Hefur þú verið svo geðvond(ur) að…


Réttast væri að þú yrðir sett(ur) til hliðar og geymd(ur) þar til bjartari dagur rennur upp?

Svoleiðis vaknaði ég í morgun. Úff…

Skældist fram úr og vissi að ég ætti að fara upp í Hellisskóg að labba þar frekar en hringinn okkar Bjarts á Selfossi því ég yrði hreinlega ekki ábyrg gerða minna gagnvart Bjarti greyinu ef hann myndi toga í tauminni meira en góðu hófu gegndi – og í raun þyrfti ekki að segja ef – heldur bara þegar hann togaði…

En ég var nú varla þannig að ég kæmist um húsið svo hölt var ég – þannig að mér þótti ökuferð uppeftir fullvirðuleg athöfn og ákvað að labba bara hringinn okkar.

En það fór á verri veg – og til þess að ég hreinlega dræpi ekki hundinn og mig sjálfa úr geðvonsku fór ég bara stuttan túr – sem þó varði nokkra stund þar sem ég þurfti að rífast mikið og ala hundinn upp og bæta upp fyrir tveggja ára linsku gagnvart honum. Úff… hvað maður getur veirð ömurlegur. Amk ég. Svona þegar ég er geðvond amk… Enginn ömurlegri – ég er sko svoldið góð í því :-).

Fékk mér hafragraut og reyndi að vera ekki mjög leiðinleg við aumingja Palla sem á allt gott skilið – tókst það sæmilega. Fékk mér graut og hélt svo út í skóla og wammmmm…. um leið og ég sá börnin þá rann mér geðvonskan – það er ekki hægt annað en að gleðjast í svo góðum hópi sem þeirra. Og ekki skaðar að vera í bomsunum fínu – en í þeim get ég gengið en án þeirra skælist ég bara um – er meira að segja búin að læra að reima þær :-).

Ég kemst ekki yfir helminginn af því sem ég vildi gera – hef einbeitingu á við randaflugu en skítt með það – ég geri bara gott úr því.

Er alveg að renna á rassinn með Styrk – var ekki fullan tíma á mánudag – fór ekki í dag – held samt að það verði í síðasta sinn sem ég reyni að vinna í gatinu mínu – ég vil heldur vinna eftir skóla og fram á kvöld því ég get ekki setið hér og horft á blessuð börnin og ekki aðstoðað þau eða talað við þau ef þau vilja tala við mig. Ég held það sé best ég fari bara í Styrk á þessum tíma. Það er meira vit svei mér þá. Á morgun fer ég ekki fullan tíma í Styrk heldur – og þá ekki á fimmtudag þegar ég er búin að skipulegga vinnulota eina mikla. Og hvað gera Danir þá?

Kannski er það að koma aftan að mér þetta með afsakanirnar – nú eru það fæturnir og annir sem varna mér hreyfingu – er það virkilega svo?

Og hugsaðu svo Ingveldur.

…fer í meira kálfanudd á morgun og er strax farin að hlakka til. Oh my god…

Life is grand

Kjósið Magna 😀

Lof jú all

Færðu inn athugasemd