Það er hægt að treysta Kimi Räikkönen að vera á eina bílnum sem bilar í F1 móti. Það er engin spurning um það. Það er líka hægt að treysta því nokkurn veginn að ef ég kaupi ökumann eða bíl +í liðsstjóraleiknum þá bili bílinn og ökumaðurinn klessi á. Ojá það er næsta víst!
En ég elska hann samt. Hann er awesome í rigningu – I tell you.
Búin að fara að labba í morgun og fá mér ótrúlega góðan morgunverð við Sogið- dásemdin ein. Búin að hengja út þvott og setja svolítið í vélina líka. Bara dugleg kerlingin. Þyrfti svo að fara út í skóla – ef ég nennti því. En ef ég nenni því ekki þá bara geri ég það ekki. Það er að vísu enska á morgun og myndi gjarnan vilja vera búin að gera ákveðið áður en að hennir kemur – enda finnst mér nú frekar líklegt ég fari. Aðeins að ná sambandi við sjálfa mig og fara svo kannski í sund á eftir. Er samt ekki alveg viss um að ég nenni að hjóla. Ég er eitthvað svo þreytt akkúrat núna. Já nei það gengur ekki að hjóla. Þarf að fara með svoldið mikið dót út í skóla.
Meira af stjörnuspám. Þær eru bara stundum svo fyndnar:
Dear Inga,Here is your horoscopefor Sunday, October 1:Hmmm — your psychic slip is showing. Tuck away that ‘me first!’ attitude and concentrate on the long term. The work you do now could have great payoff for the future, so really dig in and give it your all, okay?
Ég á sem sagt bara að gjörbreyta mínum karakter í dag. Ekki veit ég hver ég yrði ef ég væri ekki alltaf að skoða naflann á sjálfri mér. Sjálflægari manneskja er varla til held ég svei mér þá.
