Næturblues


Tvíbentur þessi skór. Það er þetta yndislega myrkur sem fylgir haustinu – kertin og það allt saman. Ummmm dásemd. Svo eru það morgnarnir þegar máninn víkur fyrir sólinni – og birtan þá er engu lík! Það sáum við Bjartur í morgun í Hellisskógi rétt um hálf sjö. Sólaruppkoman var yndisleg. Loforð um góðan dag.
En svo er þessi skór eins og rennibraut – rennibraut beint til fj… í mínu tilfelli amk. Ég át sko eitthvað nammistykki sem lá hér fyrir framan mig skyndilega og allt í einu dag – og það nammi þótti mér ekki einu sinni gott.
Og ég sem var svo glöð á laugardaginn þegar ég vissi ekki einu sinni hvar nammið er lengur í Bónus. Nú ekki var nóg með það að ég æti þetta nammistykki með húð og hári heldur át ég líka tvo mola í kvöld með kaffinu af einhverju sem ég gat snapað hjá Dísu – Þýskt gæða handgert konfekt – ummmmm
En í dag var ég eins og Pétur postulu – afneitaði því innvirðulega að ég borðaði nokkurn tímann nammi nema á laugardögum – ekki bara einu sinni heldur tvisvar – Sigh.
Matarmálin mín eru ekki í nógu góðu málum. Og svo sagði einhver við mig ef hann hreyfði sig svona mikið eins og ég yrði viðkomandi orðinn að engu á no time… Jamm það var nú svei mér gaman að fá upplýsingar um það… Svoldið grátlegt bara… Ég meina er þetta bara til einhvers…
Ég verð aldrei búin að þessu – ég verð búin að fá taugaáfall sjö sinnum af depurð og vanmætti held ég áður en ég kemst hálfa leið. Ásamt svo öllu öðru sem er að gera útaf við mig í hinum daglega amstri – hversdagsleikanum. Hann er ekkert sérlega skemmtilegur verð ég að segja…
Í dag gengu matarmálin svona fyrir sig:
7 hafragrautur og 100 gr blóðmör
9:30 Ab mjólk og weetabix flögur einhverjar
11:30 Appelsína
15 Banani
17 Súkkulaðibar
18:30 pasta rækjur og grænmeti – 2 heilhveitibrauðsneiðar
20 Appelsína
21 2 nammimolar og 2 kaffibollar
23 – 2 hlaupmolar – SIGH
Hreyfing:
6:30 20 mín labb í Hellisskógi
7:20 6 mín hjólr. út í Sunnulæk
15:00 10 – 15 mín Svaðilför á hjólinu eftir nýjum vegi sunnan Hólahverfis – úff margir vörubílar, gröfur, holur og lausamöl – hefði átti að fá áhættuþóknun
70 mín vinna í Styrk
Dásemdar nudd – það er held ég það sem kemur mér í gegnum þetta. Ég gæti þetta bara ekki án þess. Nógu er ég í miklu skralli annars…
17 hjólað heim –
Og ég léttist ekki neitt – er hálfu kílói þyngri en ég var í síðustu viku. Ok ok ekki gáfulegasta vika – svoldið um drykkju, osta og svona sitthvað fleira slæmt. – og voðalega lítið grænmeti borðað. Úff og er nema von að sumir segist myndu léttast svo mikið að þeir hyrfu á nó tæm. Sérlega skemmtilegt að geta ekki gert neitt af viti þó maður sprikli sig vitlausan!
Reyndar er mér skapi næst að fara ekkert í Styrk á morgun heldur hvíla mig bara. Er hvort eð er að drepast í fótunum, hælnum, hnjánum og ég er með svo mikinn fótapirring á nóttunni að ég sef ekki. Endaði á að taka 2 bréf af panodil hot um miðja nótt svo ég fengi einhvern frið.
Já þetta er náttúrulega tóm sæla sem skilar svona sirka kannski engu miðað við það sem hún ætti að gera! Það er amk ekki slæmt að fá verk í hnén líka í ofanálag við allt annað.
Ætti ég ekki bara að fara að éta verkja og bólgueyðandi lyf. Maður bara getur þetta ekki lyfjalaust held ég svei mér þá!
Ég veit svo sem ekki hvað ég er að hugsa. – Eða held að ég sé…
Þarf held ég að skríða inn í hýði og vera þar í nokkrar vikur bara…
You’ll be the first to know
En afhverjur kommenterar enginn neitt! Ég er held ég á bömmer.

2 athugasemdir á “Næturblues

  1. Go go go girl. Ekkert væl, það er bara ekki lógikk í öðru en að þetta komi!! Með festu í mataræðinu, án öfga, þá verðum við farnar að hlaupa saman á næsta ári………Það væri nú svoldið gaman. Datt annars í hug, hefur þú prófað að labba af krafti fram og til baka í lauginn.? Gæti komið á óvart.
    Knús…. Björk

    Líkar við

  2. Það er vont með þennan bömmer, það er verst þegar verkirnir ná inn í sálartetrið, þá er allt svo miklu erfiðara.
    En þú ert svoooo dugleg dúllan mín, ég dáist að þér.
    P.s. Það var gaman að sjá þig koma inn í Styrk í dag með reiðhjólahjálminn, gott að fleiri setja öryggið á oddinn.
    Kær kveðja HD

    Líkar við

Færðu inn athugasemd