Ég hef reyndar ekki sagt ykkur frá því að ég vaknaði eiginlega ný og ,,betri“ kona í gærmorgun. Dagurinn þar á undan var sko frekar heavy í vitleysunni varðandi bæði hugsanagang og framkvæmd matarhliðarinnar í lífi mínu. Ég held reyndar að ég hafi svolítið gengið fram af mér…
Þetta var sem sagt dagur horrendus
Nú breytingin á laugardagsmorgni var nefnilega sú að ég áttaði mig á því að líklega þarf ég ekki að hafa miklar áhyggjur af æfingunum mínum þessa dagana því fyrst ég mæti í Styrk, hjóla, syndi og labba ALLA morgna með stingandi hælspora þá er ég líklega nokkuð einbeitt í þeim málum. Þó auðvitað þurfi maður að halda vöku sinni og það allt saman þegar átt er við atvinnusvindlara eins og mig sjálfa.
Nú jæja sem sagt breytingin… Ég sá að ég get ekki alltaf ýtt því að versla í matinn og elda aftur fyrir allt. Ég get t.d. ekki gert eins og dagsprógrammið hljóðaði hjá mér í upphafi fyrir daginn í dag: Horfa á F1, labba með Bjart í Þrastarskógi, vinna vel og lengi og fara svo í sund.
Ef ég hefði haft þennan háttinn á hefði ég ekki farið í Bónus – ekki átt neinn mat fyrir kvöldið, ekki neitt nesti fyrir næstu viku í skólann og ekki nenni ég að fara í Bónus í miðri viku – svo langt er ég nú ekki komin í dásemdunum.
Ég fór því – þvert á allt það sem mér er í blóð borið – því það að fara í Bónus er ekki bara leiðinlegt það er óyfirstígilega óbærilega hroðalega leiðinlegt! Ég bara er ekki fær um það! Afber það ekki. En mín fór nú bara og verslaði og verslaði – fór svo heim í staðinn fyrir að láta allt góssið vera í bílnum og skemmast á meðan ég vann, gekk frá öllu og ég veit ekki hvað og hvað.
Nú á ég svolítið nesti – fullt af mat og Aðalsteinn þarf ekki að svelta heilu hungri. Flott hjá mér ekki satt?
Ég hef sem sagt uppgötvað og því miður var það heilmikil uppgötvun, að ég get ekki bara ýtt öllu til hliðar fyrir æfingarnar – ég verð líka að hafa mataræðið í forgrunni. Það verður að vra skipulag á því eins og öðru.
Kannski er ég bara tilbúin til að taka næsta skref varðandi þetta. Vonandi. En amk er til matur – nú þarf bara að hafa rænu á að taka út úr frysti – elda og borða og útbúa svo nesti.
Og ég er strax orðin uppgefin við tilhugsunina eina saman.
En ég MASSAÐI Bónus og er nú farin í sund. Það er líka of gott veður til að láta þetta fram hjá sér fara.
Lof jú Inga bónusgella
