-).

Gústa var að bjóða mér til sín á morgun – og ég er game sko – en veðrið er nú ekki fýsilegt og hælsporinn minn espast allur við það að hvíla í bílstjórastellingunni og allt…

Eins og mig langar hræðilega. Athuga þetta betur á morgun. Verst hvað er dýrt að setja vetrardekkin undir til þess eins að taka þau svo aftur undan þegar heim er komið- en ekki það – það fer nú að verða allra veðra von hvað úr hverju.

En sem sagt – þreytt Inga kveðjur

Ojá – ég á brúðkaupasafmæli í dag – konan hefur verið gift í 15 ár – hmm er það ekki eitthvað svona fínt afmæli? Það þýðir að við Páll höfum verið saman í 21 ár – meira en helming ævi minnar. Svona fer að halla á hina hliðina!

Júbb kristallsafmæli í dag. Ja hérna. Það er geggjað bara.

Einu sinni gerði ég vefsíðu – þetta skrifaði ég þar í den tid…
Árið 1985 sá ég mann með miklar herðar, breiðan kassa og þau bláustu augu sem ég hafði séð og varð alveg bálskotin. Seinna varð ég síðan ástfangin því sjómaðurinn minn hafði líka góðan mann að geyma. Þessi maður er Páll Skaftason, fæddur og uppalinn á Selfossi. Foreldrar Palla eru Skafti Einarsson og Sigrún Guðveigsdóttir. Þann 5. október 1991 á afmælisdegi mömmu giftum við okkur í yndislegu veðri á Þingvöllum. Haustlitirnir skörtuðu sínu fegursta rétt eins og þeir gerðu nú í haust. .Saman höfum við eignastRagnheiði,litla kraftaverkið okkar f. 03.01.89. Hún hefur kennt okkur að erfiðleikarnir eru til þess að sigrast á þeim og ef við getum ekki lagt þá, þá verðum við að aðlagast þeim. Ragnheiður er hetja og hefur kennt okkur að það góða í lífinu er langt frá því að vera sjálfsagt.
Tæpum tveimur árum seinna, eða þann 13.12.90 kom lítill ljóshærður drengur í heiminn. Á næst síðasta degi þess árs var pilturinn sá skírður og gefið nafnið Aðalsteinn. Pilturinn sá er í raun ekki síðra kraftaverk en systir hans og foreldrarnir undruðust það lengi og undrast það raunar enn hve fæðing hvers heilbrigðs barns er stórfengleg.

4 athugasemdir á “Þreytt, þreyttari, þreyttust en brúðkaupsafmæli :-)

  1. Innilega til hamingju með daginn. 15.ár. Það er hvorki meira né minna er Kristallsbrúðkaup!!!!!
    Vona að þú hafi það gott í dag. Hittumst á morgunn.
    kv Sigurlín

    Líkar við

Færðu inn athugasemd