Og húsfreyjuskór! Þarf að fara að taka til svo Dísa og Hildur kafni ekki í einhverju sérkennilegum efnum og dóti hér. Úff púff. Ef ég væri gella þá myndi ég vera í svona skóm þegar ég ryksugaði upp hundahárin – tíhíhí.
Var í nuddi – dásamlega viðbjóðslegt. Held samt að ég myndi ekki vilja vera nuddari og nudda mig…
Held ekki… sem er náttúrulega ákveðið áfall í sjálfu sér…
Er nú samt áreiðanlega að verða betri í kálfunum þó enn sé það næstum ólýsanlega vont að láta nudda þá og ég bara hlýt að fara að verða góð í herðunum… Ætli hr. nuddari sé ekki bara að nudda þær til að halda mér góðri. Fæ nefnilega aðskilnaðarkvíða ef ég fæ minnsta pata af því að ég geti ekki verið í ,,nuddi“ það sem eftir er ævinnar hið minnsta! Sigh
Fór að labba í morgun, hjólaði í vinnuna og í Styrk – og lengdi ferðina þangað svo hún tæki nú svona eins og 15 mín. Annars er þetta hjólarí svo stutt og ómerkilegt að ég held ég hætti að nefna það nema um lengri ferðir sé að ræða. Maður svona spyr sig hvort þetta hafi eitthvað að segja. Að vísu var dagurinn í dag strembnari en undanfarið þar sem það var svo mikið rok á móti og þá reynir maður meira á sig -enda svitnaði ég heilmikið í göngunni og hjólinu að ég vildi óska að það væru sturtur í Sunnulæk. En þær koma nú bráðum. Ef ég þá… uss ekki orð um það meir.
Nú jæja – nú er ég búin að bíða klst af mér í tiltekt – spurning hvort spenningurinn og stressið jafni það út og ég fari að gera eitthvað hér í þessu litla húsi mínu. Það er ekki eins og þetta sé óvinnandi vegur – öðru nær.
En jæja ætla að hökta af stað helaum í hægri öxlinni eftir nuddarann – en ég á eftir að segja ykkur eitt: Í fyrsta sinn í háa herrans tíð – og ég er að tala um kannski svona eins og 20 ár þá finn ég stundum vellíðunartilfinningu í kálfunum – jamm þeir hafa löngum verið í hassi blessaðir. Eins og kannski fleiri líkamspartar.
Kveðja húsmóðirin Ingveldur sem langar þó miklu frekar að vera merkilegur rithöfundur í skáldahúsi í suður France. Jummmm

prufa
Líkar viðLíkar við