Staðan í upphafi árs 2006
Month: september 2006

Réttast væri að þú yrðir sett(ur) til hliðar og geymd(ur) þar til bjartari dagur rennur upp?
Svoleiðis vaknaði ég í morgun. Úff…
Skældist fram úr og vissi að ég ætti að fara upp í Hellisskóg að labba þar frekar en hringinn okkar Bjarts á Selfossi því ég yrði hreinlega ekki ábyrg gerða minna gagnvart Bjarti greyinu ef hann myndi toga í tauminni meira en góðu hófu gegndi – og í raun þyrfti ekki að segja ef – heldur bara þegar hann togaði…
En ég var nú varla þannig að ég kæmist um húsið svo hölt var ég – þannig að mér þótti ökuferð uppeftir fullvirðuleg athöfn og ákvað að labba bara hringinn okkar.
En það fór á verri veg – og til þess að ég hreinlega dræpi ekki hundinn og mig sjálfa úr geðvonsku fór ég bara stuttan túr – sem þó varði nokkra stund þar sem ég þurfti að rífast mikið og ala hundinn upp og bæta upp fyrir tveggja ára linsku gagnvart honum. Úff… hvað maður getur veirð ömurlegur. Amk ég. Svona þegar ég er geðvond amk… Enginn ömurlegri – ég er sko svoldið góð í því :-).
Fékk mér hafragraut og reyndi að vera ekki mjög leiðinleg við aumingja Palla sem á allt gott skilið – tókst það sæmilega. Fékk mér graut og hélt svo út í skóla og wammmmm…. um leið og ég sá börnin þá rann mér geðvonskan – það er ekki hægt annað en að gleðjast í svo góðum hópi sem þeirra. Og ekki skaðar að vera í bomsunum fínu – en í þeim get ég gengið en án þeirra skælist ég bara um – er meira að segja búin að læra að reima þær :-).
Ég kemst ekki yfir helminginn af því sem ég vildi gera – hef einbeitingu á við randaflugu en skítt með það – ég geri bara gott úr því.
Er alveg að renna á rassinn með Styrk – var ekki fullan tíma á mánudag – fór ekki í dag – held samt að það verði í síðasta sinn sem ég reyni að vinna í gatinu mínu – ég vil heldur vinna eftir skóla og fram á kvöld því ég get ekki setið hér og horft á blessuð börnin og ekki aðstoðað þau eða talað við þau ef þau vilja tala við mig. Ég held það sé best ég fari bara í Styrk á þessum tíma. Það er meira vit svei mér þá. Á morgun fer ég ekki fullan tíma í Styrk heldur – og þá ekki á fimmtudag þegar ég er búin að skipulegga vinnulota eina mikla. Og hvað gera Danir þá?
Kannski er það að koma aftan að mér þetta með afsakanirnar – nú eru það fæturnir og annir sem varna mér hreyfingu – er það virkilega svo?
Og hugsaðu svo Ingveldur.
…fer í meira kálfanudd á morgun og er strax farin að hlakka til. Oh my god…
Life is grand
Kjósið Magna 😀
Lof jú all

Já já – góðan daginn. Meiri dagurinn. Ég vaknaði kl. 6 en kom mér nú ekki fyrr en nokkrum mínútum síðar fram úr – til að labba með hann Bjart minn og Pál :-). Sauð svo hafragraut og snæddi hann með bestu list. Nú – fór svo í skólann og gerði skyldu mína þar – og fór svo í Styrk að því loknu og spriklaði eins og fæturnir á mér leyfðu. Fór samt bara 20 mín í brennslu…. frekar fúlt. En ég þurfti nebbilega að fara í nudd og náði ekki síðari helming – er annars bara á hjólinu til að sprengja mig nú ekki á ný. Tjú tjú tralla la
Já og þá erum við komin að nuddinu. Hafi ég haldið að eitthvað sé vont sárt – sársaukafullt þá er það hjóm eitt miðað við kálfanudd… Holy moly my god. Ég hélt að mín síðasta stund væri runnin upp – efaðist á köflum ekki um það…. Úff ég segi ekki að barneignir séu leikur einn í samanburðinum en tanntökur og rótarfyllingar eru það svo sannarlega…. Dísuss…
En allt í þágu góðs málsstaðar elskurnar. Svo var mér sagt að fara í sund og slappa þar af og fara í nuddmaskínuna þar sem ég og gerði – svamlaði bara 200 m til að liðka á mér ristarnar og ökklana – það er nú ekki hreying – bara svaml enda innan við 10 mín sem það tekur. En það mýkir heilmikið. Nú fór svo í maskínuna og lét hana nudda mig.
Er að drepast í öxlunum – afhverju lagast ég ekki af þessari vöðvabólgu – ja ég sko lagast en er alltaf með seiðing og í dag var eins og spritti hafði verið hellt yfir opið sár þar sem þær voru annars vegar…. Sigh mig auma. Og Kimi á leið til Ferrari-
En með kvölum skal þetta takast. ÉG er komin með legghlífar einar yndislegar frá Dísu sem hún gerði – ógeðslega töff sjal og ég veit ekki hvað og hvað…
Ég verð góð bráðum. Mér gengur vel að hemja mig í vinnunni – vinn suma daga minna en aðra daga meira og svo verð ég að vinna alla næstu helgi til að ná í skottið á mér þannig að það hallar ekki á mig vinnulega séð. En ég næ ekki að halda í við verkefnin. Þau eru á köflum tröllaukin.
En ég er líka tröll svo þetta er í lagi.

Var að lesa grein um offitu og ráð sem duga. Ekkert endilega nýtt sem stendur þar, en góð grein samt. Þar stendur t.d. að maður þurfi að fara alls 55 km í göngu eða hlaupi til að eyða hálfu kg af fitu. Geðveikt. Ég er hætt að segja að ég sé aumingi – ég er sko bara dugleg að brenna þessari fitu með ekki markvissari megrun.
Ég fór líka inn á síðu sem heitir hot.is eftir ábendingu frá Ástu Björk en þar er reiknað út allt sem maður borðar í hitaeiningar, fitu og kolvetni, og prótein og sett í kökurit. Og ég hef borðað 55% af fitu í dag – en á bara að borða 15 – 30% af slíku á degi hverjum!!! Ég er líka búin að borða 1100 hitaeiningar en ég hef svona miðað við að borða 200o á dag því – hitaeiningaþörf fer eftir stærð manneskjunnar. Ojá. Ég hef samt alltaf áreiðanlega verið að borða meira á degi hverjum – ja svona oftast amk. Þetta er flott síða – hægt að setja inn allar æfingar – brennslu og allt. Ég þarf bara að fá mér km mæli í göngurnar – eiginlega óbærilegt að vita ekki hvað maður labbar.
Í dag finnst mér ég hafa átt stjörnuleik í hreyfingu og mataræði en samt hef ég snúið fitunni og kolvetninu í þeim hlutföllum sem ættu að vera þar. Oh my god. Þetta er svo flókið – og svo talar maður við Gerði og hún svoleiðis ryður út úr sér formúlunum og gáfumannatalinu um þetta allt að ég svitna. En nú veit ég að þetta eru hlutföllin sem ég ætti að hafa og afganginn get ég séð á hot.is
Kolvetni 50-65%
Fita 15-30%
Prótein 15-25%
Og skórinn er skór sem ég gaf Hildi systur því hann er svo fínn, elegant og smart. Eins og hún.







