Einbúi


Halló allir á sunnudegi. Ég er farin að kunna betur við sunnudaga en ég gerði. Þegar ég var lítil já og langt fram eftir aldrei var einhver depurð tengd þeim – þeir voru endir á einhverju góðu – helginni, fríinu. Mér er orðið betur við þá nú í seinni tíð. Þeir eiga margt gott til.

Ég var að drepast í hnénu í nótt – vinstra. Ég fann einhvern pirring í því og spennti það um of í ranga átt og var bara illt í því og mátti mig svona varla hreyfa. Verandi sá göngugarpur sem ég er ákvað ég nú engu að síður að ganga svolítið sunnan megin í Þrastarskóginum – ekki mjög góð leið – Bjarti fannst hann ekki komast af veginu því kjarrið var svo þétt og lítið um brekkur fyrir mig. Það var hins vegar svo sem ágætt þar sem ég ætlaði að hlífa hnénu og labba bara í 25 mín. Ég stóð við það en mér finnst það helst til stutt svona um helgar en ég lét þetta gott heita. Svo ætlaði ég til Gústu systur í bústaðinn en þá sváfu allir þar á sínu græna og engan morgunamat þar að fá. Þá ætlaði ég að heyra í Þórunni – var búin að lofa henni að hjálpa henni í dag en þá var hún farin eitthvað út í loftið og svaraði engu. Við Bjartur áttum því engan annars úrkosti en að fara bara heim og horfa á spólu. Keypti samt gott í matinn ef einhverjir af þeim sem eru skráðir hér til heimilis skyldu koma. Það er náttúrulega ekki víst. Ég er orðið mikið ein – Aðalsteinn fer út og kemur sólarhring síðar heim – og ég veit aldrei almennilega hvaðan á mig stendur veðrið. Ragnheiður er hjá kærastanum svo við Bjartur erum bara að lulla þetta í rólegheitunum. Ég hlýt að fara að snúa mér að áhugamálunum ef ég held áfram að vinna svona lítið eins og ég gerði í síðustu viku – þ.e. bara vinnutímann sem ég á að vinna!

Næsta vika verður samt annasöm og með sanni ætti ég að vera að vinna núna og koma mér upp enskusvæði á miðrýminu en það bólar ekkert á því að ég hafi mig í það. Verð bara að reyna að fara snemma að sofa í kvöld og fara snemma út með hundinn og dúndra mér svo í uppstillingavinnu þegar ég kem í skólann. Ekki á morgun heldur hinn er hinn dásamlegi þriðjudagur – allra besti dagur vikunnar vinnulega séð. Undursamlega dásamlegur. Ég held meira að segja að ég eigi nuddtíma þá – og það verður nú gott því ég er farin að finna fyrir hálsinum eins og í sumar – ekki spennandi tilhugsun.

Annars er ég gasalega syfuð – hvort finnst ykkur að ég ætti að svamla í sundi eða fara að sofa? Ég ætla að hugsa þetta svoldið.

Inga garpur

Færðu inn athugasemd