…og búin að fara alla leið til Hildar systur (það er svona kannski 20 sek leið). Allt gekk vel – mér tókst að festa hnakkinn og stíga af áður en ég lenti á bíl og allt!
Nú er ég bara að hugsa hvort ég labbi með Bjart í fyrramálið og hjóli svo í vinnuna.
Nú eða ég labbi með Bjart og fari á bílnum í vinnuna og svo á hjóli í Styrk…
Eða ég labbi ekkert með Bjart og fari á hjóli í skólann…
Já eða ég labbi ekkert með Bjart og fari á bíl í skólann…
Seinni kosturinn hljómar ótrúlega vitlaus en lokandi miðað við hvernig mér líður undir hælnum í dag.
Þórunn fór með mig í labbatúr eftir hringnum sínum og Bjartur var algjörlega kolgeggjaður – sem endar bara á einn veg – ég verð eins geggjuð…
Var með bullandi verk í hægri öxlinni, hálsinum og hausnum eftir þessa göngu þökk sé Bjarti – sem ég bara verð að fara að láta verða stilltari hund – þetta er ekki að gera sig, þó hann hafi haft þá afsökun að vera á nýju svæði. Ég verð að vera harðari – díssussssss
Þórunn dugleg maður – þetta er 30 mín ganga hjá henni upp á hvern dag eftir malarvegi með alls kyns illskeyttum hnullungum sem meiddu minn auma hæl út í eitt….
Og ég á ekki nudd fyrr en á miðvikudag og vittu til það verður allt komið í samafarið.
Nú – ég var mjög dugleg í vinnunni í dag – gerði alveg fullt og ég er bara ánægð með mig. Sem minnir mig á það – ég verð að fara út í skóla alveg extra snemma sem minnkar líkurnar enn á því að ég hreyfi mig í fyrramálið – en þetta er svona neyðartilfelli…
En ég er ekki hrifin af því að svíkjast um að labba á morgnana því ég bara veit hvað þetta er að gera mikið fyrir mig -kannski get ég farið og unnið og ef ég hef tíma farið svo út að labba áður en er hringt – nú eða á meðan krakkarnir lesa 😀 Nei nei bara grín.
Lof jú er farin að sofa í hausinn á mér – er stjörf af þreytu.
