
Já já – góðan daginn. Meiri dagurinn. Ég vaknaði kl. 6 en kom mér nú ekki fyrr en nokkrum mínútum síðar fram úr – til að labba með hann Bjart minn og Pál :-). Sauð svo hafragraut og snæddi hann með bestu list. Nú – fór svo í skólann og gerði skyldu mína þar – og fór svo í Styrk að því loknu og spriklaði eins og fæturnir á mér leyfðu. Fór samt bara 20 mín í brennslu…. frekar fúlt. En ég þurfti nebbilega að fara í nudd og náði ekki síðari helming – er annars bara á hjólinu til að sprengja mig nú ekki á ný. Tjú tjú tralla la
Já og þá erum við komin að nuddinu. Hafi ég haldið að eitthvað sé vont sárt – sársaukafullt þá er það hjóm eitt miðað við kálfanudd… Holy moly my god. Ég hélt að mín síðasta stund væri runnin upp – efaðist á köflum ekki um það…. Úff ég segi ekki að barneignir séu leikur einn í samanburðinum en tanntökur og rótarfyllingar eru það svo sannarlega…. Dísuss…
En allt í þágu góðs málsstaðar elskurnar. Svo var mér sagt að fara í sund og slappa þar af og fara í nuddmaskínuna þar sem ég og gerði – svamlaði bara 200 m til að liðka á mér ristarnar og ökklana – það er nú ekki hreying – bara svaml enda innan við 10 mín sem það tekur. En það mýkir heilmikið. Nú fór svo í maskínuna og lét hana nudda mig.
Er að drepast í öxlunum – afhverju lagast ég ekki af þessari vöðvabólgu – ja ég sko lagast en er alltaf með seiðing og í dag var eins og spritti hafði verið hellt yfir opið sár þar sem þær voru annars vegar…. Sigh mig auma. Og Kimi á leið til Ferrari-
En með kvölum skal þetta takast. ÉG er komin með legghlífar einar yndislegar frá Dísu sem hún gerði – ógeðslega töff sjal og ég veit ekki hvað og hvað…
Ég verð góð bráðum. Mér gengur vel að hemja mig í vinnunni – vinn suma daga minna en aðra daga meira og svo verð ég að vinna alla næstu helgi til að ná í skottið á mér þannig að það hallar ekki á mig vinnulega séð. En ég næ ekki að halda í við verkefnin. Þau eru á köflum tröllaukin.
En ég er líka tröll svo þetta er í lagi.