´…ég meina ég komst ekkert á netið í gær – og verð að bæta mér það upp :-). Svoldið ljótur og kerlingalegur skór – sem passar vel því ég er komin í kerlingahópinn. Sigh… Gömul og grá, og ekki við hæfi ungra barna sem rétt hafa lokið námi á háskólastigi.
Ég var að horfa á mig í spegli og það er sama hvað ég gái – ég sé engan mun á mér nú og fyrir 10 árum – skil ekki að þessi ár hafi bæst við. Svo tók ég nú eftir að ég er með svona þarna og svoldið af lausri húð þarna og eitthvað er þetta nú orðið hrukkulegt þarna í kringum augun og svona en ég er nú eiginlega viss um að þetta var allt þarna í gær – og jafnvel fyrir 10 árum líka ;-). Ég sko held ég verði aldrei gömul þó árin rúlli – þau geta bara gert það – en ég þarf ekkert að hafa áhyggjur af því held ég. Þarf bara að verða heimsfræg bráðum. Langar það svo mikið. Ja svona svoldið fræg – kannski ekki heimsfræg… af góðu kunn ;-).
Ég gat lagað þvottavélina – í henni var panni sem virtist valda henni miklum vandræðum – þurfti að nota tvo hnífa, krafta og útsjónarsemi til þess að fjarlægja kvikindið en það hafðist. Vonandi lætur hún sér þetta vel líka og þvær eins og sú sem hún er það sem eftir er – eða amk enn um sinn.
Nú… búin að taka svoldið til og losa mig við mjög mikið af hundahárum. Það var svei mér sniðugt hjá mér. Svoldið af ryki er komið í fljótandi form líka – en ég á nú ýmislegt eftir samt. En engu að síður er þetta bara fínt hjá mér.
Elsku snúllan mín, hælspori!!!!! Vá ekki heyrt um hann svo þetta var mjög fræðandi. Sukk……. kemst í gegnum það eins og annað. Hvað hefur þú ekki komist í gegnum sem þú hefur ætlað þér. Fínn foreldrafundur hjá ykkur. Þú ert bara svo ótrúlega skemmtileg og fín að það er ekki hægt annað en finnast þetta flott hjá þér og ykkur. Líka þegar þú ert að tala um eitthvað leiðinlegt. Þú svaraðir líka mjög skilmerkilga því sem upp kom…… Heyrðu!!!!! Var svoldið að horfa á buxurnar þínar þar sem við vorum nú að tala um þær síðast þegar þú lágst í bleyti með mér. Þær eru OF stórar…….. bolurinn LÍKA. Ekki nógu gott. Þú verður að setja af stað neyðaraðgerðir…í alvöru.
Knús Björk
Líkar viðLíkar við
Þú ert sætust – best og mest 🙂 Eru ekki að koma mánaðarmót? Dísuss
Líkar viðLíkar við