Þar sem nokkuð hefur farið af sentimetrum síðan í maí og reyndar júní þegar ég keypti síðast á mig buxur þá var orðið hálfgert neyðtarástand hjá undirritaðri. Hinar dásamlegu gallabuxur héngu bara ekki uppi lengur og voru ekki sérlega smart satt að segja. Þess vegna hafði ég lofað mér því að fara og versla mér buxur nú um mánaðarmótin. Sem ég gerði með skilum í dag. Og hvílík ferð.
Í morgun hringdi Þórunn og spurði um göngu í Þrastarskógi. Ég tók nú ekki sérlega vel í það – enda hentaði mér það svoldið vel að hlusta á Baldur í það sinnið – þ.e. að labba ekki um helgina. En það er bara eiginlega ekki hægt að neita morgungöngu í Þrastarskógi í lok september. Við fórum því 40 mín hringinn – Birkistíginn og gengum bara greitt. Ægilega fínt og skemmtilegt. Þá ákváðum við að fara saman í bæinn.
Við fórum í þrjár búðir, og sjaldan ef nokkru sinni hef ég skemmt mér jafn vel. Við þurftum að fá hverja flíkina á fætur annarri því við vorum alltaf að máta of stór föt. Og ég hef sko farið niður um 6 buxnastærðir- ægilega flókið að geta ekki bara beðið um stærstu buxurnar í búðinni. Alveg ný upplifun… Svo ekki sé nú að nefna toppana. Sjúddirari rei –
Svo þegar heim var komið þá kannski finnst mér þetta nú allt helst til lítið – hefði þurft að hafa þetta allt svolítið víðara og stærra en ég er ekki frá því að ég sé bara svolítið gáluleg í þessu öllu saman!
En kosturinn við það er náttúrulega sá að maður verður þá að losa sig við þessa keppi alla saman sjálfsvirðingar sinnar vegna. Það er svo sem ekki hollt að vera alltaf í alltof stórum fötum og láta bara eins og allt sé í fínu lagi. Þetta verður því vonandi ágætis hvatning. Fyrir nú utan hvað þetta var ofboðslega skemmtilegt.
Trúið mér þið hefðuð alveg viljað vera flugur á vegg þegar brjóstahaldarar voru mátaðir í Hagkaupum. Óborganleg stund satt að segja.
Nei það er ekki einfalt að vera orðin einhver annar en maður var.

6 buxnastærðir?!?!
Vá – það er ekkert annað, þetta hefur aldeilis verið frábær verslunarferð 😀 Til hamingju með þetta 🙂
Líkar viðLíkar við
Mega – segi það og skrifa M E G G A
Tíhíhí, og annað í samræmi við það 😀
Gangi þér vel með Evrópuréttinn og líf í öðru landi
Líkar viðLíkar við