Fagurblátt og blúsað

Ha ha ha – þetta stígvél mar. Veit ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta! En amk þá er hællinn flottur en nokkuð ómanneskjulegur. Kannski eitthvað fyrir Ástu Björk og Sædísi ofurgellur!

Nú en sem sagt. Enn í svolítilli fýlu. Tek greinilega svona fýluköst…

En nú er þriðjudagur og þeir eru nú alltaf svolítið spari sko. Ég hef komist að því að það er ekki hægt að vinna í götunum mínum tveimur þannig að ég fer gjarnan í Styrk á þessum tíma og er þá lengur fram eftir í staðinn. Sú varð raunin í dag.

Ég fór í lítið labb í morgun í Hellisskógi með dúlluna mína og snúð hann Bjart, fór svo heim og braut um það heilann hvort ég ætti að fara í Styrk í gatinu eður ei og ákvað að gera það ekki – ég kæmi hvort eð er aldrei nestinu (yeah tók með mér nesti skoho í skólann), handklæðunum, íþróttafötunum og treyjunni minni í bakpoksgreyið. Setti það svo í backupplanið að ég gæti nú vel komið hér við og náð í íþróttafötin ef mér snérist hugur. Yfir þessu gat ég svo væflast í morgun – Styrkur eða ekki Styrkur eða kannski bara hjólatúr? Sigh

Ákvað á endanum að fara í Styrk – brunandi á mínu hjóli því ég hafði nú farið á því í vinnuna eins og hjólreiðakappa sæmir – var ekki nema 7 mín að fara göturnar (nenni ekki þessum göngustígsfársferðum). Sótti fötin, hjólaði í 12 mín í viðbót á gólffasta hjólinuvið þessar 15 sem mér hafði tekist að koma ferðinni í Gagnheiðina í með hoppum og skoppum í Heimahaganum. Tók svo bara vel á í efri – hluta líkamans æfingunum og teygði vel og lengi. Og leið svo þetta líka dáindis vel í kennslunni á eftir og var að vinna alveg til hálf átta þegar ég þorði ekki annað en fara heim þar sem engin lukt er komin á hjólið. Og ég stend á öndinni af undrun að ég geti bara yfirleitt komið sjálfri mér úr stað á hjólinu.

Og vonandi er ég nú að lagast í hælnum – ég er amk ekki að nota hann eins mikið og áður. Tók íbufen áður en ég fór að sofa í gær og gat þá sofið fyrir fótapirringnum.

Pirringurinn á sálinn er hins vegar töluverður og vigtin lætur eins og asni – eins og ég. Og ekki er ég farin að borða kvöldmat enn. En nú fer ég líka í það! Svoldið seint ha? Mataræðið er sem sagt ekki í sérlega góðum málum.

það er hins vegar veðrið…

4 athugasemdir á “Fagurblátt og blúsað

  1. Hæ, langt síðan ég hef yrt á þig á síðunni þinni. Hvað þýðir þetta mmm hjá þér. Hvernig líður þér í dag – ég var að koma heim úr skólanum rétt áðan – voða gaman. Það verður próf hjá mér á mánudaginn

    Líkar við

  2. mmm var prufa til þess að gá hvort ég gæti látið íslensku stafina birtast aftur. Síðan fær alveg rugluna stundum og sýnir bara prósentumerki og önnur torkennileg mannanna verk í stað íslensku stafanna. Ég var því að prófa að pósta og sjá hvort bullið hyrfi ekki – sem það og gerð. Þú áttir því að commenta annars staðar – nú verð ég að hafa þetta mmm þarna alla tíð – nema ég náttúrulega bara editi bloggið og sendi það inn undir öðru nafni – já það væri nú það. Stóla á að þú munir eftir fimmtudeginum.

    Líkar við

  3. Ég hef einmitt átt í miklum erfiðleikum með að lesa síðuna á þessu undarlega táknmáli 😉

    Ef þetta stígvél á að tákna eitthvað þunglyndisskeið þá túlka ég það sem mjög væga fýlu með skrautlegu ívafi. Fullt af björtum og kraftmiklum litum sem brjótast þarna fram og koma til með að hjálpa þér í baráttunni. EN ekki vildi ég verða undir hælnum á þér í þessum stígvélum 😉

    Áfram þú – duglega stúlka!!!
    kv Erla

    Líkar við

  4. Þetta er líklega hárrétt greining hjá þér Erla 😀 – Ég sé að námið hefur skilað þér heilmiklu ;-). Nei nei bara að grínast – þú varst og ert og verður ávalt skynug stúlka 🙂

    Líkar við

Færðu inn athugasemd